Ágrip af sögu félagsins
Þann 4. september 1969 var Hundaræktarfélag Íslands stofnað á Hótel Sögu í Reykjavík.
Það voru 29 áhugamenn um ræktun íslenska fjárhundsins sem stóðu að stofnun þessa félagsskapar.
Formaður undirbúningsnefndarinnar var Sigríður Pétursdóttir og setti hún stofnfundinn. Í fyrstu stjórn HRFÍ kosin þau Gunnlaugur Skúlason, dýralæknir, sem var formaður, Jón Guðmundsson, Fjalli, sem var gjaldkeri og Sigríður Pétursdóttir sem var ritari. Meðstjórnendur voru Ólafur Stefánsson og Magnús Þorleifsson.
Þann 15. september sama ár var haldin fyrsti stjórnarfundurinn og var fyrsta stjórnarsamþykktin sú að undirbúa skráningu á sérkennum íslenska fjárhundsins.
Þann 25. ágúst 1973 hélt HRFÍ fyrstu hundasýninguna á Íslandi og var sýningin haldin í Hveragerði. Dómari á þessari fyrstu sýningu var Jean Lanning frá Englandi og þurfti hún að fá undanþágu til að dæma hér þar sem sýningin var ekki alþjóðlega viðurkennd.
Alls voru skráðir 60 hundar á sýninguna. Stærsti hópurinn voru íslenskir fjárhundar 23, Puddle 13, Collie-hundar 9 og aðrir voru af ýmsum tegundum.
Óhætt er að seigja að þessi fyrsta sýning hafi vakið mikla athygli, meðal annars var hennar getið í annál Ríkissjónvarpsins 1973.
Á aðalfundi 1974 var viðruð fyrst og rædd af einhveri alvöru hugmyndir um skipulögð hlýðninámskeið fyrir hunda og eigendur þeirra og er óhætt að seigja að sitt sýndist hverjum um ágæti slíks námskeiðs.
1977 eru félagsmenn HRFÍ farnir að hugleiða stofnun ræktunardeilda eða klúbba en af stofnun þeirra varð ekki strax.
1978 er fyrsta fréttabréfið gefið út en þetta fréttabréf var undanfari Sáms.
Þetta sama ár hófst umræða hjá HRFÍ um inngöngu í Alþjóðasamtök hundaræktunarfélaga, FCI.
1979 óskaði HRFÍ eftir inngöngu í FCI og um sumarið var félaginu boðið að senda fulltrúa á þing samtakana. HRFÍ var boðið aukaaðild, eins og venja er þegar ný félög sækja um aðild. Sömuleiðis fékk HRFÍ aðild að Norrænum samtökum hundaræktunarfélaga, NKU.
Á þessu ári var HRFÍ gert að stimpla ættbókarskírteini sín með stimpli FCI, Alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga. Með því móti fengu ættbókarskírteini HRFÍ alþjóðlega viðurkenningu. Á sama tíma var tekin upp sú regla að skrá í ættbók þá hvolpa sem voru undan hundum með slík skírteini eða með eldri íslenskar ættbækur.
Á þessu ári var fyrsta ræktunardeildin stofnuð en það var deild íslenska fjárhundsins, DÍF. Stofnun fleiri deilda var í undirbúningi og fylgdu þær í kjölfarið.
Félagsstarf HRFÍ efldist til muna við stofnun ræktunardeildanna. Írsk setter klúbburinn sem starfræktur hafði verið í Reykjavík gekk í HRFÍ þetta ár.
Eftir hundasýningu sem haldin var á þessu árið var lýst yfir áhuga á að hundasýningar yrðu árlegur viðburður hjá HRFÍ.
1980 kom fréttabréf HRFÍ fyrst út undir nafninu Sámur. Var blaðið nefnt eftir hundi Gunnars á Hlíðarenda sem kom frá Írlandi og þótti hann hafa mannsvit.
Þetta ár kom danski dýralæknirinn, Jens Eric Sönderup, til landsins á vegum HRFÍ, sem alhliða ráðgjafi í ræktunnarmálum. Hann skoðaði aðalega retrieverhunda en eigendur annarra hunda nýttu sér ekki sem skildi þetta tækifæri, eins og seigir í fundargerðabók stjórnar.
