fimmtudaginn 23 mars 2023 kl 18:00á Skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15.
Á dagskrá eru hefðbundin ársfundar störf.
Kosning fundarstjóra og ritara
Ársskýrsla stjórnar og gjaldkera.
Kosning stjórnarmeðlima. Tvö sæti eru laus til tveggja ára.
Stigahæstu hundar í opnum flokk og unghundar verða heiðraðir
Önnur mál
Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum og eru þeir kosnir til tveggja ára, tveir og þrír í senn.
Kjósa þarf um tvö sæti í stjórn .
Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn deildar.
Að vinna í stjórn DESÍ er skemmtilegt og fjölbreytt og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt að mörkum til að efla Deild Enska Setans .
Gerum Deild Enska Setans betri. Það er styrkur okkar að sem flestir mæti.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í DESÍ geta haft samband við desistjorn@gmail.com.
Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér.
Sjáumst hress.
Stjórn DESÍ