Dómaraviðtöl
Hér munu birtast viðtöl við dómara sýningar.
Hvolpasýning 12. júní 2021

Viðtöl við dómara hvolpasýningar | |
File Size: | 116 kb |
File Type: |

Viðtöl við ræktendur - Besti hvolpur og besta ungviði | |
File Size: | 8494 kb |
File Type: |

Viðtal við dómara ungra sýnenda | |
File Size: | 581 kb |
File Type: |
Norðurljósasýning - Febrúar/mars 2020
Viðtöl og þýðing: Svava Björk Ásgeirsdóttir
Fyrsta sýning ársins var heldur betur glæsileg í alla staði og var þetta langstærsta sýning sem félagið okkar hefur haldið. Tæplega 900 hundar voru skráðir á sýninguna sem verður að teljast framúrskarandi skráning! Sýningin var sérstaklega glæsileg og er upplifun dómaranna mjög góð. Það er ekki of oft kveðin sú vísa um að margar hendur vinni létt verk og er uppskeran ríkuleg og eitthvað sem allir félagsmenn sem sækja sýningarnar njóta góðs af. Hundaræktarfélag Íslands getur verið virkilega stolt af sýningunum sem fer framúrskarandi orðspor af á erlendri grundu.
Vegna fjölda skráninga þurfti að bæta við dómara á sýninguna en þeir voru sjö talsins: Tracey Douglas frá Írlandi, Ligita Zake frá Lettlandi, Tatjana Urek frá Slóveníu, Levente Miklós frá Ungverjalandi, Bo Skalin frá Svíþjóð, Harry Tast frá Finnlandi og Marie Callert frá Svíþjóð.
Keppni ungra sýnenda var mjög vel sótt að þessu sinni og fór hún fram á laugardeginum. Alls voru 29 ungir sýnendur skráðir til leiks, 17 í eldri flokki og 12 í þeim yngri. Dómari keppninnar var Theodóra Róbertsdóttir og stóð hún sig með stakri prýði að mati viðstaddra. Theodóra hefur langa reynslu að baki sem ungur sýnandi og var gleðilegt að sjá hana í þessu hlutverki.
Hér á eftir má finna ummæli þeirra dómara sem gáfu sér tíma til að svara spurningum okkar á þessum undarlegu tímum í heiminum í dag, en heimsfaraldurinn hafði því miður sitt að segja um svörun dómara að þessu sinni. Því miður náðust ekki viðtöl við Bo Skalin né Tatjönu Urek.
Theodóra Róbertsdóttir, dómari í keppni ungra sýnenda
Theodóra er mörgum að góðu kunn, hún hefur verið viðriðin sýningar HRFÍ til fjölda ára. Fyrst sem ungur sýnandi frá blautu barnsbeini og á seinni árum hefur hún sýnt sína eigin hunda sem og annarra af hinum ýmsu tegundum. Keppni ungra sýnenda fór fram á laugardegi og voru 29 ungir sýnendur skráðir til leiks að þessu sinni.
Forréttindi að fá að dæma þennan flotta hóp
Að mati Theódóru stóðu ungu sýnendurnir sig almennt mjög vel. Þeir voru blíðir og góðir við hundana, sýndu þeim þolinmæði og voru kurteisir hver við annan. Það voru forréttindi að fá að dæma þennan flotta hóp af sýnendum.
Í hvað horfirðu helst þegar þú dæmir unga sýnendur?
Þegar Theodóra er spurð að því hvað henni finnst mikilvægast þegar hún er að dæma unga sýnendur segir hún að það sé mikilvægt að sýnandinn sé með tilfinningu fyrir hundinum og sýni honum virðingu. Það sé margt sem spilar inn í það hvernig sætunum er svo raðað. Hún segir skipta miklu máli að sýnandinn sýni henni að hann sé að gera sitt besta, sé með gott taumsamband við hundinn, tali til hans og sé að njóta sín í hringnum. Það skiptir máli að þekkja tegundina sem sýnandinn sýnir, þekkja hlutina sem gera tegundina einstaka bæði í uppstillingu og hreyfingu og svo þegar sýnandinn er spurður nánar um þekkingu hans.
Skiptihundar og slökun
Theodóra segir að sér finnist oft gott að sjá bestu sýnendurna í eldri flokki þann daginn skipta um tegund, bara til þess að sjá hvernig framkoma þeirra er við ókunnugan hund og hvernig þau leysa verkefnið. Það sem skiptir hana líka máli er að sýnendurnir sýni henni að þau viti hvað þau eru að gera, nái athygli og séu undirbúin. Theodóra segist hafa beðið sýnendurna um að slaka á með hundunum meðan þau væru að bíða. Hún fylgdist með þeim á meðan svo og sá hvernig samskiptin þeirra voru við hundinn þegar pressan var tekin af þeim.
Upplifunin mjög góð og gott val á hundum
Theodóra nefnir að hún hafi verið mjög heppin að hafa bæði Ernu Sigríði Ómarsdóttur og Ingunni Ómarsdóttur sér til handar að rita fyrir hana umsagnir og halda utanum skipulag í hringnum. Ennfremur vill hún nýta tækifærið og hrósa foreldrum og aðstandendum ungu sýnendanna fyrir val á hundum í keppninni. Hundarnir hafi verið mismikið þjálfaðir en voru allir geðgóðir og rólegir sem er lykilatriði fyrir sýnendurna.
Yngri flokkur
Theodóra segir að yngri flokkurinn sé mjög lofandi og að þau hafi sýnt mikla hæfileika þrátt fyrir ungan aldur. Erfitt hafi verið að gera upp á milli þeirra en þau ættu öll bjarta framtíð fyrir sér.
Það sem heillaði hana við sigurvegarana í yngri flokki:
1.sæti – Hún var jákvæð, brosti alltaf til hundsins og fylgdist vel með því sem var að gerast. Hún var full af fróðleik um cavalier og sýndi tegundina mjög fagmannlega.
2.sæti – Hún skemmti sér konunglega í hringnum, var góð við hundinn sinn sem var stór og kröftugur pudelpointer. Það er krefjandi að sýna stóran öflugan veiðihund og hún gerði það virkilega vel.
3.sæti - Hún var jákvæð og vissi alveg hvað hún var að gera. Var búin að læra mikið heima og sýndi cavalierinn sinn faglega. Góðar uppstillingar og var ljúf við hundinn sinn.
4.sæti – Hún var yfirveguð, jákvæð og brosmild. Hún sýndi dachshund sem er erfið tegund að sýna og negldi uppstillingarnar í hvert skipti – undir lokin var hundurinn orðinn þreyttur en hún leysti það vel og hélt áfram að vera ljúf við hundinn.
Þegar Theodóra er innt eftir ráðum handa sýnendum í yngri flokki segir hún að það skipti miklu máli að vera virkur í daglegri ummönnun hundanna, það sé mikill lærdómur. Að æfa sig heima og á sýningarþjálfunum er einnig mikilvægur partur af því að verða betri sýnandi. Muna að njóta þess að fá að vinna með hundunum bæði utan hringsins sem og innan hans.
Eldri flokkur
Að mati Theodóru var eldri flokkurinn virkilega sterkur. Hún ákvað að velja sjö sýnendur sem komust áfram og valdi hún þar af fjóra efstu. Það voru smáatriði sem fóru að telja þegar hópurinn er svona jafn. Með æfingu og reynslu í hringnum eykst tilfinningin hjá keppendum fyrir því hvað það er sem kemur þeim áfram.
Það sem heillaði hana við sigurvegarana í eldri flokki:
1.sæti - Hún sýndi afghan hound. Hún skemmti sér svo vel með hundinum sínum og það skein í gegn alla keppnina. Hún passaði sig að halda alvarleikanum þegar við átti og svo leika við hundinn þegar tími gafst til. Tímasetningar voru góðar og hún sýndi tegundina virkilega vel.
2.sæti – Hún sýndi afghan hound. Virkilega klár sýnandi sem var alltaf með tímasetningar á hreinu. Hún átti mjúkt og fallegt samband við hundinn sinn og sýndi hann virkilega faglega.
3.sæti – Hún sýndi soft coated wheaten terrier af mikilli aðdáun. Hafði mikla tilfinningu fyrir verkefninu og hélt blíðleikanum við hundinn á sama tíma og hún sýndi tegundina rétt og vel. Þekkingin á tegundinni var einnig mjög góð.
4.sæti – Hún sýndi ungan og orkumikinn ástralskan fjárhund. Hún hafði mikla þolinmæði og leysti verkefnið á fallegan og yfirvegaðan hátt, passaði að tala rólega til hundsins þegar á reyndi og hrósaði vel þegar það átti við. Hún sýndi tegundina mjög vel.
Þegar hún er spurð út í ráð handa sýnendum í eldri flokki segist hún þekkja það frá eigin reynslu að það sé oft mikið stress í kringum keppnirnar. Mikilvægast af öllu sé að njóta þess að sýna hundana og hafa gaman. Þetta sé fullkominn tími til að læra meira og draga í sig þekkingu á hinum ýmsu hliðum hundahalds og frekari vinnu með hundunum. Allt sem maður gerir með þeim skilar sér í sýningarhringnum.
Æfingin skapar meistarann!
Að mati Theodóru er afar mikilvægt að halda áfram að æfa heima og mæta á æfingar. Orðatiltækið æfingin skapar meistarann eigi vel við hérna. Gott sé að læra líka almennt um hundahald í daglegu lífi, heilsufar hundanna og skapgerð, það hjálpi til við að þroskast sem sýnendur og hundaeigendur.
Þjálfarar á réttri leið með þennan flotta hóp
Gott er að þjálfarar skiptist á að þjálfa sýnendurna að mati Theodóru. Það tryggi aukna fræðslu og kennslu á mismunandi áhugasviðum sýnendanna. Við séum heppin með það að hér séu margir færir sýnendur sem koma að starfi ungmennadeildarinnar og séu tilbúnir til að miðla kunnáttunni áfram.
Harry Tast frá Finnlandi
Þetta var í þriðja sinn sem Harry Tast kemur hingað til lands til að dæma á sýningu HRFÍ. Að þessu sinni dæmdi hann hunda úr tegundahópum 6, 9 og 10 á laugardeginum og úr tegundahóp 3 og 5 á sunnudeginum. Að hans mati var sýningin í háum gæðaflokki líkt og í síðustu skipti sem hann dæmdi hér, aðeins hafði staðsetning sýningar breyst síðan síðast. Hann kannaðist þó við sig þar sem hann hafði einhvern tímann farið á hestbak í reiðhöllinni sem honum þótti gaman að rifja upp.
Íslenski fjárhundurinn stóð upp úr
Að hans sögn var algerlega toppurinn fyrir hann persónulega að fá að dæma íslenska fjárhundinn. Það hefði verið algerlega magnað. Það sé ávallt mikill heiður fyrir dómara að fá að dæma þjóðarhund í hverju landi. Þetta var í þriðja sinn sem hann dæmir tegundina og gat vel merkt jákvæðar breytingar í ræktuninni frá því síðast. Að hans mati er tegundin afar sterk hér með góða einstaklinga og mikinn metnað í ræktun. Að hans mati voru heildargæði í íslenska fjárhundinum í fyrsta skipti sem hann dæmdi þá hér sérlega heillandi. Í annað skiptið, fyrir sjö árum síðan, var hann svekktur með gæðin, fannst þau hafa dalað. Þá voru þeir nokkuð margir of lágfættir og of þungir á sér sem mættu í dómhring til hans. Að þessu sinni var hann afar ánægður með að geta sagt að tegundin hafi þróast á afar jákvæðan hátt, sérstaklega hafi það verið tíkurnar sem báru af sér góðan þokka að þessu sinni og voru nokkrar afar tegundatýpískar.
Tilfinningarnar tóku völdin
Harry upplifði mjög tilfinningaríka stund í hringnum þegar dómur um besta hund tegundar stóð yfir. Í úrslitum voru hundar sem bæði voru öldungar og með þeim sýnendur sem sögðu honum frá því að fyrir sjö árum síðan hafi þau öll staðið þarna í úrslitum, sömu sýnendur og sömu hundar, þá sem bestu hvolpar tegundar. Að þessu sinni komu bestu hvolpar tegundarinnar frá sama ræktanda og voru sama týpan og gæðin, mjög svo björt framtíð blasir við þeim báðum að mati Harry.
Glæsilegir dalmatíuhundar sem og tíbet spaniel hundar
Í tegundahóp 6 voru bestu heildargæðin í dalmatíuhundunum. Harry var mjög ánægður að sjá fallega tík vinna tegundina og með henni mjög lofandi afkvæmi, ungliða, í afkvæmahóp. Harry nefnir einnig tíbet spaniel hundana. Harry hafði dæmt þá á sýningu í Reykjavík fyrir nokkrum árum og var þá skráningin ekki svona góð, en hundarnir voru af réttri tegundagerð og í góðum gæðum. Núna var fjöldi hundanna þrefaldur, en gæðin meira blönduð að hans mati. Tíkin sem var besti hundur tegundar var afar falleg og besti rakkinn, öldungur, var af góðum gæðum og í afar góðu sýningarformi. Bæði tvö gætu unnið hvar sem er í heiminum.