Á þessu ári sá stjórn HRFÍ ástæðu til að vara fólk við að kaupa hvolpa yngri en 8 vikna gamla og birti auglýsingar þess efnis í dagblöðum.
1981 var fyrsta NKU ráðstefnan haldin á Íslandi. Í kjölfar ráðstefnunnar var Stefán Aðalsteinsson ph.D., búfjárfræðingur, tilnefndur í vísindaráð NKU.
Á þessu ári sótti HRFÍ um leyfi, til landbúnaðarráðuneytisins, um að heimilaður yrði innflutningur á frystu sæði úr labrador-hundi en beiðninni var synjað rétt fyrir árslok.
Á þessu ári ákvað stjórn HRFÍ að gera kröfu um lágmarks hlýðni hunda sem tækju þátt í hundasýningum.
Á aðalfundi HRFÍ var í fyrsta sinn samþykkt að sækja um síma til afnota fyrir félagið og á sama fundi var skipuð þriggja manna nefnd sem hafði það hlutverk að verðmeta hunda, til dæmis fyrir tryggingafélög vegna tjóna.
1982 voru fyrstu íslendingarnir viðurkenndir sem hundadómarar. Sigríður Pétursdóttir sem sýningadómari og Tómas G. Ingólfsson sem veiðiprófsdómari. Sigríður fékk réttindi til að dæma spísshunda, að undanskildum fjórum veiðitegundum og einnig fékk hún réttindi til að dæma fimm retriever-hundategundir. Tómas lauk prófi sem veiðiprófsdómari fyrir standandi fuglahunda.
1983, fjórum árum eftir að markviss undirbúningur hófst , kom fyrsta hundahótelið á Íslandi. Var það staðsett að Arnarstöðum í Hraungerðishreppi.
Hlýðniskóli HRFÍ hóf starfsemi sína og var hann undanfari að Hundaskóla HRFÍ.
Á þessu ári kom upp eitt sóðalegasta mál sem á borð lögreglunnar í Reykjavík hefur komið út af hundamálum en það var þegar lögreglan skaut dauðskelkaðan 10mánaða gamlan labradorhvolp fyrir utan heimili sitt við Framnesveg og blending, skosk-íslenskan á lögreglustöðinni. Var labrador-hvolpurinn snúinn niður af tveimur lögreglumönnum og skotinn af þeim þriðja fyrir framan eigendur sína. Hinn var teymdur inná lögreglustöð og skotinn þar.
Fjölmiðlar reyndu að réttlæta gerðir lögreglunnar með því að fullyrða að hundarnir hefðu verið óðir þegar yfirvöldin skárust í leikinn en eftir lögregluskýrslum að dæma þá voru þeir rólegir í fyrstu en urðu síðan órólegir þegar reynt var að taka þá með valdi.
Í framhaldi af þessum atburði efndi HRFÍ til borgarafundar um ófremdarástand í hundamálum á Íslandi og þær ofsóknir sem hundar og eigendur þeirra þurftu að sæta af hálfu yfirvalda. Hvatti fundurinn borgarfulltrúa til að styðja hugmyndir sem settar hefðu verið fram þess efnis að hundahald í borginni yrði leyft með ákveðnum skilyrðum og vísaði til tillögu sem HRFÍ hefði gert og sent til borgaryfirvalda þar af lútandi.
1984 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur í fyrsta skipti að veita undanþágur frá hundabanni sem í gildi hefur verið. Þótti samþykktin áfangasigur í málefnum hundeigenda, en yfirvöldum var ekki lengur stætt á öðru en að taka tillit til þess fjölda borgarbúa sem þá þegar hélt hund eða ætlaði sér að halda hund hvað sem tautaði og raulaði. Undanþága þessi átti að gilda í fjögur ár en þá átti að efna til atkvæðagreiðslu um hundahald í borginni.
1987 gekk Björgunarhundasveit Íslands til samstarfs við HRFÍ. Markmið Björgunarhundasveitarinnar er að þjálfa menn og hunda til leitar í snjóflóðum, skriðum og rústum.
HRFÍ byrjaði að mennta leiðbeinendur fyrir hvolpa og hundeigendanámskeiðs hjá Hundaskóla HRFÍ.
