Dagskrá:
1. Ársskýrsla um starfsemi deildarinnar 2018
2. Kosning til stjórnar ( 3 sæti)
Kosning í stjórn fer fram ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjöld sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir, hafa lokið tveggja ára setu í stjórn. Gerður gefur kost á sér til áframhaldandi starfa, en Ingibjörg og Þóra gefa ekki kost á sér. Við hvetjum áhugasama til að gefa kost á sér.
3. Skipað í nefndir ( Göngu- og kynningarnefnd)
4. Önnur mál
Að loknum fundi verða stigahæstu hundar ársins og elsti öldungur heiðraðir.
Kaffiveitingar í boði deildarinnar.
Að loknu kaffihléi mun Auður Sif Sigurgeirsdóttir svo flytja erindið: „Sýningarhundurinn: Þjálfunin og hringurinn”.