Fallegur havanese í týpu og skapgerð
Harry nefnir einnig besta hund tegundar í havanese þegar hann hugsar um hvað stóð upp úr hjá honum á sýningunni. Sá hundur hafi verið í háum gæðaflokki, mjög týpískur bæði í týpu og í skapgerð sem sé afar mikilvægt að haldist í hendur.
Afar góðir irish soft coated wheaten terrier og fallegar whippet tíkur
Terrier hundarnir voru ekki margir, bæði í fjölda og í fjölda tegunda innan tegundahópsins. Þarna hefðu verið nokkrir irish soft coated wheaten terrier hundar sem létu til sín taka og hefðu þeir sýnt sig afar vel í ræktunarhóp þar sem rétt bygging þeirra var sameinuð hárréttri feldgerð. Það sé afar erfitt að ná fram í þessari tegund og vildi Harry koma sérstaklega á framfæri hamingjuóskum og hrósi til viðkomandi ræktanda. Harry nefnir einnig whippet hunda þegar hann rifjar upp sýninguna. Sumir hefðu verið í stærra lagi en nokkrar tíkur hefðu verið afar fallegar. Hann var sáttur að sjá bæði ungliðatíkina og unghundatíkina vinna í úrslitum.
Virðulegir og glæsilegir öldungar
Varðandi úrslitin þá dæmdi Harry besta öldung sýningar. Hann var afskaplega ánægður með þá hunda sem voru þar í lokaúrtakinu. Þessi heillandi íslenski fjárhundur var algerlega þarna kominn til þess að vinna. Fast á hæla honum var tíbet spaniel hundur, fyrsta flokks fulltrúi tegundar og í súper sýningarstuði. Enskur cocker með mjög fallegar hreyfingar og glaðlegt dillandi skottið var þriðji í úrslitum um besta öldung sýningar. Í fjórða sæti var svo svartur miniature schnauzer af smærri gerðinni.
Framúrskarandi hringstjórar og frábært undirlag fyrir hundana
Varðandi sýninguna sjálfa var Harry afar ánægður með sýningarsvæðið, stórir og góðir hringir, gott undirlag sem gaf hundunum gott tækifæri til að sýna hreyfingar sínar vel.
Starfsfólkið hafi verið vinalegt og gestrisið, hugsuðu mjög vel um dómarana og hann naut sín bæði í dómarastarfinu sem og í frítímanum sem hann hafði á meðan á dvöl hans stóð. Hringstjórar hafi verið mjög reynslumiklir og vissu hvernig átti að stýra hringnum á mjög skilvirkan og vinalegan hátt. Samskipti hans við sýnendur voru góð og hefur Harry alla tíð dáðst að metnaði og þekkingu íslensks hundaáhugafólks. Ræktendur virðast þekkja sínar tegundir út í gegn og vita líka hvað þeir þurfa að flytja inn fyrir ræktunina sína.
Hann hafi verið ánægður með snilli sýnenda sinna í hringnum, það kom honum ekki á óvart þegar hann frétti að einn þeirra hefði verið að keppa í ungum sýnendum á Cruft´s. Það hafi þó ekki allir sýnendur verið hoknir af reynslu og sumir sögðu honum að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir væru að sýna hunda í dómhring. Það mætti líkja andrúmsloftinu í dómhring íslenska fjárhundsins við það þegar finnsku veiðitegundirnar eru sýndar í Finnlandi. Sýnendur hefðu gert sitt besta á jákvæðan máta og í góðri samvinnu náðist að meta hvern einasta hund í hringnum.
Harry vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til sýninganefndar og skipuleggjenda. Það væri alltaf ánægjulegt þegar hann fer að dæma erlendis að sjá líka eitthvað annað en sýninguna og sýningarsvæðið. Hann hafi fengið að upplifa íslenska menningu og sögu í þessari ferð og það hefði hann virkilega kunnað að meta.
Ligita Zake frá Lettlandi
Ligita Zake var að dæma hér á landi í annað sinn, síðast var hún hér að dæma árið 2011. Að þessu sinni var hún að dæma hunda úr tegundahópi 2 á laugardegi, schnauzer, og á sunnudeginum dæmdi hún hunda úr tegundahópum 5 og 8 á sunnudeginum. Það hafa orðið stórar breytingar hér að hennar mati. Árið 2011 voru nokkur hundruð hundar skráðir á sýninguna en að þessu sinni um 900 hundar sem er afskaplega góð skráning, jafnvel á stórum alþjóðlegum sýningum í Evrópu. Gæðin í mörgum tegundum hér hafi verið nokkuð góð og það fannst henni mjög jákvætt.
Góð gæði í sumum tegundum en snyrtingu ábótavant í öðrum
Þegar hún er spurð um hvað hafi staðið upp úr í þeim tegundum sem hún dæmdi nefnir hún að í dverg schnauzer hundum hafi verið of margir hundar sem voru of stórir og ekki nægilega vel snyrtir. Í tegundahóp 5 var hún nokkuð ánægð með gæðin í samoyed hundum, spitz hundum sem og í siberian husky hundunum.
Hefði gjarnan viljað sjá fleiri hvolpa
Þegar hún hugsar um yngri hundana sem hún fór höndum um segir hún að þar hafi verið ein ung samoyed tík sem hafi verið í háum gæðaflokki. Því miður hafi hún ekki fengið neina unga hvolpa til sín í hringinn sem henni þótti miður.
Hvetur til frekari þekkingar á sviði hundasnyrtingar
Ligita nefnir að hún hafi verið mjög hugsi yfir stöðunni í snyrtingu hunda almennt hér á landi. Hún bendir á að við þyrftum að fá sérfræðinga til landsins til þess að kenna landanum að snyrta hundana og undirbúa feld þeirra betur fyrir sýningar. Í schnauzer hundum voru feldgæðin alls ekki góð að hennar mati og í nokkrum öðrum tegundum hafi hún tekið eftir algerlega röngum vinnubrögðum við snyrtingu hundanna.
Góð skapgerð, hraustir einstaklingar og glæsilegir fulltrúar í úrslitum
Ligita var ánægð með skapgerð þeirra hunda sem hún fékk í hringinn til sín í heildina litið. Hún hafi ekki tekið eftir neinum heilsufarsvandamálum, nánast allir hefðu haft góða byggingu og vera af réttri tegundagerð. Þegar talið berst að úrslitum segir hún að sigurvegarar í tegundahóp hafi verið mjög glæsilegir fulltrúar tegundanna og gætu vel keppt í öðrum löndum Evrópu.
Almennt ánægð með umgjörð sýningarinnar
Sýningin sjálf, skipulag hennar og umgjörðin hafi verið afbragðs góð og starfsfólk fullkomið í sínum störfum. Allt hafi verið gert til þess að láta hlutina ganga vel og skilvirknin frábær svo það hefði verið mjög gott að sinna dómarastarfinu í hringnum. Sýnendur voru að mati Ligitu snyrtilegir og kurteisir. Ef hún ætti að gefa þeim einhver ráð væri það að skoða uppstillingar. Eins og annarsstaðar í heiminum þar sem hún hefur dæmt, er þörf á að sýnendur bæti sig í að horfa betur á séreinkenni þeirra tegunda sem þeir eru að sýna og gera sér grein fyrir hvernig best sé að stilla hverjum og einum hundi upp fyrir framan dómarann án þess að ýkja hundinn of mikið. Hundar eiga að fá að vera náttúrulegir í hringnum sem annarsstaðar. Að mati hennar er félagið okkar á réttri leið, það sé ekki einfalt mál að rækta hunda á okkar landi vegna þeirra skorða sem okkur eru settar. Tegund eins og t.d. enskur cocker spaniel er í mjög háum gæðum hér og mörg lönd yrðu afbrýðissöm vegna þeirra.
Mælir með fleiri námskeiðum
Hún vill hvetja félagsmenn til að afla sér meiri þekkingar með því að halda t.d. námskeið með leiðbeinendum sem titla sig sérfræðinga í hverri tegund sem og í snyrtingu og feldhirðu. Ísland er afar hrífandi land og hún var mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að dæma hér aftur og njóta þess sem var boðið upp á.
Levente Miklós frá Ungverjalandi
Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Levente Miklós kemur hingað til lands að dæma á sýningu HRFÍ. Hann mundi ekki hvort þetta hafi verið þriðja eða fjórða skiptið en alltaf sé það þess virði. Hann sé afar heppinn að fá tækifæri til þess að koma hingað til að sinna dómarastarfinu. Hér sé afbragðs gestrisni, frábær umgjörð um sýningarnar og skemmtilegt andrúmsloft. Hann dæmdi hunda úr tegundahópum 2 og 7 á laugardeginum og úr tegundahóp 1 á sunnudeginum.
Margt vatn runnið til sjávar
Þegar Levente kom hingað fyrst til að dæma var hann einn fárra dómara, jafnvel sá eini. Hann dæmdi um 150 hunda á tveimur dögum. Þá hafi gæðin verið góð, sumir framúrskarandi. Hann segir allt hafa eflst og vaxið síðan hann kom hingað fyrst, gæði sumra tegunda, betra skipulag sýningarinnar sem og aukningu í fjölda skráðra hunda.
Nokkrar framúrskarandi tegundir í gæðum en aðrar síðri
Miniature pinscher heillaði Levente sem og berner sennen hundarnir. Hann fékk einn gullfallegan bracco í hringinn til sín sem og dásamlegar vizlur. Síðast þegar hann dæmdi þær hér hafi þær ekki haft nægilega góðan lit, nú hafi liturinn verið óaðfinnanlegur. Þýski pointerinn hafi einnig verið í góðum gæðum sem og white swiss shepherd hundarnir, þeir hafi verið í afskaplega miklum gæðum. Þýski fjárhundurinn væri ekki eins góður og hann var forðum og einn fallegur briard hefði stolið athygli hans í hringnum. Þýski fjárhundurinn var miklu betri en sé nú með fleiri vandamál. Hann sé of þröngur að framan, með of mikla vinkla að aftan, hæklarnir ekki nógu góðir og hreyfingar of þröngar. Sýnendur yrðu ennfremur að passa sig að ofteygja ekki hundana þegar þeir eru að stilla þeim upp, það hafi hann séð of mikið af, með þeim afleiðingum að topplínan verður ekki rétt. Enski setterinn og gordon setterinn ættu að hafa jafna topplínu en hún hefði ekki sýnt sig á þessari sýningu hjá þeim hundum. Hann hafi reynt að biðja sýnendur að stilla þeim ekki svona upp en fékk ekki hlustun, það sama hafi átt við um afghan hundinn í úrslitum.
Frábærir sýnendur og góð þróun í hæfni þeirra
Levente var ánægður með hæfni íslensku sýnendanna og sagði það hefði verið afskaplega gleðilegt að sjá breiðan aldur fólks vera að sinna því hlutverki í hringnum. Gæði hundanna hefðu verið góð sem og gæði sýnendanna.
Björt framtíð og góðir hundar í úrslitum sýningar
Hann nefnir að við séum heppin, hér séu ungu hundarnir í flestum tegundum í betri gæðum heldur en þeir eldri svo framtíðin sé björt. Varðandi úrslit sýningarinnar var hann mjög ánægður með gæðin í úrslitum um besta hund sýningar en í sumum tegundahópum hafi ekki allir hundar verið framúrskarandi að hans mati. Levante var afskaplega sáttur og þakklátur fyrir veru sína hér og óskar félaginu og félagsmönnum alls hins besta, frábær gestrisni nú sem endranær.
Tracey Douglas frá Írlandi
Tracey Douglas dæmdi labrador retriever hunda á sunnudeginum þar sem um 85 hundar voru skráðir til leiks. Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands til að dæma og var hún mjög ánægð með sína upplifun. Hún hafi verið spennt yfir því að fá að dæma labradorinn hér og sjá heildargæðin með eigin augum.
Nauðsynlegt að bæta stofninn með nýjum hundum
Að hennar mati væri hægt að bæta gæði tegundarinnar hér á landi. Það voru nokkrir gullfallegir einstaklingar í flokkunum og hún var mjög ánægð með þá hunda sem hún valdi í úrslitum um besta hund tegundar. Tracey fékk til sín allnokkra hvolpa í dómhring og að hennar mati væri vel hægt að bæta gæði hvolpa og ungra hunda í tegundinni.
Þegar hún er spurð út í hvað það sé helst sem ræktendur ættu að varast nefnir hún að það hefðu verið nokkur atriði sem hún fór að hugsa um. Það væri alltaf varhugavert þegar verið væri að nota „vinsælasta“ hundinn hverju sinni til undaneldis. Sá hundur hentar kannski ekki alltaf tíkinni sem á að rækta undan. Ræktendur ættu alltaf að hafa í huga að rækta til þess að bæta það sem fyrir er. Það sem hún tók einna helst eftir var að það voru of margir með kringlótt augu, beinar axlir, ekki nægilega góða fótagerð og röng skott. Varðandi skapgerð á labrador ekki að vera feiminn.
