Ársfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15, fimmtudaginn 25.mars 2021 og hefst kl. 20.00.
Á dagskrá eru hefðbundin ársfundarstörf.
· Kosning fundarstjóra og ritara
· Skýrslur tengiliða
· Ársskýrsla stjórnar
· Ársuppgjör frá gjaldkera
· Kosning um reglur tengiliða tegunda
· Kosningar tengiliða allra tegunda
· Kosning stjórnarmeðlima. Þrjú sæti eru laus til tveggja ára.
· Stigahæstu vinnuhundar í öllum flokkum verða heiðraðir
· Önnur mál
Á aðalfundinum verður kosið um nýjar reglur tengiliða tegunda en reglurnar hafa verið birtar á heimasíðu deildarinnar, sjá hér að neðan, og á Facebooksíðu. Við hvetjum alla félagsmenn að kynna sér efni reglnanna og nýta kosningarétt sinn.
Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum og eru þeir kosnir til 2 ára, tveir og þrír í senn. Kjósa þarf um þrjú sæti í stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar. Svava Björk Ásgeirsdóttir lætur af störfum eftir þriggja ára setu í stjórn og Birna Sólveig Kristjónsdóttir lætur af störfum eftir tveggja ára setu í stjórn. Einnig hefur núverandi formaður, Jónína Guðmundsdóttir, óskað eftir því að láta af störfum eftir eitt ár í starfi. Þeim er öllum kærlega þakkað sitt framlag til deildarinnar og óskað velfarnaðar í sínum verkefnum. Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn deildar. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu er skemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt, og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér og að þátttakendur séu með mismunandi sýn og reynslu. Áhugasamir frambjóðendur geta sent okkur póst á smalahundar@gmail.com. Heimasíða deildar er: www.smalar.net Endilega hafið samband við stjórn á netfangið smalahundar@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Kveðja;
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeilda