Áður auglýstur ársfundur deildarinnar sem var frestað vegna Covid-19, verður haldinn að Tröllateigi 29, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 20. maí kl. 20:00.
Dagskrá:
Ársskýrsla stjórnar
Kosning tveggja stjórnarmanna til 2ja ára
Önnur mál
Hvetjum félaga til að mæta og að sjálfsögðu virðum við fjarlægðarmörk og förum eftir tilmælum sóttvarnalæknis.
Kosningarétt hafa skuldlausir félagar við HRFÍ og eiga Írskan setter. Hjón hafa bæði kosningarétt, hvort sem þau greiða félagsgjald saman eða sitt í hvoru lagi.