Flestir í frábæru formi
Tracey var sérstaklega ánægð með líkamlegt ástand hundanna sem hún dæmdi. Þeir hefðu verið í góðu formi og stæltir. Augu hefðu verið með réttan lit, og bit tanna verið rétt. Sterkir hálsar sem er afskaplega mikilvægt í tegund sem vinnur og þarf að bera bráð jafnvel lengri vegalengdir. Varðandi hunda í úrslitum sagði Tracey að þarna hefðu verið samankomnir virkilega fallegir einstaklingar sinnar tegundar og hún naut þess að dæma tegundina.
Virkilega glæsileg sýning í alla staði
Í úrslitum sýningar hafði hún mjög gaman af því að fylgjast með, hér væri fyrirkomulagið aðeins öðruvísi en á Írlandi, þar sem þau tilkynna alltaf úrslitin í öfugri röð en gert er hér. Sýningin var virkilega falleg í uppsetningu að hennar mati og skipulag hennar mjög gott. Starfsfólkið hefði verið frábært og hún nefnir að það skipti miklu máli að starfsfólk í hring vinni vel saman. Þetta fólk ætti hrós skilið fyrir framlag sitt. Það væri þó ábótavant hjá sumum sýnendum að skilja að álit dómara er bara álit einnar manneskju á þessum tiltekna degi. Þeir séu ekki þarna til þess að móðga neinn og eru þarna að dæma það sem er í hringnum hverju sinni á stað og stund. Þetta sé ekki persónulegt og fólk verði að virða það og virða störf dómara.
Mikilvægt að halda áfram að bæta tegundina
Þegar Tracey var innt eftir atriðum sem hún teldi að mætti bæta nefndi hún tvö atriði. Í fyrsta lagi þyrftu sýnendur að bæta kunnáttu sína í sýningarhringnum og hlusta vel á þær leiðbeiningar sem dómari tekur fram í hringnum. Þetta skiptir miklu máli og getur haft mikil áhrif á frammistöðu hundanna í hringnum. Í öðru lagi, það sem hún tók fram hér að ofan, ræktendur verða að hugsa um að bæta, ekki bara nota sömu hundana aftur og aftur. Hún vildi meina að ef ekkert er að gert í nánustu framtíð munu gæði tegundarinnar hér á landi minnka töluvert. Ræktendur eiga að vera óhræddir við að taka áhættu og nota hunda sem enginn annar hefur notað. Eða flytja inn eitthvað allt annað og kynna nýjar blóðlínur. Þegar hún var að dæma gat hún spottað út hvaða hundar voru skyldir vegna þess að hún var iðulega að sjá sömu gallana koma í gegn.
Frábær upplifun
Í heildina litið var Tracey mjög ánægð með sína upplifun af sýningunni. Á laugardeginum naut hún þess að horfa á og fylgjast með hinum dómurunum að störfum. Það hefði verið yndislegt að hitta nýtt fólk sem deilir sömu ást á hundum og hefur yfir að bera viljann til að deila reynslu og fræða aðra.
Marie Callert frá Svíþjóð
Þetta var í fyrsta sinn sem Marie Callert kemur hingað til lands til að dæma. Hún dæmdi hunda í tegundahóp 9 á sunnudeginum. Hún var mjög ánægð með dvöl sína hér og naut þess virkilega að dæma þá hunda sem komu til hennar í hringinn.
Frábær gæði í chihuahua hundunum
Að hennar sögn komu gæði chihuahua hundanna verulega á óvart og stóð sú reynsla upp úr þessa helgina fyrir hana. Þarna hefðu verið mjög góðir einstaklingar sem gætu unnið á sýningum um heim allan. Besti hundur tegundar í snögghærðum chihuahua hefði verið tík úr öldungaflokki í frábæru formi og með þetta ekta chihuahua eðli í sér. Í síðhærðum chihuahua hafði hún dæmt allnokkra einstaklinga í afar miklum gæðum á öllum aldri.
Björt framtíð lhasa apso hér á landi
Það voru því miður ekki margir poodle hundar skráðir né tíbetan terrier en hún var mjög hrifin af svörtum standard poodle sem kom í dómhring til hennar. Lhasa apso hundarnir hefðu ekki verið svo margir en þeir sem yngri voru þar voru mjög svo lofandi og hún er viss um að framtíðin sé björt fyrir þessa tegund hér á landi. Hún fékk til sín nokkra russian toy hunda í hringinn og nefndi að sér hefði þótt gott að sjá slíka hunda með rétta skapgerð.
Þegar hún er spurð út í hvolpa og þá ungu hunda sem hún dæmdi nefnir hún sérstaklega lhasa apso hundana. Einnig fannst henni nokkrir ungir hundar í chihuahua af mjög góðum gæðum.
Frábær skapgerð í tíbetan terrier
Þegar hún er innt eftir því hvað ræktendur hér eigi að varast nefnir hún að tíbetan terrier sé erfið tegund í ræktun og að hún skilji vel að það sé ekki auðvelt að vinna markvisst í ræktun hér á landi með þær takmarkanir sem við búum við hvað varðar innflutning á ræktunarhundum. Hún hefði fengið þrjá hunda af tegundinni í hringinn til sín og að þeir hafi verið af mjög misjöfnum gæðum. Hún sagðist vonast til þess að sjá tegundina hér jafnari að gæðum þegar fram líða stundir. Skapgerð þeirra hefði þó verið frábær sem hún var virkilega ánægð með. Russian toy hundarnir vöktu athygli hennar, hún vill þó nefna að gæta þurfi að eyrnastöðu þeirra, hún hafi þó fengið til sín nokkra góða einstaklinga í heildina.
Teppið var að slá í gegn!
Sýningarsvæðið var að hennar mati frábært og teppið vakti sérstaka lukku hjá Marie. Verðlaunaborðið í úrslitahringnum hefði verið sérstaklega glæsilegt og einnig norðurljósaplakatið í bakgrunni. Starfsfólkið hefði verið hjálplegt og skemmtilegt, alltaf brosandi, þetta allt gerir góða sýningu enn betri. Hún naut hverrar mínútu hér og óskar félögum HRFÍ innilega til hamingju með frábæra sýningu og dásamlega hunda. Við þyrftum að passa vel upp á þetta einstaka andrúmsloft sem einkenndi sýninguna, það væri afskaplega dýrmætt að tapa því ekki. Marie er staðráðin í að koma aftur í heimsókn til Íslands þegar heimsfaraldurinn er yfirstaðinn og hún vill þakka kærlega fyrir gestrisnina.
Vegna fjölda skráninga þurfti að bæta við dómara á sýninguna en þeir voru sjö talsins: Tracey Douglas frá Írlandi, Ligita Zake frá Lettlandi, Tatjana Urek frá Slóveníu, Levente Miklós frá Ungverjalandi, Bo Skalin frá Svíþjóð, Harry Tast frá Finnlandi og Marie Callert frá Svíþjóð.
Keppni ungra sýnenda var mjög vel sótt að þessu sinni og fór hún fram á laugardeginum. Alls voru 29 ungir sýnendur skráðir til leiks, 17 í eldri flokki og 12 í þeim yngri. Dómari keppninnar var Theodóra Róbertsdóttir og stóð hún sig með stakri prýði að mati viðstaddra. Theodóra hefur langa reynslu að baki sem ungur sýnandi og var gleðilegt að sjá hana í þessu hlutverki.
Hér á eftir má finna ummæli þeirra dómara sem gáfu sér tíma til að svara spurningum okkar á þessum undarlegu tímum í heiminum í dag, en heimsfaraldurinn hafði því miður sitt að segja um svörun dómara að þessu sinni. Því miður náðust ekki viðtöl við Bo Skalin né Tatjönu Urek.
Theodóra Róbertsdóttir, dómari í keppni ungra sýnenda
Theodóra er mörgum að góðu kunn, hún hefur verið viðriðin sýningar HRFÍ til fjölda ára. Fyrst sem ungur sýnandi frá blautu barnsbeini og á seinni árum hefur hún sýnt sína eigin hunda sem og annarra af hinum ýmsu tegundum. Keppni ungra sýnenda fór fram á laugardegi og voru 29 ungir sýnendur skráðir til leiks að þessu sinni.
Forréttindi að fá að dæma þennan flotta hóp
Að mati Theódóru stóðu ungu sýnendurnir sig almennt mjög vel. Þeir voru blíðir og góðir við hundana, sýndu þeim þolinmæði og voru kurteisir hver við annan. Það voru forréttindi að fá að dæma þennan flotta hóp af sýnendum.
Í hvað horfirðu helst þegar þú dæmir unga sýnendur?
Þegar Theodóra er spurð að því hvað henni finnst mikilvægast þegar hún er að dæma unga sýnendur segir hún að það sé mikilvægt að sýnandinn sé með tilfinningu fyrir hundinum og sýni honum virðingu. Það sé margt sem spilar inn í það hvernig sætunum er svo raðað. Hún segir skipta miklu máli að sýnandinn sýni henni að hann sé að gera sitt besta, sé með gott taumsamband við hundinn, tali til hans og sé að njóta sín í hringnum. Það skiptir máli að þekkja tegundina sem sýnandinn sýnir, þekkja hlutina sem gera tegundina einstaka bæði í uppstillingu og hreyfingu og svo þegar sýnandinn er spurður nánar um þekkingu hans.
Skiptihundar og slökun
Theodóra segir að sér finnist oft gott að sjá bestu sýnendurna í eldri flokki þann daginn skipta um tegund, bara til þess að sjá hvernig framkoma þeirra er við ókunnugan hund og hvernig þau leysa verkefnið. Það sem skiptir hana líka máli er að sýnendurnir sýni henni að þau viti hvað þau eru að gera, nái athygli og séu undirbúin. Theodóra segist hafa beðið sýnendurna um að slaka á með hundunum meðan þau væru að bíða. Hún fylgdist með þeim á meðan svo og sá hvernig samskiptin þeirra voru við hundinn þegar pressan var tekin af þeim.
Upplifunin mjög góð og gott val á hundum
Theodóra nefnir að hún hafi verið mjög heppin að hafa bæði Ernu Sigríði Ómarsdóttur og Ingunni Ómarsdóttur sér til handar að rita fyrir hana umsagnir og halda utanum skipulag í hringnum. Ennfremur vill hún nýta tækifærið og hrósa foreldrum og aðstandendum ungu sýnendanna fyrir val á hundum í keppninni. Hundarnir hafi verið mismikið þjálfaðir en voru allir geðgóðir og rólegir sem er lykilatriði fyrir sýnendurna.
Yngri flokkur
Theodóra segir að yngri flokkurinn sé mjög lofandi og að þau hafi sýnt mikla hæfileika þrátt fyrir ungan aldur. Erfitt hafi verið að gera upp á milli þeirra en þau ættu öll bjarta framtíð fyrir sér.
Það sem heillaði hana við sigurvegarana í yngri flokki:
1.sæti – Hún var jákvæð, brosti alltaf til hundsins og fylgdist vel með því sem var að gerast. Hún var full af fróðleik um cavalier og sýndi tegundina mjög fagmannlega.
2.sæti – Hún skemmti sér konunglega í hringnum, var góð við hundinn sinn sem var stór og kröftugur pudelpointer. Það er krefjandi að sýna stóran öflugan veiðihund og hún gerði það virkilega vel.
3.sæti - Hún var jákvæð og vissi alveg hvað hún var að gera. Var búin að læra mikið heima og sýndi cavalierinn sinn faglega. Góðar uppstillingar og var ljúf við hundinn sinn.
4.sæti – Hún var yfirveguð, jákvæð og brosmild. Hún sýndi dachshund sem er erfið tegund að sýna og negldi uppstillingarnar í hvert skipti – undir lokin var hundurinn orðinn þreyttur en hún leysti það vel og hélt áfram að vera ljúf við hundinn.
Þegar Theodóra er innt eftir ráðum handa sýnendum í yngri flokki segir hún að það skipti miklu máli að vera virkur í daglegri ummönnun hundanna, það sé mikill lærdómur. Að æfa sig heima og á sýningarþjálfunum er einnig mikilvægur partur af því að verða betri sýnandi. Muna að njóta þess að fá að vinna með hundunum bæði utan hringsins sem og innan hans.
Eldri flokkur
Að mati Theodóru var eldri flokkurinn virkilega sterkur. Hún ákvað að velja sjö sýnendur sem komust áfram og valdi hún þar af fjóra efstu. Það voru smáatriði sem fóru að telja þegar hópurinn er svona jafn. Með æfingu og reynslu í hringnum eykst tilfinningin hjá keppendum fyrir því hvað það er sem kemur þeim áfram.
Það sem heillaði hana við sigurvegarana í eldri flokki:
1.sæti - Hún sýndi afghan hound. Hún skemmti sér svo vel með hundinum sínum og það skein í gegn alla keppnina. Hún passaði sig að halda alvarleikanum þegar við átti og svo leika við hundinn þegar tími gafst til. Tímasetningar voru góðar og hún sýndi tegundina virkilega vel.
2.sæti – Hún sýndi afghan hound. Virkilega klár sýnandi sem var alltaf með tímasetningar á hreinu. Hún átti mjúkt og fallegt samband við hundinn sinn og sýndi hann virkilega faglega.
3.sæti – Hún sýndi soft coated wheaten terrier af mikilli aðdáun. Hafði mikla tilfinningu fyrir verkefninu og hélt blíðleikanum við hundinn á sama tíma og hún sýndi tegundina rétt og vel. Þekkingin á tegundinni var einnig mjög góð.
