Ársfundur verður haldinn á skrifstofu félagssins, Síðumúla 15, Reykjavík
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Kosning stjórnarmanna, laus eru 2 sæti stjórnarmanna sem varamenn
4. við óskum eftir framboðum í ræktunarráð SHD, meðal hlutverka ræktunarráðs er að taka fyrir pörunarbeiðnir og ráðleggja stjórn um afgreiðslu, halda utan um upplýsingar um hundakyn og vera stjórn deildarinnar til ráðgjafar um málefni tengd viðkomandi hundakynjum, því óskum við eftir aðilum með reynslu á sviði ræktunar og heilsufars
5. við óskum eftir framboðu í viðburðar og göngunefnd SHD, sem munu halda utan um að lágmarki 4 göngur á ári fyrir deildina og viðburði á vergum deildarinnar.
6. Önnur mál
“Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann."
Í framboði í stjórnarkjöri til varamanns eru:
Hulda Hrund
Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn fimm dögum fyrir aðalfund.
Stjórn Smáhundadeildar Hundaræktarfélags Ísland