Á þessu ári má seigja að þáttaskil hafi orðið í hundamálum í Reykjavík þegar HRFÍ hélt hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal þann 13. september. Þetta var í fyrsta sinn sem sýning var haldin innanhúss. Heiðursgestur sýningarinnar var Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, og afhenti HRFÍ honum gullmerki félagsins fyrir framgöngu hans í málefnum hundeigenda í borginni.
Stjórn HRFÍ ákvað að stefna að stofnun aganefndar og því að siðareglur yrðu settar en miðað við tæpra 20 ára starfsaldur félagsins fannst stjórn tímabært að gera strangari kröfur á að hver félagsmaður virti lög og markmið félagsins.
Umboðsaðilar Pedigree Chum hundafóðurs óskuðu eftir samstarfi við HRFÍ og buðust til að gerast bakhjarlar félagsins á sýningum.
1988 var kosið um hundahald í Reykjavík og fór kosningin fram í Laugardalshöllinni. Á kjörskrá voru 68,525 manns. Þátttaka var mjög dræm eða 8,777 manns kusu. Túlkaði HRFÍ þessa litlu þátttöku sem svo að Reykvíkingar hefðu ekkert út á hundahald í borginni að setja. Atkvæði þeirra 12,8% kjósenda sem sáu ástæðu til að taka þátt, skiptust þannig: 39,4% vildu að reglur um hundahald héldust óbreyttar, andvígir því voru 60,15%. Auðir og ógildir seðlar voru 0,4%.
Að lokinni þessum kosningum gagnrýndi HRFÍ orðalag spurningarinnar sem lögð var fram við kjósendur en hún hljóðaði svona: Ertu fylgjandi núverandi skipan mála ?
Guðrún R. Guðjohnsen, þáverandi formaður HRFÍ, sagði á baksíðu DV að sumir hundeigendur hefðu ekki skilið hvað í spurningunni lá, þar sem þeir vildu breyttar reglur og hefðu svarað spurningunni þar af leiðandi neitandi.
Lýstu sumir borgarfulltrúa efasemdum sínum um hversu marktæk þessi kosning væri með hliðsjón af dræmri þátttöku og illa orðaðri spurningu.
1989 hélt HRFÍ upp á 20 ára afmæli sitt með 3 hundasýningum. Á afmælissýningunni, sem haldin var í Laugardalshöll, voru yfir 200 hundar skráðir í þátttöku.
1990 var byrjað að röntgenmynda hunda af talsverðu kappi til að kanna hvort mjaðmalos væri til staðar.
Reykjavíkurborg og HRFÍ undirrituðu leigusamning í maí. Samningurinn var til 5 ára og fól í sér að HRFÍ fengi afnot af íbúðarhúsnæði og tveimur skemmum í Mosfellsbæ, Sólheimakoti, og myndalegri jörð sem fylgdi. Í samningum kom fram að félagið ræki hundaskóla í Sólheimakoti og þyrfti ekki að greiða leigu, en aftur á móti öll opinber gjöld, t.d. fasteignaskatt og einnig allan rekstrakostnað. Var HRFÍ gert að skylt að halda öllum húsakosti vel við.
Starfsemi Hundaskóla HRFÍ var flutt í Sólheimakot og lagður var grunnur að Hundaskóla HRFÍ á landsbyggðinni.
Þann 18. ágúst, á afmæli Reykjavíkurborgar, var húsið formlega tekið í notkun.
Í maí 1991 tók langþráð einangrunarstöð til starfa í Hrísey, en HRFÍ hafði lengi vakið athygli á nauðsyn þess að einangrunarstöð yrði reist til að mögulegt yrði að flytja hunda til landsins.
HRFÍ stofnaði Svæðafélag Norðurland árið 1993 og kom fram að HRFÍ hygðist stofna fleiri svæðafélög.
Kafla í lögum HRFÍ um deildarsýningar var breytt þannig að svigrúm deilda yrði meira varðandi deildarsýningar.
Hundadagar voru í fyrsta skipti haldnir um sumarið 1993.
25 ára afmæli HRFÍ var haldið 1994 og var þá fyrsta alþjóðlega hundasýningin haldin hér á landi sem gaf svokölluð CACIB-sig, alþjóðleg meistarastig. Var sýning þessi haldin á Akureyri.