4.sæti – Hún sýndi ungan og orkumikinn ástralskan fjárhund. Hún hafði mikla þolinmæði og leysti verkefnið á fallegan og yfirvegaðan hátt, passaði að tala rólega til hundsins þegar á reyndi og hrósaði vel þegar það átti við. Hún sýndi tegundina mjög vel.
Þegar hún er spurð út í ráð handa sýnendum í eldri flokki segist hún þekkja það frá eigin reynslu að það sé oft mikið stress í kringum keppnirnar. Mikilvægast af öllu sé að njóta þess að sýna hundana og hafa gaman. Þetta sé fullkominn tími til að læra meira og draga í sig þekkingu á hinum ýmsu hliðum hundahalds og frekari vinnu með hundunum. Allt sem maður gerir með þeim skilar sér í sýningarhringnum.
Æfingin skapar meistarann!
Að mati Theodóru er afar mikilvægt að halda áfram að æfa heima og mæta á æfingar. Orðatiltækið æfingin skapar meistarann eigi vel við hérna. Gott sé að læra líka almennt um hundahald í daglegu lífi, heilsufar hundanna og skapgerð, það hjálpi til við að þroskast sem sýnendur og hundaeigendur.
Þjálfarar á réttri leið með þennan flotta hóp
Gott er að þjálfarar skiptist á að þjálfa sýnendurna að mati Theodóru. Það tryggi aukna fræðslu og kennslu á mismunandi áhugasviðum sýnendanna. Við séum heppin með það að hér séu margir færir sýnendur sem koma að starfi ungmennadeildarinnar og séu tilbúnir til að miðla kunnáttunni áfram.
Harry Tast frá Finnlandi
Þetta var í þriðja sinn sem Harry Tast kemur hingað til lands til að dæma á sýningu HRFÍ. Að þessu sinni dæmdi hann hunda úr tegundahópum 6, 9 og 10 á laugardeginum og úr tegundahóp 3 og 5 á sunnudeginum. Að hans mati var sýningin í háum gæðaflokki líkt og í síðustu skipti sem hann dæmdi hér, aðeins hafði staðsetning sýningar breyst síðan síðast. Hann kannaðist þó við sig þar sem hann hafði einhvern tímann farið á hestbak í reiðhöllinni sem honum þótti gaman að rifja upp.
Íslenski fjárhundurinn stóð upp úr
Að hans sögn var algerlega toppurinn fyrir hann persónulega að fá að dæma íslenska fjárhundinn. Það hefði verið algerlega magnað. Það sé ávallt mikill heiður fyrir dómara að fá að dæma þjóðarhund í hverju landi. Þetta var í þriðja sinn sem hann dæmir tegundina og gat vel merkt jákvæðar breytingar í ræktuninni frá því síðast. Að hans mati er tegundin afar sterk hér með góða einstaklinga og mikinn metnað í ræktun. Að hans mati voru heildargæði í íslenska fjárhundinum í fyrsta skipti sem hann dæmdi þá hér sérlega heillandi. Í annað skiptið, fyrir sjö árum síðan, var hann svekktur með gæðin, fannst þau hafa dalað. Þá voru þeir nokkuð margir of lágfættir og of þungir á sér sem mættu í dómhring til hans. Að þessu sinni var hann afar ánægður með að geta sagt að tegundin hafi þróast á afar jákvæðan hátt, sérstaklega hafi það verið tíkurnar sem báru af sér góðan þokka að þessu sinni og voru nokkrar afar tegundatýpískar.
Tilfinningarnar tóku völdin
Harry upplifði mjög tilfinningaríka stund í hringnum þegar dómur um besta hund tegundar stóð yfir. Í úrslitum voru hundar sem bæði voru öldungar og með þeim sýnendur sem sögðu honum frá því að fyrir sjö árum síðan hafi þau öll staðið þarna í úrslitum, sömu sýnendur og sömu hundar, þá sem bestu hvolpar tegundar. Að þessu sinni komu bestu hvolpar tegundarinnar frá sama ræktanda og voru sama týpan og gæðin, mjög svo björt framtíð blasir við þeim báðum að mati Harry.
Glæsilegir dalmatíuhundar sem og tíbet spaniel hundar
Í tegundahóp 6 voru bestu heildargæðin í dalmatíuhundunum. Harry var mjög ánægður að sjá fallega tík vinna tegundina og með henni mjög lofandi afkvæmi, ungliða, í afkvæmahóp. Harry nefnir einnig tíbet spaniel hundana. Harry hafði dæmt þá á sýningu í Reykjavík fyrir nokkrum árum og var þá skráningin ekki svona góð, en hundarnir voru af réttri tegundagerð og í góðum gæðum. Núna var fjöldi hundanna þrefaldur, en gæðin meira blönduð að hans mati. Tíkin sem var besti hundur tegundar var afar falleg og besti rakkinn, öldungur, var af góðum gæðum og í afar góðu sýningarformi. Bæði tvö gætu unnið hvar sem er í heiminum.
Fallegur havanese í týpu og skapgerð
Harry nefnir einnig besta hund tegundar í havanese þegar hann hugsar um hvað stóð upp úr hjá honum á sýningunni. Sá hundur hafi verið í háum gæðaflokki, mjög týpískur bæði í týpu og í skapgerð sem sé afar mikilvægt að haldist í hendur.
Afar góðir irish soft coated wheaten terrier og fallegar whippet tíkur
Terrier hundarnir voru ekki margir, bæði í fjölda og í fjölda tegunda innan tegundahópsins. Þarna hefðu verið nokkrir irish soft coated wheaten terrier hundar sem létu til sín taka og hefðu þeir sýnt sig afar vel í ræktunarhóp þar sem rétt bygging þeirra var sameinuð hárréttri feldgerð. Það sé afar erfitt að ná fram í þessari tegund og vildi Harry koma sérstaklega á framfæri hamingjuóskum og hrósi til viðkomandi ræktanda. Harry nefnir einnig whippet hunda þegar hann rifjar upp sýninguna. Sumir hefðu verið í stærra lagi en nokkrar tíkur hefðu verið afar fallegar. Hann var sáttur að sjá bæði ungliðatíkina og unghundatíkina vinna í úrslitum.
Virðulegir og glæsilegir öldungar
Varðandi úrslitin þá dæmdi Harry besta öldung sýningar. Hann var afskaplega ánægður með þá hunda sem voru þar í lokaúrtakinu. Þessi heillandi íslenski fjárhundur var algerlega þarna kominn til þess að vinna. Fast á hæla honum var tíbet spaniel hundur, fyrsta flokks fulltrúi tegundar og í súper sýningarstuði. Enskur cocker með mjög fallegar hreyfingar og glaðlegt dillandi skottið var þriðji í úrslitum um besta öldung sýningar. Í fjórða sæti var svo svartur miniature schnauzer af smærri gerðinni.
Framúrskarandi hringstjórar og frábært undirlag fyrir hundana
Varðandi sýninguna sjálfa var Harry afar ánægður með sýningarsvæðið, stórir og góðir hringir, gott undirlag sem gaf hundunum gott tækifæri til að sýna hreyfingar sínar vel.
Starfsfólkið hafi verið vinalegt og gestrisið, hugsuðu mjög vel um dómarana og hann naut sín bæði í dómarastarfinu sem og í frítímanum sem hann hafði á meðan á dvöl hans stóð. Hringstjórar hafi verið mjög reynslumiklir og vissu hvernig átti að stýra hringnum á mjög skilvirkan og vinalegan hátt. Samskipti hans við sýnendur voru góð og hefur Harry alla tíð dáðst að metnaði og þekkingu íslensks hundaáhugafólks. Ræktendur virðast þekkja sínar tegundir út í gegn og vita líka hvað þeir þurfa að flytja inn fyrir ræktunina sína.
Hann hafi verið ánægður með snilli sýnenda sinna í hringnum, það kom honum ekki á óvart þegar hann frétti að einn þeirra hefði verið að keppa í ungum sýnendum á Cruft´s. Það hafi þó ekki allir sýnendur verið hoknir af reynslu og sumir sögðu honum að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir væru að sýna hunda í dómhring. Það mætti líkja andrúmsloftinu í dómhring íslenska fjárhundsins við það þegar finnsku veiðitegundirnar eru sýndar í Finnlandi. Sýnendur hefðu gert sitt besta á jákvæðan máta og í góðri samvinnu náðist að meta hvern einasta hund í hringnum.
Harry vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til sýninganefndar og skipuleggjenda. Það væri alltaf ánægjulegt þegar hann fer að dæma erlendis að sjá líka eitthvað annað en sýninguna og sýningarsvæðið. Hann hafi fengið að upplifa íslenska menningu og sögu í þessari ferð og það hefði hann virkilega kunnað að meta.
Ligita Zake frá Lettlandi
Ligita Zake var að dæma hér á landi í annað sinn, síðast var hún hér að dæma árið 2011. Að þessu sinni var hún að dæma hunda úr tegundahópi 2 á laugardegi, schnauzer, og á sunnudeginum dæmdi hún hunda úr tegundahópum 5 og 8 á sunnudeginum. Það hafa orðið stórar breytingar hér að hennar mati. Árið 2011 voru nokkur hundruð hundar skráðir á sýninguna en að þessu sinni um 900 hundar sem er afskaplega góð skráning, jafnvel á stórum alþjóðlegum sýningum í Evrópu. Gæðin í mörgum tegundum hér hafi verið nokkuð góð og það fannst henni mjög jákvætt.
Góð gæði í sumum tegundum en snyrtingu ábótavant í öðrum
Þegar hún er spurð um hvað hafi staðið upp úr í þeim tegundum sem hún dæmdi nefnir hún að í dverg schnauzer hundum hafi verið of margir hundar sem voru of stórir og ekki nægilega vel snyrtir. Í tegundahóp 5 var hún nokkuð ánægð með gæðin í samoyed hundum, spitz hundum sem og í siberian husky hundunum.
Hefði gjarnan viljað sjá fleiri hvolpa
Þegar hún hugsar um yngri hundana sem hún fór höndum um segir hún að þar hafi verið ein ung samoyed tík sem hafi verið í háum gæðaflokki. Því miður hafi hún ekki fengið neina unga hvolpa til sín í hringinn sem henni þótti miður.
Hvetur til frekari þekkingar á sviði hundasnyrtingar
Ligita nefnir að hún hafi verið mjög hugsi yfir stöðunni í snyrtingu hunda almennt hér á landi. Hún bendir á að við þyrftum að fá sérfræðinga til landsins til þess að kenna landanum að snyrta hundana og undirbúa feld þeirra betur fyrir sýningar. Í schnauzer hundum voru feldgæðin alls ekki góð að hennar mati og í nokkrum öðrum tegundum hafi hún tekið eftir algerlega röngum vinnubrögðum við snyrtingu hundanna.
Góð skapgerð, hraustir einstaklingar og glæsilegir fulltrúar í úrslitum
Ligita var ánægð með skapgerð þeirra hunda sem hún fékk í hringinn til sín í heildina litið. Hún hafi ekki tekið eftir neinum heilsufarsvandamálum, nánast allir hefðu haft góða byggingu og vera af réttri tegundagerð. Þegar talið berst að úrslitum segir hún að sigurvegarar í tegundahóp hafi verið mjög glæsilegir fulltrúar tegundanna og gætu vel keppt í öðrum löndum Evrópu.
Almennt ánægð með umgjörð sýningarinnar
Sýningin sjálf, skipulag hennar og umgjörðin hafi verið afbragðs góð og starfsfólk fullkomið í sínum störfum. Allt hafi verið gert til þess að láta hlutina ganga vel og skilvirknin frábær svo það hefði verið mjög gott að sinna dómarastarfinu í hringnum. Sýnendur voru að mati Ligitu snyrtilegir og kurteisir. Ef hún ætti að gefa þeim einhver ráð væri það að skoða uppstillingar. Eins og annarsstaðar í heiminum þar sem hún hefur dæmt, er þörf á að sýnendur bæti sig í að horfa betur á séreinkenni þeirra tegunda sem þeir eru að sýna og gera sér grein fyrir hvernig best sé að stilla hverjum og einum hundi upp fyrir framan dómarann án þess að ýkja hundinn of mikið. Hundar eiga að fá að vera náttúrulegir í hringnum sem annarsstaðar. Að mati hennar er félagið okkar á réttri leið, það sé ekki einfalt mál að rækta hunda á okkar landi vegna þeirra skorða sem okkur eru settar. Tegund eins og t.d. enskur cocker spaniel er í mjög háum gæðum hér og mörg lönd yrðu afbrýðissöm vegna þeirra.
Mælir með fleiri námskeiðum
Hún vill hvetja félagsmenn til að afla sér meiri þekkingar með því að halda t.d. námskeið með leiðbeinendum sem titla sig sérfræðinga í hverri tegund sem og í snyrtingu og feldhirðu. Ísland er afar hrífandi land og hún var mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að dæma hér aftur og njóta þess sem var boðið upp á.
