Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
skýrsla gjaldkera
kosning: kosið er um þrjú sæti
önnur mál
Aðalfundur schnauzerdeildar verður haldinn 8. júní kl: 20 á skrifstofu Hrfí Síðumúla 15
Dagskrá: Skýrsla stjórnar skýrsla gjaldkera kosning: kosið er um þrjú sæti önnur mál
0 Comments
Ársfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15, þriðjudaginn 1.júní 2021 og hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum og eru þeir kosnir til 2 ára, tveir og þrír í senn. Kjósa þarf um þrjú sæti í stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar. Svava Björk Ásgeirsdóttir lætur af störfum eftir þriggja ára setu í stjórn og Birna Sólveig Kristjónsdóttir lætur af störfum eftir tveggja ára setu í stjórn. Einnig hefur núverandi formaður, Jónína Guðmundsdóttir, óskað eftir því að láta af störfum eftir eitt ár í starfi. Þeim er öllum kærlega þakkað sitt framlag til deildarinnar og óskað velfarnaðar í sínum verkefnum. Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn deildar. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu er skemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt, og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér og að þátttakendur séu með mismunandi sýn og reynslu. Áhugasamir frambjóðendur geta sent okkur póst á smalahundar@gmail.com. Heimasíða deildar er: www.smalar.net Endilega hafið samband við stjórn á netfangið smalahundar@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Kveðja; Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar Ársfundur Fuglahundadeildar verður haldinn á skrifstofu HRFÍ föstudaginn 28. maí kl. 19:30.
Dagskrá: Ársskýrsla Ársreikningur Heiðrun stigahæstu hunda ársins 2020 Kosning tengiliða ef þurfa þykir; Bracco Italiano, Breton, Gordon Setter, Korthals Griffon, Pointer, Pudelpointer, Vizsla og Weimaraner. Kosning stjórnar (þrjú laus sæti í stjórn) Önnur mál Hlökkum til að sjá sem flesta. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgegni hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Bestu kveðjur Stjórn FHD Ársfundur Deildar íslenska fjárhundsins verður haldinn í Sólheimakoti 20. maí 2021, kl. 20:00
Venjuleg aðalfundarstörf, afhending viðurkenninga, stjórnarkjör, önnur mál. Verið velkomin, kveðja stjórnin. Ársfundur Chihuahuadeildar
Ársfundur Chihuahuadeildar verður haldinn miðvikudaginn 26. mai 2021 kl 20:00. Fundurinn fer fram í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15. Dagskrá: · Kosning fundarstjóra og ritara · Lögmæti fundar kannað · Skýrsla stjórnar 2020 · Ársreikningur 2020 · Stjórnarkjör (þrír ganga úr stjórn; Daníel Örn Hinriksson, Kristín Þórmundsdóttir og Anna Guðný Jónsdóttir) tvö hafa ákveðið að gefa kost á sér aftur, eitt sæti laust. · Önnur mál |
DeildarfréttirÁ þessa síðu eru settar inn fréttir og tilkynningar sem berast frá deildum HRFÍ. Deildir skulu senda inn tilkynningar á netfangið hrfi@hrfi.is. Eldri fréttir
July 2023
|