Þetta ár voru fjögur hundakyn bönnuð í Reykjavík. Um var að ræða Rottweiler, Doberman, Pitbull Terrier og Akita Ino. Vildi heilbrigðisfulltrúi að bannað yrði að hafa þessa hunda í borginni, þar sem þeir væru hættulegir.
DÍF átti 15 ára afmæli á árinu og minntist þeirra tímamóta með því að efna til ráðstefnu um íslenska fjárhundinn og um sumarið var haldin sýning á íslenska fjárhundinum í Sólheimakoti.
Þann 18. ágúst var Veiðihundadeild HRFÍ, VHD, stofnuð.
Þann 22. apríl 1995 hélt VHD fyrsta veiðiprófið á Íslandi fyrir standandi fuglahunda og þann 13. maí fyrir retrieverhunda.
Í júlí 2011 fékk Hundaræktarfélag Íslands fulla aðild að FCI - Fédération Cynologique Internationale, alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga sem HRFÍ hefur verið í samstarfi við síðan 1979!
Fédération Cynologique Internationale
Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu félagsins, þó að sum ár séu ekki nefnd þá er ekki þar með sagt að ekkert markvert hafi gerst. Ýmiss undirbúningsvinna fór fram sem varð að veruleika seinna.
Eins og sjá má af sögu félagsins þá var megin markmið þess að varðveita sérkenni íslenska fjárhundsins og er enn En fljótlega eftir stofnun HRFÍ fór félagið að verða eini málsvari og hagmunafélag hundeigenda á Íslandi þar sem réttindi hunda og eigenda þeirra höfðu verið fótum troðin um ára raðir. Minnti barátta félagsins í mörgu á viðeign Davíðs og Golíat þar sem berjast þurfti við mikla fordóma og neikvæðni yfirvalda í garð hundahalds sem og hluta landsmanna þar sem þessi sömu viðhorf voru ríkjandi í sálarlífi landans.
Saga HRFÍ einkennist af sigrum en baráttan er ekki búin, það er mikið eftir. En eins og sjá má af sögu HRFÍ þá sannast hið fornkveðna; Sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.
Þann 4. september 1969 var Hundaræktarfélag Íslands stofnað á Hótel Sögu í Reykjavík.
Það voru 29 áhugamenn um ræktun íslenska fjárhundsins sem stóðu að stofnun þessa félagsskapar.
Formaður undirbúningsnefndarinnar var Sigríður Pétursdóttir og setti hún stofnfundinn. Í fyrstu stjórn HRFÍ kosin þau Gunnlaugur Skúlason, dýralæknir, sem var formaður, Jón Guðmundsson, Fjalli, sem var gjaldkeri og Sigríður Pétursdóttir sem var ritari. Meðstjórnendur voru Ólafur Stefánsson og Magnús Þorleifsson.
Þann 15. september sama ár var haldin fyrsti stjórnarfundurinn og var fyrsta stjórnarsamþykktin sú að undirbúa skráningu á sérkennum íslenska fjárhundsins.
Þann 25. ágúst 1973 hélt HRFÍ fyrstu hundasýninguna á Íslandi og var sýningin haldin í Hveragerði. Dómari á þessari fyrstu sýningu var Jean Lanning frá Englandi og þurfti hún að fá undanþágu til að dæma hér þar sem sýningin var ekki alþjóðlega viðurkennd.
Alls voru skráðir 60 hundar á sýninguna. Stærsti hópurinn voru íslenskir fjárhundar 23, Puddle 13, Collie-hundar 9 og aðrir voru af ýmsum tegundum.
Óhætt er að seigja að þessi fyrsta sýning hafi vakið mikla athygli, meðal annars var hennar getið í annál Ríkissjónvarpsins 1973.
Á aðalfundi 1974 var viðruð fyrst og rædd af einhveri alvöru hugmyndir um skipulögð hlýðninámskeið fyrir hunda og eigendur þeirra og er óhætt að seigja að sitt sýndist hverjum um ágæti slíks námskeiðs.
1977 eru félagsmenn HRFÍ farnir að hugleiða stofnun ræktunardeilda eða klúbba en af stofnun þeirra varð ekki strax.