Levente Miklós frá Ungverjalandi
Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Levente Miklós kemur hingað til lands að dæma á sýningu HRFÍ. Hann mundi ekki hvort þetta hafi verið þriðja eða fjórða skiptið en alltaf sé það þess virði. Hann sé afar heppinn að fá tækifæri til þess að koma hingað til að sinna dómarastarfinu. Hér sé afbragðs gestrisni, frábær umgjörð um sýningarnar og skemmtilegt andrúmsloft. Hann dæmdi hunda úr tegundahópum 2 og 7 á laugardeginum og úr tegundahóp 1 á sunnudeginum.
Margt vatn runnið til sjávar
Þegar Levente kom hingað fyrst til að dæma var hann einn fárra dómara, jafnvel sá eini. Hann dæmdi um 150 hunda á tveimur dögum. Þá hafi gæðin verið góð, sumir framúrskarandi. Hann segir allt hafa eflst og vaxið síðan hann kom hingað fyrst, gæði sumra tegunda, betra skipulag sýningarinnar sem og aukningu í fjölda skráðra hunda.
Nokkrar framúrskarandi tegundir í gæðum en aðrar síðri
Miniature pinscher heillaði Levente sem og berner sennen hundarnir. Hann fékk einn gullfallegan bracco í hringinn til sín sem og dásamlegar vizlur. Síðast þegar hann dæmdi þær hér hafi þær ekki haft nægilega góðan lit, nú hafi liturinn verið óaðfinnanlegur. Þýski pointerinn hafi einnig verið í góðum gæðum sem og white swiss shepherd hundarnir, þeir hafi verið í afskaplega miklum gæðum. Þýski fjárhundurinn væri ekki eins góður og hann var forðum og einn fallegur briard hefði stolið athygli hans í hringnum. Þýski fjárhundurinn var miklu betri en sé nú með fleiri vandamál. Hann sé of þröngur að framan, með of mikla vinkla að aftan, hæklarnir ekki nógu góðir og hreyfingar of þröngar. Sýnendur yrðu ennfremur að passa sig að ofteygja ekki hundana þegar þeir eru að stilla þeim upp, það hafi hann séð of mikið af, með þeim afleiðingum að topplínan verður ekki rétt. Enski setterinn og gordon setterinn ættu að hafa jafna topplínu en hún hefði ekki sýnt sig á þessari sýningu hjá þeim hundum. Hann hafi reynt að biðja sýnendur að stilla þeim ekki svona upp en fékk ekki hlustun, það sama hafi átt við um afghan hundinn í úrslitum.
Frábærir sýnendur og góð þróun í hæfni þeirra
Levente var ánægður með hæfni íslensku sýnendanna og sagði það hefði verið afskaplega gleðilegt að sjá breiðan aldur fólks vera að sinna því hlutverki í hringnum. Gæði hundanna hefðu verið góð sem og gæði sýnendanna.
Björt framtíð og góðir hundar í úrslitum sýningar
Hann nefnir að við séum heppin, hér séu ungu hundarnir í flestum tegundum í betri gæðum heldur en þeir eldri svo framtíðin sé björt. Varðandi úrslit sýningarinnar var hann mjög ánægður með gæðin í úrslitum um besta hund sýningar en í sumum tegundahópum hafi ekki allir hundar verið framúrskarandi að hans mati. Levante var afskaplega sáttur og þakklátur fyrir veru sína hér og óskar félaginu og félagsmönnum alls hins besta, frábær gestrisni nú sem endranær.
Tracey Douglas frá Írlandi
Tracey Douglas dæmdi labrador retriever hunda á sunnudeginum þar sem um 85 hundar voru skráðir til leiks. Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands til að dæma og var hún mjög ánægð með sína upplifun. Hún hafi verið spennt yfir því að fá að dæma labradorinn hér og sjá heildargæðin með eigin augum.
Nauðsynlegt að bæta stofninn með nýjum hundum
Að hennar mati væri hægt að bæta gæði tegundarinnar hér á landi. Það voru nokkrir gullfallegir einstaklingar í flokkunum og hún var mjög ánægð með þá hunda sem hún valdi í úrslitum um besta hund tegundar. Tracey fékk til sín allnokkra hvolpa í dómhring og að hennar mati væri vel hægt að bæta gæði hvolpa og ungra hunda í tegundinni.
Þegar hún er spurð út í hvað það sé helst sem ræktendur ættu að varast nefnir hún að það hefðu verið nokkur atriði sem hún fór að hugsa um. Það væri alltaf varhugavert þegar verið væri að nota „vinsælasta“ hundinn hverju sinni til undaneldis. Sá hundur hentar kannski ekki alltaf tíkinni sem á að rækta undan. Ræktendur ættu alltaf að hafa í huga að rækta til þess að bæta það sem fyrir er. Það sem hún tók einna helst eftir var að það voru of margir með kringlótt augu, beinar axlir, ekki nægilega góða fótagerð og röng skott. Varðandi skapgerð á labrador ekki að vera feiminn.
Flestir í frábæru formi
Tracey var sérstaklega ánægð með líkamlegt ástand hundanna sem hún dæmdi. Þeir hefðu verið í góðu formi og stæltir. Augu hefðu verið með réttan lit, og bit tanna verið rétt. Sterkir hálsar sem er afskaplega mikilvægt í tegund sem vinnur og þarf að bera bráð jafnvel lengri vegalengdir. Varðandi hunda í úrslitum sagði Tracey að þarna hefðu verið samankomnir virkilega fallegir einstaklingar sinnar tegundar og hún naut þess að dæma tegundina.
Virkilega glæsileg sýning í alla staði
Í úrslitum sýningar hafði hún mjög gaman af því að fylgjast með, hér væri fyrirkomulagið aðeins öðruvísi en á Írlandi, þar sem þau tilkynna alltaf úrslitin í öfugri röð en gert er hér. Sýningin var virkilega falleg í uppsetningu að hennar mati og skipulag hennar mjög gott. Starfsfólkið hefði verið frábært og hún nefnir að það skipti miklu máli að starfsfólk í hring vinni vel saman. Þetta fólk ætti hrós skilið fyrir framlag sitt. Það væri þó ábótavant hjá sumum sýnendum að skilja að álit dómara er bara álit einnar manneskju á þessum tiltekna degi. Þeir séu ekki þarna til þess að móðga neinn og eru þarna að dæma það sem er í hringnum hverju sinni á stað og stund. Þetta sé ekki persónulegt og fólk verði að virða það og virða störf dómara.
Mikilvægt að halda áfram að bæta tegundina
Þegar Tracey var innt eftir atriðum sem hún teldi að mætti bæta nefndi hún tvö atriði. Í fyrsta lagi þyrftu sýnendur að bæta kunnáttu sína í sýningarhringnum og hlusta vel á þær leiðbeiningar sem dómari tekur fram í hringnum. Þetta skiptir miklu máli og getur haft mikil áhrif á frammistöðu hundanna í hringnum. Í öðru lagi, það sem hún tók fram hér að ofan, ræktendur verða að hugsa um að bæta, ekki bara nota sömu hundana aftur og aftur. Hún vildi meina að ef ekkert er að gert í nánustu framtíð munu gæði tegundarinnar hér á landi minnka töluvert. Ræktendur eiga að vera óhræddir við að taka áhættu og nota hunda sem enginn annar hefur notað. Eða flytja inn eitthvað allt annað og kynna nýjar blóðlínur. Þegar hún var að dæma gat hún spottað út hvaða hundar voru skyldir vegna þess að hún var iðulega að sjá sömu gallana koma í gegn.
Frábær upplifun
Í heildina litið var Tracey mjög ánægð með sína upplifun af sýningunni. Á laugardeginum naut hún þess að horfa á og fylgjast með hinum dómurunum að störfum. Það hefði verið yndislegt að hitta nýtt fólk sem deilir sömu ást á hundum og hefur yfir að bera viljann til að deila reynslu og fræða aðra.
Marie Callert frá Svíþjóð
Þetta var í fyrsta sinn sem Marie Callert kemur hingað til lands til að dæma. Hún dæmdi hunda í tegundahóp 9 á sunnudeginum. Hún var mjög ánægð með dvöl sína hér og naut þess virkilega að dæma þá hunda sem komu til hennar í hringinn.
Frábær gæði í chihuahua hundunum
Að hennar sögn komu gæði chihuahua hundanna verulega á óvart og stóð sú reynsla upp úr þessa helgina fyrir hana. Þarna hefðu verið mjög góðir einstaklingar sem gætu unnið á sýningum um heim allan. Besti hundur tegundar í snögghærðum chihuahua hefði verið tík úr öldungaflokki í frábæru formi og með þetta ekta chihuahua eðli í sér. Í síðhærðum chihuahua hafði hún dæmt allnokkra einstaklinga í afar miklum gæðum á öllum aldri.
Björt framtíð lhasa apso hér á landi
Það voru því miður ekki margir poodle hundar skráðir né tíbetan terrier en hún var mjög hrifin af svörtum standard poodle sem kom í dómhring til hennar. Lhasa apso hundarnir hefðu ekki verið svo margir en þeir sem yngri voru þar voru mjög svo lofandi og hún er viss um að framtíðin sé björt fyrir þessa tegund hér á landi. Hún fékk til sín nokkra russian toy hunda í hringinn og nefndi að sér hefði þótt gott að sjá slíka hunda með rétta skapgerð.
Þegar hún er spurð út í hvolpa og þá ungu hunda sem hún dæmdi nefnir hún sérstaklega lhasa apso hundana. Einnig fannst henni nokkrir ungir hundar í chihuahua af mjög góðum gæðum.
Frábær skapgerð í tíbetan terrier
Þegar hún er innt eftir því hvað ræktendur hér eigi að varast nefnir hún að tíbetan terrier sé erfið tegund í ræktun og að hún skilji vel að það sé ekki auðvelt að vinna markvisst í ræktun hér á landi með þær takmarkanir sem við búum við hvað varðar innflutning á ræktunarhundum. Hún hefði fengið þrjá hunda af tegundinni í hringinn til sín og að þeir hafi verið af mjög misjöfnum gæðum. Hún sagðist vonast til þess að sjá tegundina hér jafnari að gæðum þegar fram líða stundir. Skapgerð þeirra hefði þó verið frábær sem hún var virkilega ánægð með. Russian toy hundarnir vöktu athygli hennar, hún vill þó nefna að gæta þurfi að eyrnastöðu þeirra, hún hafi þó fengið til sín nokkra góða einstaklinga í heildina.
Teppið var að slá í gegn!
Sýningarsvæðið var að hennar mati frábært og teppið vakti sérstaka lukku hjá Marie. Verðlaunaborðið í úrslitahringnum hefði verið sérstaklega glæsilegt og einnig norðurljósaplakatið í bakgrunni. Starfsfólkið hefði verið hjálplegt og skemmtilegt, alltaf brosandi, þetta allt gerir góða sýningu enn betri. Hún naut hverrar mínútu hér og óskar félögum HRFÍ innilega til hamingju með frábæra sýningu og dásamlega hunda. Við þyrftum að passa vel upp á þetta einstaka andrúmsloft sem einkenndi sýninguna, það væri afskaplega dýrmætt að tapa því ekki. Marie er staðráðin í að koma aftur í heimsókn til Íslands þegar heimsfaraldurinn er yfirstaðinn og hún vill þakka kærlega fyrir gestrisnina.
Winter Wonderland sýning - Nóvember 2019
Viðtöl & þýðing: Svava Björk Ásgeirsdóttir & Sunna Birna Helgadóttir
Frá Ritnefnd Sáms
Þetta er í fyrsta sinn sem við í ritnefnd birtum dómaraviðtölin á rafrænu formi og biðjum við ykkur um að hafa í huga að einhversstaðar verðum við að byrja, svo þróast hlutirnir með reynslunni. Vissulega var planið að birta viðtölin fyrr, en þau hefðu ekki birst fyrr en í júníblaðinu ef þessi breyting væri ekki gengin í gegn núna með birtingu þeirra hér.
Með nýrri tækni og möguleikum að lesa umsagnir á netinu teljum við umsagnir dómara mjög aðgengilegar fyrir félagsmenn að nálgast ef þeir hafa áhuga á svo það skiptir máli fyrir einhverja. Við ætlum að birta viðtölin eins fljótt og auðið er eftir hverja sýningu svo ræktendur og sýnendur geti nýtt sér það sem þar stendur, og haft vonandi gaman af í leiðinni.
Síðasta sýning ársins 2019, Winter Wonderland, fór fram helgina 23.-24. nóvember 2019 í reiðhöll Fáks í Víðidal. Sýningin var bæði NKU og Crufts qualification sýning. Þetta var stærsta sýning félagsins árið 2019 en alls voru 842 hundar skráðir sem kepptu yfir helgina auk þeirra 26 ungmenna sem kepptu í keppni ungra sýnenda á laugardeginum. Dómarar sýningarinnar voru allir á sama máli um að sýningin hefði verið hin stórkostlegasta, enn og aftur fær félagið okkar fullt hús stiga fyrir glæsilega sýningu. Það er óhætt að segja að skipuleggjendur sýningarinnar og aðrir þeir sem þarna lögðu hönd á plóg eiga stórt hrós og þétt faðmlag skilið. Ómetanleg vinna sem fer í að halda eina svona sýningu og má segja að sýningarárið 2019 hafi verið með kvatt með trompi!
