Sýningin verður haldin í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ.
Dómari að þessu sinn er Peter Snijders frá Hollandi og er hann sérhæfður schäferdómari.
Hvetjum sem flesta að taka þátt og vera með í fjörinu.
Búið er að opna fyrir skráningu og hægt að skrá sig í gegnum DKK danska skráningarkerfið.
Boðið verður upp á að skrá á sýninguna frá 3.mán aldri og upp úr.
Skráningargjald fyrir hvolpaflokk 3-6.mán og 6-9.mán er 3.100 kr
Skráningargjaldið fyrir hunda eldri en 9.mán er 6.100 kr
Skráningarfrestur er til sunnudagsins 29. september 2019
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn schäferdeildar.
Aðalstyrktaraðili schäferdeildar er Belcando www.dyrafodur.is