1978 er fyrsta fréttabréfið gefið út en þetta fréttabréf var undanfari Sáms.
Þetta sama ár hófst umræða hjá HRFÍ um inngöngu í Alþjóðasamtök hundaræktunarfélaga, FCI.
1979 óskaði HRFÍ eftir inngöngu í FCI og um sumarið var félaginu boðið að senda fulltrúa á þing samtakana. HRFÍ var boðið aukaaðild, eins og venja er þegar ný félög sækja um aðild. Sömuleiðis fékk HRFÍ aðild að Norrænum samtökum hundaræktunarfélaga, NKU.
Á þessu ári var HRFÍ gert að stimpla ættbókarskírteini sín með stimpli FCI, Alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga. Með því móti fengu ættbókarskírteini HRFÍ alþjóðlega viðurkenningu. Á sama tíma var tekin upp sú regla að skrá í ættbók þá hvolpa sem voru undan hundum með slík skírteini eða með eldri íslenskar ættbækur.
Á þessu ári var fyrsta ræktunardeildin stofnuð en það var deild íslenska fjárhundsins, DÍF. Stofnun fleiri deilda var í undirbúningi og fylgdu þær í kjölfarið.
Félagsstarf HRFÍ efldist til muna við stofnun ræktunardeildanna. Írsk setter klúbburinn sem starfræktur hafði verið í Reykjavík gekk í HRFÍ þetta ár.
Eftir hundasýningu sem haldin var á þessu árið var lýst yfir áhuga á að hundasýningar yrðu árlegur viðburður hjá HRFÍ.
1980 kom fréttabréf HRFÍ fyrst út undir nafninu Sámur. Var blaðið nefnt eftir hundi Gunnars á Hlíðarenda sem kom frá Írlandi og þótti hann hafa mannsvit.
Þetta ár kom danski dýralæknirinn, Jens Eric Sönderup, til landsins á vegum HRFÍ, sem alhliða ráðgjafi í ræktunnarmálum. Hann skoðaði aðalega retrieverhunda en eigendur annarra hunda nýttu sér ekki sem skildi þetta tækifæri, eins og seigir í fundargerðabók stjórnar.
Á þessu ári sá stjórn HRFÍ ástæðu til að vara fólk við að kaupa hvolpa yngri en 8 vikna gamla og birti auglýsingar þess efnis í dagblöðum.
1981 var fyrsta NKU ráðstefnan haldin á Íslandi. Í kjölfar ráðstefnunnar var Stefán Aðalsteinsson ph.D., búfjárfræðingur, tilnefndur í vísindaráð NKU.
Á þessu ári sótti HRFÍ um leyfi, til landbúnaðarráðuneytisins, um að heimilaður yrði innflutningur á frystu sæði úr labrador-hundi en beiðninni var synjað rétt fyrir árslok.
Á þessu ári ákvað stjórn HRFÍ að gera kröfu um lágmarks hlýðni hunda sem tækju þátt í hundasýningum.
Á aðalfundi HRFÍ var í fyrsta sinn samþykkt að sækja um síma til afnota fyrir félagið og á sama fundi var skipuð þriggja manna nefnd sem hafði það hlutverk að verðmeta hunda, til dæmis fyrir tryggingafélög vegna tjóna.
1982 voru fyrstu íslendingarnir viðurkenndir sem hundadómarar. Sigríður Pétursdóttir sem sýningadómari og Tómas G. Ingólfsson sem veiðiprófsdómari. Sigríður fékk réttindi til að dæma spísshunda, að undanskildum fjórum veiðitegundum og einnig fékk hún réttindi til að dæma fimm retriever-hundategundir. Tómas lauk prófi sem veiðiprófsdómari fyrir standandi fuglahunda.
1983, fjórum árum eftir að markviss undirbúningur hófst , kom fyrsta hundahótelið á Íslandi. Var það staðsett að Arnarstöðum í Hraungerðishreppi.
Hlýðniskóli HRFÍ hóf starfsemi sína og var hann undanfari að Hundaskóla HRFÍ.