Dómarar helgarinnar voru: Antonio Di Lorenzo frá Noregi, hin íslenska Ásta María Guðbergsdóttir, Hans Van den Berg frá Hollandi, Karen Gilliland frá Írlandi, Kurt Nilsson frá Svíþjóð og Saija Juutilainen frá Finnlandi. Anna Guðjónsdóttir dæmdi keppni ungra sýnenda. Hér að neðan má finna svör þeirra dómara sem gáfu sér tíma í að svara spurningum okkar að sýningu lokinni.
Dómarar helgarinnar voru: Antonio Di Lorenzo frá Noregi, hin íslenska Ásta María Guðbergsdóttir, Hans Van den Berg frá Hollandi, Karen Gilliland frá Írlandi, Kurt Nilsson frá Svíþjóð og Saija Juutilainen frá Finnlandi. Anna Guðjónsdóttir dæmdi keppni ungra sýnenda. Hér að neðan má finna svör þeirra dómara sem gáfu sér tíma í að svara spurningum okkar að sýningu lokinni.

HANS VAN DEN BERG
Þetta var í þriðja skipti sem Hans kemur að dæma hér á landi. Líkt og fyrr hefði hann verið hrifinn af gestrisninni og skipulaginu. Honum fannst allt ganga vel fyrir sig og starfsfólkið mjög fagmannlegt og vegna þess fannst honum hann geta einbeitt sér 100% að því að dæma.
GÓÐ GÆÐI CHIHUAHUA
Hans sagðist hafa verið mjög ánægður með síðhærðan chihuahua í heild sinni en einnig lhasa apso og tíbet spaniel og finnst ræktendur þessara tegunda mjög sterkir miðað við þessar tegundir erlendis. Hans segir að ef hann segi “good” þá þýði það að hundarnir séu af mjög réttri tegundagerð. Honum finnst að ræktendur stutthærðra chihuahua þurfi að huga betur að frampörtum hundanna.
VANDA SKAL INNFLUTNING
Í terrier tegundahópnum komu skye terrier honum mjög á óvart og sagði þá vera frábæra byrjun á þessari tegund á Íslandi. Þrátt fyrir nokkra góða hunda eins og bestu hundar tegundar af silky terrier, yorkshire terrier og bedlington terrier þá voru þessar tegundir ekki mjög sterkar. Hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með geðslag sumra ungra hunda og finnst mikilvægt að ræktendur hugsi til þess þegar það sé verið að flytja inn hunda og treysta alls ekki bara á myndir. Að sama skapi sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri mjög dýrt að flytja inn hunda til Íslands og sagði að fólk yrði að passa sig á því hvað væri verið að flytja inn og flytja alls ekki inn frá stórum „kennelum“ þar sem hvolpar væru ekki nægilega umhverfisþjálfaðir því það væri oft erfitt að breyta þeim í sýningahunda.
HEILBRIGÐI HUNDANNA LYKILATRIÐI
Hans sagðist hafa kíkt í kringum sig á sýningunni og séð skottlausan franskan bulldog hrínandi í hringnum og fannst það alls ekki ásættanlegt og það sama gildi fyrir enskan bulldog. Honum finnst að það þurfi að mennta íslenska dómara í að refsa hart óheilbrigðum hundum sama hversu flottir þeir eru.
FAGMANNLEGIR SÝNENDUR
Hans finnst íslenskir sýnendur mjög skandínavískir og segir að þeir séu mjög fagmannlegir og geri hlutina rétt inn í hringnum en einnig með mikinn húmor. Hann sagði að kona nokkur hefði komið til hans og spurt af hverju hundurinn hennar vann ekki og hann sagðist hafa benti henni á að lesa bara umsögnina, þá kæmist hún að því.
Þetta var í þriðja skipti sem Hans kemur að dæma hér á landi. Líkt og fyrr hefði hann verið hrifinn af gestrisninni og skipulaginu. Honum fannst allt ganga vel fyrir sig og starfsfólkið mjög fagmannlegt og vegna þess fannst honum hann geta einbeitt sér 100% að því að dæma.
GÓÐ GÆÐI CHIHUAHUA
Hans sagðist hafa verið mjög ánægður með síðhærðan chihuahua í heild sinni en einnig lhasa apso og tíbet spaniel og finnst ræktendur þessara tegunda mjög sterkir miðað við þessar tegundir erlendis. Hans segir að ef hann segi “good” þá þýði það að hundarnir séu af mjög réttri tegundagerð. Honum finnst að ræktendur stutthærðra chihuahua þurfi að huga betur að frampörtum hundanna.
VANDA SKAL INNFLUTNING
Í terrier tegundahópnum komu skye terrier honum mjög á óvart og sagði þá vera frábæra byrjun á þessari tegund á Íslandi. Þrátt fyrir nokkra góða hunda eins og bestu hundar tegundar af silky terrier, yorkshire terrier og bedlington terrier þá voru þessar tegundir ekki mjög sterkar. Hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með geðslag sumra ungra hunda og finnst mikilvægt að ræktendur hugsi til þess þegar það sé verið að flytja inn hunda og treysta alls ekki bara á myndir. Að sama skapi sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri mjög dýrt að flytja inn hunda til Íslands og sagði að fólk yrði að passa sig á því hvað væri verið að flytja inn og flytja alls ekki inn frá stórum „kennelum“ þar sem hvolpar væru ekki nægilega umhverfisþjálfaðir því það væri oft erfitt að breyta þeim í sýningahunda.
HEILBRIGÐI HUNDANNA LYKILATRIÐI
Hans sagðist hafa kíkt í kringum sig á sýningunni og séð skottlausan franskan bulldog hrínandi í hringnum og fannst það alls ekki ásættanlegt og það sama gildi fyrir enskan bulldog. Honum finnst að það þurfi að mennta íslenska dómara í að refsa hart óheilbrigðum hundum sama hversu flottir þeir eru.
FAGMANNLEGIR SÝNENDUR
Hans finnst íslenskir sýnendur mjög skandínavískir og segir að þeir séu mjög fagmannlegir og geri hlutina rétt inn í hringnum en einnig með mikinn húmor. Hann sagði að kona nokkur hefði komið til hans og spurt af hverju hundurinn hennar vann ekki og hann sagðist hafa benti henni á að lesa bara umsögnina, þá kæmist hún að því.

KAREN GILLILAND
AUKIÐ ÚRVAL HUNDA
Hin írska Karen Gilliland hefur áður komið til Íslands að dæma, það var árið 2014. Í þetta sinn voru sumar tegundir sem heilluðu hana meira heldur en aðrar. Henni þótti þó vera mun meira úrval í þeim tegundum sem hún dæmdi núna miðað við stöðuna árið 2014 í þessum sömu tegundum. Einnig voru einhverjar tegundir sem hún dæmdi síðast ekki í dómhring að þessu sinni, mögulega væru hundarnir orðnir of gamlir eða aðrar skýringar á fjarveru þeirra. Karen var hæstánægð með umgjörð sýningarinnar og að hennar mati var skipulagningin framúrskarandi og miðað við fjölda skráðra hunda getum við verið spennt fyrir komandi tímum í sýningarhringnum á Íslandi að hennar mati.
HÁPUNKTUR HELGARINNAR
Hápunktar helgarinnar voru sérstaklega shetland sheepdog, ástralski fjárhundurinn og þýski fjárhundurinn. Einnig þótti henni áhugaverðir ungir hundar í samoyed og finnish lapphund. Hún var mjög ánægð að sjá besta hund tegundar í þýskum fjárhundi vera í úrslitum sýningarinnar. Karen var þeirrar skoðunar að gæði þeirra tegunda sem hún dæmdi hafi verið góð, hún var ekki að sjá marga hunda með stóra galla og umsagnir hennar staðfesta það. Hún tók sérstaklega eftir ungum samoyed hundum af mjög góðum gæðum og það sama mátti segja um finnska lapphunda sem hún dæmdi í hvolpaflokki. Henni fannst einstaklega skemmtilegt að dæma þessi hvolpaskott í báðum þessum tegundum en einnig dæmdi hún fallega pomeranian hvolpa.
GÓÐIR FJÁRHUNDAR
Gæðin í ástralska fjárhundinum voru mjög góð að þessu sinni, topphundarnir þar gætu unnið hvar sem er í heiminum og hún var virkilega hrifin af tíkinni sem hún valdi sem besta hund tegundarinnar, og einnig hlaut hún annað sæti í úrslitum í tegundahópi 1. Einnig var hún mjög sátt við nokkra shetland sheepdog hunda, besti hundur tegundar varð þriðji í úrslitum í tegundahópnum. Karen segir að hún verði einnig að nefna sérstaklega besta hund tegundar í þýskum fjárhundi, hann hafi verið súper rakki, svo jafn og flottur í heild sinni. Hann hafi algerlega stolið senunni í úrslitum um besta hund í úrslitum tegundahópsins þar sem hann varð í fyrsta sæti. Einnig var Karen einkar hrifin af ástralskri fjárhundstík sem var virkilega falleg svört, þrílit tík. Hún var stolt að sjá hana vinna besta hvolp sýningarinnar, það hafi verið ánægjulegt.
MJÖG LOFANDI FRAMTÍÐARHUNDAR
Karen var ánægð með hvolpana sem hún dæmdi, sérstaklega í áströlskum fjárhundi, samoyed, finnish lapphund, og pomeranian og fannst þeir vera af góðum gæðum. Sumir þeirra munu eiga bjarta framtíð fyrir sér í sýningarhringnum sem félagið getur verið ánægt með. Þetta séu framtíðarstjörnurnar, ræktunardýr framtíðarinnar og vonandi munu þeir gefa af sér meistara og það sé ekkert nema hvetjandi og spennandi fyrir eigendur og ræktendur þessara hunda og félagið okkar í heild sinni.
RÉTT TEGUNDAGERÐ AFAR MIKILVÆG
Þegar Karen er spurð út í það hvort ræktendur hér eigi að varast nefnir hún að hún hafi merkt mun á týpu og gæðum í siberian husky hundunum frá því hún dæmdi hér síðast árið 2014. Þá hafi tegundin verið meira „rétt“ og af réttri tegundagerð. Núna fannst henni sumir þeirra vera mun meira af vinnutýpu/keppnistýpu heldur en af amerísku sýningartýpunni. Hún hafi dæmt nokkra sem voru of háir, og með höfuð sem hún telur ekki tegundatýpísk. Sumir hefðu verið með mun betri feldgæði en aðrir. Hún fann hunda með veika framparta og ekki svo góðar afturhreyfingar. Auk þess hefðu nokkrir verið of stórir. Siberian husky ætti ekki að líta út eins og malamute, það væri öruggt. Hún telur nauðsynlegt að ræktendur hér þurfi að skoða sinn gang vandlega til að koma í veg fyrir að tegundin missi sín sérkenni. Þetta þurfi allir ræktendur ávallt að hafa í huga.
Hún hafði þó jákvæða punkta fyrir siberian husky ræktendur, alla jafna hefðu hundarnir góðar tennur og rétta lögun augna og lit. Flestir hefðu verið réttir í stærð og jafnir, með góð bein og rétta skottstöðu. Hreyfingar flestra hafi verið réttar með góðu skrefi.
MIKILVÆGT AÐ STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á NÝJUM RÆKTENDUM
Að hennar mati voru hundarnir í úrslitum sýningarinnar framúrskarandi eða góðir fulltrúar sinna tegunda. Hún sé meðvituð um að í sumum tegundum séu bara einn eða tveir hundar skráðir svo að við verðum alltaf að muna að vera ekki of dómhörð við þá einstaklinga, sérstaklega hér á okkar litla landi. Hér séu sýnendur oft að feta sín fyrstu skref í tegundinni og að gera sitt besta í að byggja upp grunn tegundarinnar hér. Hver einasti hundur hafi eitthvað fram að færa fyrir sína tegund. Það sé vert að muna. Það sé gott fyrir okkur að muna að útiloka ekki hund nema gallar hans séu það stórkostlegir að hann eigi hreinlega ekki heima í ræktun. Við ættum að hvetja og leggja lið við nýja kynslóð sýnenda og ræktenda. Það sé undirstaða fyrir því að framtíðin verði jákvæð og björt fyrir alla í þessu áhugamáli.
ÁNÆGJULEG ÚRSLIT
Karen var virkilega ánægð að sjá íslenska fjárhundinn sem hún dæmdi í tegundahópi 5 verða besta hund sýningar og svo þýska fjárhundinn fast á hæla honum í öðru sæti um besta hund sýningar. Ennfremur ástralska fjárhundshvolpinn sem varð besti hvolpur sýningar, hún var mjög ánægð að sjá þessa hunda sem hún dæmdi í úrslitum sýningarinnar.
SANNKALLAÐ VETRARRÍKI
Skipuleggjendur sýningarinnar eiga stórt hrós skilið fyrir að hafa náð að skapa sannkallaða „winter wonderland“ stemningu í reiðhöllinni. Henni fannst allt skipulag upp á tíu og gekk eins og í sögu. Hringir hefðu verið í góðum stærðum og hún hafi haft nóg pláss til að láta hundana hreyfa sig og teppið hafi verið gott að þessu sinni og lýsingin líka.
