Ársfundur DESÍ verður haldinn föstud 21 feb. kl.19, í húsakynnum HRFÍ. Síðumúla 15. Verkefni ársfundar: Almenn aðalfundarstörf. Farið yfir árskýrslu. Kosið um 3 laus sæti til tveggja ára. Heiðrun stigahæðstu hunda deildarinnar. Önnur mál. Ef það eru einhver mál sem félagsmenn vilja ræða á ársfundinum sendið erindið á desistjorn@gmail.com . Ekki skilda en gefur möguleika á meiri umræðu. Hvetjum félagsmenn til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Takið daginn frá og sjáumst hress. Stjórn DESÍ.
0 Comments
Leave a Reply. |
DeildarfréttirÁ þessa síðu eru settar inn fréttir og tilkynningar sem berast frá deildum HRFÍ. Deildir skulu senda inn tilkynningar á netfangið hrfi@hrfi.is. Eldri fréttir
October 2023
|