Dagskrá:
1. Stjórnarkjör
2. Önnur mál
Tvö sæti eru laus, eitt til tveggja ára og eitt til eins árs og er óskað eftir framboðum.
Úr stjórn ganga Margrét Bára Magnúsdóttir, Arnfríður Inga Arnmundsdóttir, sem ekki gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Sunna Líf Hafþórsdóttir, sem gengur úr stjórn. Í stjórn sitja Stefanía Sigurðardóttir og Helga Andrésdóttir, sem var endurkjörin, en Guðný Halla Gunnlaugsdóttir var kosin í stjórn á ársfundi deildarinnar sem var haldinn 21. mars og mun því sitja í þeirri stjórn sem tekur við á komandi starfsári.
Aðalfundur HRFÍ verður haldinn þann 17. maí og því var ákveðið að velja þessa dagsetningu til þess að deildarmeðlimir sem búa fjær fundarstað geti samnýtt ferðina.
Athugið !
Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
Allir velkomnir,
stjórn deildar íslenska fjárhundsins