Sýnendur hundanna hefðu sýnt af sér góðan þokka og verið notalegir við hundana, hún hefði einu sinni þurft að áminna einn ungan sýnanda sem sýndi ástralskan fjárhund, hún hafi verið of harkaleg við hundinn. Hún segist vera mjög ströng með það, sérstaklega þegar um unga hunda er að ræða, of mikil harka getur eyðilagt sýningarferil ungra hunda áður en hann nær að byrja að ráði. Alla jafna hefðu sýnendur verið kurteisir og tekið umsögnum hennar vel.
Hringstjóri og ritari hefðu sinnt sínum störfum mjög vel og allt hefði gengið áfallalaust. Hún vildi koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem unnu með henni í hringnum og til félagsmanna vildi hún koma á framfæri hamingjuóskum og óskum um áframhaldandi gott gengi í ræktun gæðahunda. Ef við höldum vel utan um hvert annað og sérstaklega nýtt fólk og ræktendur, þá ættu okkur að vera allir vegir færir.
AUKIÐ ÚRVAL HUNDA
Hin írska Karen Gilliland hefur áður komið til Íslands að dæma, það var árið 2014. Í þetta sinn voru sumar tegundir sem heilluðu hana meira heldur en aðrar. Henni þótti þó vera mun meira úrval í þeim tegundum sem hún dæmdi núna miðað við stöðuna árið 2014 í þessum sömu tegundum. Einnig voru einhverjar tegundir sem hún dæmdi síðast ekki í dómhring að þessu sinni, mögulega væru hundarnir orðnir of gamlir eða aðrar skýringar á fjarveru þeirra. Karen var hæstánægð með umgjörð sýningarinnar og að hennar mati var skipulagningin framúrskarandi og miðað við fjölda skráðra hunda getum við verið spennt fyrir komandi tímum í sýningarhringnum á Íslandi að hennar mati.
HÁPUNKTUR HELGARINNAR
Hápunktar helgarinnar voru sérstaklega shetland sheepdog, ástralski fjárhundurinn og þýski fjárhundurinn. Einnig þótti henni áhugaverðir ungir hundar í samoyed og finnish lapphund. Hún var mjög ánægð að sjá besta hund tegundar í þýskum fjárhundi vera í úrslitum sýningarinnar. Karen var þeirrar skoðunar að gæði þeirra tegunda sem hún dæmdi hafi verið góð, hún var ekki að sjá marga hunda með stóra galla og umsagnir hennar staðfesta það. Hún tók sérstaklega eftir ungum samoyed hundum af mjög góðum gæðum og það sama mátti segja um finnska lapphunda sem hún dæmdi í hvolpaflokki. Henni fannst einstaklega skemmtilegt að dæma þessi hvolpaskott í báðum þessum tegundum en einnig dæmdi hún fallega pomeranian hvolpa.
GÓÐIR FJÁRHUNDAR
Gæðin í ástralska fjárhundinum voru mjög góð að þessu sinni, topphundarnir þar gætu unnið hvar sem er í heiminum og hún var virkilega hrifin af tíkinni sem hún valdi sem besta hund tegundarinnar, og einnig hlaut hún annað sæti í úrslitum í tegundahópi 1. Einnig var hún mjög sátt við nokkra shetland sheepdog hunda, besti hundur tegundar varð þriðji í úrslitum í tegundahópnum. Karen segir að hún verði einnig að nefna sérstaklega besta hund tegundar í þýskum fjárhundi, hann hafi verið súper rakki, svo jafn og flottur í heild sinni. Hann hafi algerlega stolið senunni í úrslitum um besta hund í úrslitum tegundahópsins þar sem hann varð í fyrsta sæti. Einnig var Karen einkar hrifin af ástralskri fjárhundstík sem var virkilega falleg svört, þrílit tík. Hún var stolt að sjá hana vinna besta hvolp sýningarinnar, það hafi verið ánægjulegt.
MJÖG LOFANDI FRAMTÍÐARHUNDAR
Karen var ánægð með hvolpana sem hún dæmdi, sérstaklega í áströlskum fjárhundi, samoyed, finnish lapphund, og pomeranian og fannst þeir vera af góðum gæðum. Sumir þeirra munu eiga bjarta framtíð fyrir sér í sýningarhringnum sem félagið getur verið ánægt með. Þetta séu framtíðarstjörnurnar, ræktunardýr framtíðarinnar og vonandi munu þeir gefa af sér meistara og það sé ekkert nema hvetjandi og spennandi fyrir eigendur og ræktendur þessara hunda og félagið okkar í heild sinni.
RÉTT TEGUNDAGERÐ AFAR MIKILVÆG
Þegar Karen er spurð út í það hvort ræktendur hér eigi að varast nefnir hún að hún hafi merkt mun á týpu og gæðum í siberian husky hundunum frá því hún dæmdi hér síðast árið 2014. Þá hafi tegundin verið meira „rétt“ og af réttri tegundagerð. Núna fannst henni sumir þeirra vera mun meira af vinnutýpu/keppnistýpu heldur en af amerísku sýningartýpunni. Hún hafi dæmt nokkra sem voru of háir, og með höfuð sem hún telur ekki tegundatýpísk. Sumir hefðu verið með mun betri feldgæði en aðrir. Hún fann hunda með veika framparta og ekki svo góðar afturhreyfingar. Auk þess hefðu nokkrir verið of stórir. Siberian husky ætti ekki að líta út eins og malamute, það væri öruggt. Hún telur nauðsynlegt að ræktendur hér þurfi að skoða sinn gang vandlega til að koma í veg fyrir að tegundin missi sín sérkenni. Þetta þurfi allir ræktendur ávallt að hafa í huga.
Hún hafði þó jákvæða punkta fyrir siberian husky ræktendur, alla jafna hefðu hundarnir góðar tennur og rétta lögun augna og lit. Flestir hefðu verið réttir í stærð og jafnir, með góð bein og rétta skottstöðu. Hreyfingar flestra hafi verið réttar með góðu skrefi.
MIKILVÆGT AÐ STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á NÝJUM RÆKTENDUM
Að hennar mati voru hundarnir í úrslitum sýningarinnar framúrskarandi eða góðir fulltrúar sinna tegunda. Hún sé meðvituð um að í sumum tegundum séu bara einn eða tveir hundar skráðir svo að við verðum alltaf að muna að vera ekki of dómhörð við þá einstaklinga, sérstaklega hér á okkar litla landi. Hér séu sýnendur oft að feta sín fyrstu skref í tegundinni og að gera sitt besta í að byggja upp grunn tegundarinnar hér. Hver einasti hundur hafi eitthvað fram að færa fyrir sína tegund. Það sé vert að muna. Það sé gott fyrir okkur að muna að útiloka ekki hund nema gallar hans séu það stórkostlegir að hann eigi hreinlega ekki heima í ræktun. Við ættum að hvetja og leggja lið við nýja kynslóð sýnenda og ræktenda. Það sé undirstaða fyrir því að framtíðin verði jákvæð og björt fyrir alla í þessu áhugamáli.
ÁNÆGJULEG ÚRSLIT
Karen var virkilega ánægð að sjá íslenska fjárhundinn sem hún dæmdi í tegundahópi 5 verða besta hund sýningar og svo þýska fjárhundinn fast á hæla honum í öðru sæti um besta hund sýningar. Ennfremur ástralska fjárhundshvolpinn sem varð besti hvolpur sýningar, hún var mjög ánægð að sjá þessa hunda sem hún dæmdi í úrslitum sýningarinnar.
SANNKALLAÐ VETRARRÍKI
Skipuleggjendur sýningarinnar eiga stórt hrós skilið fyrir að hafa náð að skapa sannkallaða „winter wonderland“ stemningu í reiðhöllinni. Henni fannst allt skipulag upp á tíu og gekk eins og í sögu. Hringir hefðu verið í góðum stærðum og hún hafi haft nóg pláss til að láta hundana hreyfa sig og teppið hafi verið gott að þessu sinni og lýsingin líka.
Sýnendur hundanna hefðu sýnt af sér góðan þokka og verið notalegir við hundana, hún hefði einu sinni þurft að áminna einn ungan sýnanda sem sýndi ástralskan fjárhund, hún hafi verið of harkaleg við hundinn. Hún segist vera mjög ströng með það, sérstaklega þegar um unga hunda er að ræða, of mikil harka getur eyðilagt sýningarferil ungra hunda áður en hann nær að byrja að ráði. Alla jafna hefðu sýnendur verið kurteisir og tekið umsögnum hennar vel.
Hringstjóri og ritari hefðu sinnt sínum störfum mjög vel og allt hefði gengið áfallalaust. Hún vildi koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem unnu með henni í hringnum og til félagsmanna vildi hún koma á framfæri hamingjuóskum og óskum um áframhaldandi gott gengi í ræktun gæðahunda. Ef við höldum vel utan um hvert annað og sérstaklega nýtt fólk og ræktendur, þá ættu okkur að vera allir vegir færir.

KURT NILSSON
Hinn sænski Kurt Nilsson var fámáll en hafði sitthvað að segja um reynslu sína af sýningunni. Hann var ekki að dæma hér í fyrsta sinn og finnst alltaf gott að koma hingað að dæma. Að hans mati hafa gæðin aukist í sumum tegundum og það fannst honum frábært að sjá. Hápunktar helgarinnar fyrir hann voru íslensku fjárhundarnir og besti hundur þeirrar tegundar heillaði hann upp úr skónum. Hann dæmdi nokkra framúrskarandi hunda og nefndi í því samhengi bestu hunda tegundar í íslenskum fjárhundi, enskum cocker spaniel, og border collie.
SKAPGERÐ NÚMER EITT, TVÖ OG ÞRJÚ
Kurt sagðist hafa dæmt nokkra mjög lofandi hvolpa, flestir með gott geðslag sem hann telur eitt það mikilvægasta í ræktun. Þegar hann var spurður um hvort það væri eitthvað sem ræktendur ættu að varast, hvort hann hefði áhyggjur af einhverju sérstöku í þeim tegundum sem hann dæmdi, þá nefndi hann sérstaklega skapgerðina í sankti bernhards og white swiss shepherd hundunum. Það þyrfti að skoða það á gagnrýnin hátt. Honum fannst einnig misjöfn gæði í sumum tegundahópum.
GÓÐ GÆÐI Í ÚRSLITUM
Kurt var mjög ánægður með hundana sem voru í úrslitum sýningarinnar að þessu sinni og að þeir hefðu verið af mjög góðum gæðum. Skipulag og umgjörð sýningarinnar hefði verið til fyrirmyndar og starfsfólk mjög metnaðarfullt og vingjarnlegt. Sýnendur hefðu verið kurteisir og notalegir í hringnum og hann sagðist hafa notið þess að dæma í hring. Þegar hann er spurður um ráð handa okkur segir hann að við eigum að halda áfram á sömu braut, hún sé breið og bein og björt sé framtíðin!
Hinn sænski Kurt Nilsson var fámáll en hafði sitthvað að segja um reynslu sína af sýningunni. Hann var ekki að dæma hér í fyrsta sinn og finnst alltaf gott að koma hingað að dæma. Að hans mati hafa gæðin aukist í sumum tegundum og það fannst honum frábært að sjá. Hápunktar helgarinnar fyrir hann voru íslensku fjárhundarnir og besti hundur þeirrar tegundar heillaði hann upp úr skónum. Hann dæmdi nokkra framúrskarandi hunda og nefndi í því samhengi bestu hunda tegundar í íslenskum fjárhundi, enskum cocker spaniel, og border collie.
SKAPGERÐ NÚMER EITT, TVÖ OG ÞRJÚ
Kurt sagðist hafa dæmt nokkra mjög lofandi hvolpa, flestir með gott geðslag sem hann telur eitt það mikilvægasta í ræktun. Þegar hann var spurður um hvort það væri eitthvað sem ræktendur ættu að varast, hvort hann hefði áhyggjur af einhverju sérstöku í þeim tegundum sem hann dæmdi, þá nefndi hann sérstaklega skapgerðina í sankti bernhards og white swiss shepherd hundunum. Það þyrfti að skoða það á gagnrýnin hátt. Honum fannst einnig misjöfn gæði í sumum tegundahópum.
GÓÐ GÆÐI Í ÚRSLITUM
Kurt var mjög ánægður með hundana sem voru í úrslitum sýningarinnar að þessu sinni og að þeir hefðu verið af mjög góðum gæðum. Skipulag og umgjörð sýningarinnar hefði verið til fyrirmyndar og starfsfólk mjög metnaðarfullt og vingjarnlegt. Sýnendur hefðu verið kurteisir og notalegir í hringnum og hann sagðist hafa notið þess að dæma í hring. Þegar hann er spurður um ráð handa okkur segir hann að við eigum að halda áfram á sömu braut, hún sé breið og bein og björt sé framtíðin!

SAIJA JUUTILAINEN
Saija Juutilainen kemur frá Finnlandi og var hér að dæma í þriðja sinn á tíu árum. Ekki fannst henni hafa orðið miklar breytingar á þeim tíma þar sem hún hefur bara dæmt á nóvember sýningum og þar af leiðandi verið á sama sýningarsvæðinu í hvert sinn, vonar hún að hún fái tækifæri til þess að dæma á sumarsýningu seinna meir.