Á þessu ári kom upp eitt sóðalegasta mál sem á borð lögreglunnar í Reykjavík hefur komið út af hundamálum en það var þegar lögreglan skaut dauðskelkaðan 10mánaða gamlan labradorhvolp fyrir utan heimili sitt við Framnesveg og blending, skosk-íslenskan á lögreglustöðinni. Var labrador-hvolpurinn snúinn niður af tveimur lögreglumönnum og skotinn af þeim þriðja fyrir framan eigendur sína. Hinn var teymdur inná lögreglustöð og skotinn þar.
Fjölmiðlar reyndu að réttlæta gerðir lögreglunnar með því að fullyrða að hundarnir hefðu verið óðir þegar yfirvöldin skárust í leikinn en eftir lögregluskýrslum að dæma þá voru þeir rólegir í fyrstu en urðu síðan órólegir þegar reynt var að taka þá með valdi.
Í framhaldi af þessum atburði efndi HRFÍ til borgarafundar um ófremdarástand í hundamálum á Íslandi og þær ofsóknir sem hundar og eigendur þeirra þurftu að sæta af hálfu yfirvalda. Hvatti fundurinn borgarfulltrúa til að styðja hugmyndir sem settar hefðu verið fram þess efnis að hundahald í borginni yrði leyft með ákveðnum skilyrðum og vísaði til tillögu sem HRFÍ hefði gert og sent til borgaryfirvalda þar af lútandi.
1984 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur í fyrsta skipti að veita undanþágur frá hundabanni sem í gildi hefur verið. Þótti samþykktin áfangasigur í málefnum hundeigenda, en yfirvöldum var ekki lengur stætt á öðru en að taka tillit til þess fjölda borgarbúa sem þá þegar hélt hund eða ætlaði sér að halda hund hvað sem tautaði og raulaði. Undanþága þessi átti að gilda í fjögur ár en þá átti að efna til atkvæðagreiðslu um hundahald í borginni.
1987 gekk Björgunarhundasveit Íslands til samstarfs við HRFÍ. Markmið Björgunarhundasveitarinnar er að þjálfa menn og hunda til leitar í snjóflóðum, skriðum og rústum.
HRFÍ byrjaði að mennta leiðbeinendur fyrir hvolpa og hundeigendanámskeiðs hjá Hundaskóla HRFÍ.
Á þessu ári má seigja að þáttaskil hafi orðið í hundamálum í Reykjavík þegar HRFÍ hélt hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal þann 13. september. Þetta var í fyrsta sinn sem sýning var haldin innanhúss. Heiðursgestur sýningarinnar var Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, og afhenti HRFÍ honum gullmerki félagsins fyrir framgöngu hans í málefnum hundeigenda í borginni.
Stjórn HRFÍ ákvað að stefna að stofnun aganefndar og því að siðareglur yrðu settar en miðað við tæpra 20 ára starfsaldur félagsins fannst stjórn tímabært að gera strangari kröfur á að hver félagsmaður virti lög og markmið félagsins.
Umboðsaðilar Pedigree Chum hundafóðurs óskuðu eftir samstarfi við HRFÍ og buðust til að gerast bakhjarlar félagsins á sýningum.
1988 var kosið um hundahald í Reykjavík og fór kosningin fram í Laugardalshöllinni. Á kjörskrá voru 68,525 manns. Þátttaka var mjög dræm eða 8,777 manns kusu. Túlkaði HRFÍ þessa litlu þátttöku sem svo að Reykvíkingar hefðu ekkert út á hundahald í borginni að setja. Atkvæði þeirra 12,8% kjósenda sem sáu ástæðu til að taka þátt, skiptust þannig: 39,4% vildu að reglur um hundahald héldust óbreyttar, andvígir því voru 60,15%. Auðir og ógildir seðlar voru 0,4%.
Að lokinni þessum kosningum gagnrýndi HRFÍ orðalag spurningarinnar sem lögð var fram við kjósendur en hún hljóðaði svona: Ertu fylgjandi núverandi skipan mála ?
Guðrún R. Guðjohnsen, þáverandi formaður HRFÍ, sagði á baksíðu DV að sumir hundeigendur hefðu ekki skilið hvað í spurningunni lá, þar sem þeir vildu breyttar reglur og hefðu svarað spurningunni þar af leiðandi neitandi.
Lýstu sumir borgarfulltrúa efasemdum sínum um hversu marktæk þessi kosning væri með hliðsjón af dræmri þátttöku og illa orðaðri spurningu.
1989 hélt HRFÍ upp á 20 ára afmæli sitt með 3 hundasýningum. Á afmælissýningunni, sem haldin var í Laugardalshöll, voru yfir 200 hundar skráðir í þátttöku.
1990 var byrjað að röntgenmynda hunda af talsverðu kappi til að kanna hvort mjaðmalos væri til staðar.
Reykjavíkurborg og HRFÍ undirrituðu leigusamning í maí. Samningurinn var til 5 ára og fól í sér að HRFÍ fengi afnot af íbúðarhúsnæði og tveimur skemmum í Mosfellsbæ, Sólheimakoti, og myndalegri jörð sem fylgdi. Í samningum kom fram að félagið ræki hundaskóla í Sólheimakoti og þyrfti ekki að greiða leigu, en aftur á móti öll opinber gjöld, t.d. fasteignaskatt og einnig allan rekstrakostnað. Var HRFÍ gert að skylt að halda öllum húsakosti vel við.
Starfsemi Hundaskóla HRFÍ var flutt í Sólheimakot og lagður var grunnur að Hundaskóla HRFÍ á landsbyggðinni.
Þann 18. ágúst, á afmæli Reykjavíkurborgar, var húsið formlega tekið í notkun.
Í maí 1991 tók langþráð einangrunarstöð til starfa í Hrísey, en HRFÍ hafði lengi vakið athygli á nauðsyn þess að einangrunarstöð yrði reist til að mögulegt yrði að flytja hunda til landsins.
HRFÍ stofnaði Svæðafélag Norðurland árið 1993 og kom fram að HRFÍ hygðist stofna fleiri svæðafélög.
Kafla í lögum HRFÍ um deildarsýningar var breytt þannig að svigrúm deilda yrði meira varðandi deildarsýningar.
Hundadagar voru í fyrsta skipti haldnir um sumarið 1993.
25 ára afmæli HRFÍ var haldið 1994 og var þá fyrsta alþjóðlega hundasýningin haldin hér á landi sem gaf svokölluð CACIB-sig, alþjóðleg meistarastig. Var sýning þessi haldin á Akureyri.
Þetta ár voru fjögur hundakyn bönnuð í Reykjavík. Um var að ræða Rottweiler, Doberman, Pitbull Terrier og Akita Ino. Vildi heilbrigðisfulltrúi að bannað yrði að hafa þessa hunda í borginni, þar sem þeir væru hættulegir.
DÍF átti 15 ára afmæli á árinu og minntist þeirra tímamóta með því að efna til ráðstefnu um íslenska fjárhundinn og um sumarið var haldin sýning á íslenska fjárhundinum í Sólheimakoti.
Þann 18. ágúst var Veiðihundadeild HRFÍ, VHD, stofnuð.
Þann 22. apríl 1995 hélt VHD fyrsta veiðiprófið á Íslandi fyrir standandi fuglahunda og þann 13. maí fyrir retrieverhunda.
Í júlí 2011 fékk Hundaræktarfélag Íslands fulla aðild að FCI - Fédération Cynologique Internationale, alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga sem HRFÍ hefur verið í samstarfi við síðan 1979!
Fédération Cynologique Internationale
Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu félagsins, þó að sum ár séu ekki nefnd þá er ekki þar með sagt að ekkert markvert hafi gerst. Ýmiss undirbúningsvinna fór fram sem varð að veruleika seinna.
Eins og sjá má af sögu félagsins þá var megin markmið þess að varðveita sérkenni íslenska fjárhundsins og er enn En fljótlega eftir stofnun HRFÍ fór félagið að verða eini málsvari og hagmunafélag hundeigenda á Íslandi þar sem réttindi hunda og eigenda þeirra höfðu verið fótum troðin um ára raðir. Minnti barátta félagsins í mörgu á viðeign Davíðs og Golíat þar sem berjast þurfti við mikla fordóma og neikvæðni yfirvalda í garð hundahalds sem og hluta landsmanna þar sem þessi sömu viðhorf voru ríkjandi í sálarlífi landans.
Saga HRFÍ einkennist af sigrum en baráttan er ekki búin, það er mikið eftir. En eins og sjá má af sögu HRFÍ þá sannast hið fornkveðna; Sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.