Hápunktar sýningarinnar fyrir hana voru að sjálfsögðu þeir hundar sem hún valdi í topp í hverri tegund fyrir sig. Hún segir að við eigum nokkra mjög lofandi hvolpa og unghunda fyrir framtíðarræktun og það sé ávallt gleðilegt fyrir tegund og ræktendur þegar gæðin eru til staðar hjá ungum hundum.
GOLDEN, WHIPPET OG VIZLA HEILLUÐU
Í þeim tegundum sem hún dæmdi var hún ágætlega ánægð með þá hunda sem mættu í hringinn. Hún var mjög hrifin af golden retriever rakka sem var í toppformi og með falleg hlutföll fyrir tegund og aldur. Nokkrir whippet hundar hefðu verið að heilla hana, réttir og af fallegri tegundagerð. Við ættum hér nokkrar framúrskarandi vizlur og sú tegund væri ekki lengur til staðar í ræktun í Finnlandi eins og er og hún hefði einungis séð betri gæði í tegundinni í Ástralíu.
HVOLPARNIR ERU FRAMTÍÐIN
Hvolparnir okkar eru framtíðin og þar fann hún nokkra mjög lofandi hvolpa og ungviði. Hún var mjög ánægð að sjá nokkra þeirra í úrslitum sýningar, það hefði verið gleðilegt.
Þegar hún er spurð um hvað ræktendur ættu að varast segir hún í rauninni hafi hún ekki áhyggjur af okkur hér, hún taldi mögulega að okkur vantaði fleiri til að starfa við hundasnyrtingar. Flestir hundanna sem hún dæmdi hafi haft gott geðslag og notið sín í hringnum, sem er mikilvægt. Úrslitin í hvolpunum hefðu verið mjög skemmtileg en hún hefði bara getað útdeilt fjórum sætum sem er alltaf erfitt þegar mikið úrval er af lofandi hvolpum.
Varðandi úrslit sýningarinnar var hún virkilega ánægð með skipulagið og hversu vel allt gekk fyrir sig. Falleg umgjörð og gaman að sjá myndir frá sýningunni. Fólk hefði unnið svo vel saman og það væri einstakt að upplifa, eins allt þetta frábæra unga fólk sem var á sýningunni bæði í vinnu og að sýna. Við værum sannarlega á réttri leið. Ferðin hefði verið frábær í alla staði og vildi hún koma á framfæri bestu þökkum fyrir sig.
Saija Juutilainen kemur frá Finnlandi og var hér að dæma í þriðja sinn á tíu árum. Ekki fannst henni hafa orðið miklar breytingar á þeim tíma þar sem hún hefur bara dæmt á nóvember sýningum og þar af leiðandi verið á sama sýningarsvæðinu í hvert sinn, vonar hún að hún fái tækifæri til þess að dæma á sumarsýningu seinna meir.
Hápunktar sýningarinnar fyrir hana voru að sjálfsögðu þeir hundar sem hún valdi í topp í hverri tegund fyrir sig. Hún segir að við eigum nokkra mjög lofandi hvolpa og unghunda fyrir framtíðarræktun og það sé ávallt gleðilegt fyrir tegund og ræktendur þegar gæðin eru til staðar hjá ungum hundum.
GOLDEN, WHIPPET OG VIZLA HEILLUÐU
Í þeim tegundum sem hún dæmdi var hún ágætlega ánægð með þá hunda sem mættu í hringinn. Hún var mjög hrifin af golden retriever rakka sem var í toppformi og með falleg hlutföll fyrir tegund og aldur. Nokkrir whippet hundar hefðu verið að heilla hana, réttir og af fallegri tegundagerð. Við ættum hér nokkrar framúrskarandi vizlur og sú tegund væri ekki lengur til staðar í ræktun í Finnlandi eins og er og hún hefði einungis séð betri gæði í tegundinni í Ástralíu.
HVOLPARNIR ERU FRAMTÍÐIN
Hvolparnir okkar eru framtíðin og þar fann hún nokkra mjög lofandi hvolpa og ungviði. Hún var mjög ánægð að sjá nokkra þeirra í úrslitum sýningar, það hefði verið gleðilegt.
Þegar hún er spurð um hvað ræktendur ættu að varast segir hún í rauninni hafi hún ekki áhyggjur af okkur hér, hún taldi mögulega að okkur vantaði fleiri til að starfa við hundasnyrtingar. Flestir hundanna sem hún dæmdi hafi haft gott geðslag og notið sín í hringnum, sem er mikilvægt. Úrslitin í hvolpunum hefðu verið mjög skemmtileg en hún hefði bara getað útdeilt fjórum sætum sem er alltaf erfitt þegar mikið úrval er af lofandi hvolpum.
Varðandi úrslit sýningarinnar var hún virkilega ánægð með skipulagið og hversu vel allt gekk fyrir sig. Falleg umgjörð og gaman að sjá myndir frá sýningunni. Fólk hefði unnið svo vel saman og það væri einstakt að upplifa, eins allt þetta frábæra unga fólk sem var á sýningunni bæði í vinnu og að sýna. Við værum sannarlega á réttri leið. Ferðin hefði verið frábær í alla staði og vildi hún koma á framfæri bestu þökkum fyrir sig.

ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR - UNGIR SÝNENDUR
Yngri flokkur:
Hvernig voru heildargæðin í yngri flokki?
Heildargæðin voru góð, fullt af efnilegum krökkum sem eiga helling inni í framtíðinni.
Hvað var það sem heillaði þig við sigurvegara þína?
1.sæti (cavalier): Gott samband við hundinn, vann mjög vel með hundinum, var meðvituð um umhverfið og fylgdist vel með. Bauð af sér góðan þokka inn í hring, er jákvæð og greinilegt að hún og hundurinn voru að njóta tímans saman inn í hring.
2.sæti (labrador): Gott samband við hundinn, meðvituð um hundinn og engin óþarfa inngrip við uppstillingu. Snögg að vinna og meðvituð um umhverfið.
3.sæti (shih tzu): Gott samband við hundinn, mjög dugleg að tala við hundinn og fylgist vel með umhverfinu. Mjög jákvæð og glöð, greinilegt að henni finnst gaman að sýna.
4.sæti (dverg schnauzer): Gott samband við hundinn, góð hnökralaus vinna með hundinn og engin óþarfa inngrip við uppstillingu. Þetta var fyrsta skiptið hjá henni í ungum sýnendum og er hún mjög efnileg. Sumir sýnendur eru fæddir í þetta og hún er ein af þeim.
Hefurðu einhver ráð til sýnendanna í yngri flokki?
Halda áfram að æfa sig, vinna vel í að byggja upp sambönd við sýningarhundana og alltaf muna að þetta á að vera gaman bæði fyrir þig og hundinn.
Eldri flokkur:
Hvernig voru heildargæðin í eldri flokki?
Í heildina þá voru gæðin í eldri flokknum mjög góð, fullt af rosalega færum krökkum og alls ekki auðvelt að velja úr hópnum. Þau höfðu öll mjög góða þekkingu á sínum hundum, góða almenna þekkingu á tegundum og tegundahópum. Verið meðvituð um umhverfið en fylgist alltaf vel með ykkar hundi, þótt dómarinn sér að dæma annan hund/sýnanda getur hann verið að fylgjast með hvernig þið eruð með hundinum eða hvað þið gerið með hundinum í hvíld.
Hvað var það sem heillaði þig við sigurvegara þína?
1.sæti (afghan hound): Hélt góðu sambandi við hundinn allan tíman, mjög róleg og yfirveguð í allri vinnu með hundana. Snögg í allri vinnu, engin óþarfa inngrip við uppstillingu og meðvituð um hundinn. Bauð af sér mjög góðan þokka í hring bæði gagnvart dómara og hundum. Sumir einstaklingar eru fæddir með hæfileikann til að eiga jákvæð, róleg og yfirveguð samskipti við hunda og þurfa ekki að hafa fyrir því. Þessi stúlka er ein af þeim.
2.sæti (pug): Gott samband við hund, snögg að vinna í uppstillingu og fylgdist vel með umhverfinu. Bauð af sér góðan þokka inn í hring og naut þess greinilega að vinna með hundana. Fumlaust í allri vinnu með hunda, jákvæð og hafði mjög góða nærveru inn í hring.
3.sæti (whippet): Róleg og yfirveguð með gott samband við hundinn var samt snögg í allri vinnu. Greinilega meðvituð um umhverfið og fylgist vel með því sem var að gerast í kringum hana.
4.sæti (aussie): Gott samband við hundinn, fylgist vel með umhverfinu. Yfirveguð en mjög jákvæð, engin óþarfa inngrip í uppstillingu og vissi vel hvað þyrfti að passa. Jákvæð, kurteis og hafði mjög góða nærveru inn í hring.
Hefurðu einhver ráð til sýnendanna í eldri flokki?
Halda áfram að æfa sig en muna að þetta á að vera gaman bæði fyrir ykkur og hundana og það á að sjást eða finnast að þið og hundurinn njótið ykkar. Munið að vera vel meðvituð um umhverfið þegar þið eruð inn í hring, það er hlaupaleiðir, staðsetningu annarra sýnenda og hunda og svo framvegis.
Aðrar athugasemdir fyrir báða flokka:
Það voru nokkrir þættir sem ég horfði sérstaklega eftir við dóm í báðum flokkum. Þetta voru samband sýnanda og hunds, gleði sýnanda og hunds í hringum og að þau ættu góðan tíma saman inn í hring. Að öll vinna gerðist í rólegheitum en að sýnandi væri snöggur og hefði þekkingu á því sem þyrfti/ætti að draga fram eða reyna að gera minna úr. Það er mjög mikilvægt að sýnandi sé meðvitaður um umhverfið, hlaupaleiðir og hvar aðrir hundar/sýnendur séu staðsettir.
Hefurðu einhver ráð til þjálfaranna?
Allir sýnendur voru mjög kurteisir og höfðu góða þekkingu á sínum hundum. Krakkarnir svo snyrtileg í klæðnaði og virtust hafa mætt undirbúin.
Það sem mætti bæta væri einna helst að minna krakkana á að þetta á að vera gaman, þau eiga að njóta tímans í hringnum. Snögg en róleg vinna með hundinn er mikilvæg, hafa góða þekkingu á hundinum og vita hvernig er best að setja hann niður eða stoppa hann svo það þurfi sem minnst að laga eða grípa inn í t.d. við uppstillingu hvort sem það er á borði eða á gólfi.
Yngri flokkur:
Hvernig voru heildargæðin í yngri flokki?
Heildargæðin voru góð, fullt af efnilegum krökkum sem eiga helling inni í framtíðinni.
Hvað var það sem heillaði þig við sigurvegara þína?
1.sæti (cavalier): Gott samband við hundinn, vann mjög vel með hundinum, var meðvituð um umhverfið og fylgdist vel með. Bauð af sér góðan þokka inn í hring, er jákvæð og greinilegt að hún og hundurinn voru að njóta tímans saman inn í hring.
2.sæti (labrador): Gott samband við hundinn, meðvituð um hundinn og engin óþarfa inngrip við uppstillingu. Snögg að vinna og meðvituð um umhverfið.
3.sæti (shih tzu): Gott samband við hundinn, mjög dugleg að tala við hundinn og fylgist vel með umhverfinu. Mjög jákvæð og glöð, greinilegt að henni finnst gaman að sýna.
4.sæti (dverg schnauzer): Gott samband við hundinn, góð hnökralaus vinna með hundinn og engin óþarfa inngrip við uppstillingu. Þetta var fyrsta skiptið hjá henni í ungum sýnendum og er hún mjög efnileg. Sumir sýnendur eru fæddir í þetta og hún er ein af þeim.
Hefurðu einhver ráð til sýnendanna í yngri flokki?
Halda áfram að æfa sig, vinna vel í að byggja upp sambönd við sýningarhundana og alltaf muna að þetta á að vera gaman bæði fyrir þig og hundinn.
Eldri flokkur:
Hvernig voru heildargæðin í eldri flokki?
Í heildina þá voru gæðin í eldri flokknum mjög góð, fullt af rosalega færum krökkum og alls ekki auðvelt að velja úr hópnum. Þau höfðu öll mjög góða þekkingu á sínum hundum, góða almenna þekkingu á tegundum og tegundahópum. Verið meðvituð um umhverfið en fylgist alltaf vel með ykkar hundi, þótt dómarinn sér að dæma annan hund/sýnanda getur hann verið að fylgjast með hvernig þið eruð með hundinum eða hvað þið gerið með hundinum í hvíld.
Hvað var það sem heillaði þig við sigurvegara þína?
1.sæti (afghan hound): Hélt góðu sambandi við hundinn allan tíman, mjög róleg og yfirveguð í allri vinnu með hundana. Snögg í allri vinnu, engin óþarfa inngrip við uppstillingu og meðvituð um hundinn. Bauð af sér mjög góðan þokka í hring bæði gagnvart dómara og hundum. Sumir einstaklingar eru fæddir með hæfileikann til að eiga jákvæð, róleg og yfirveguð samskipti við hunda og þurfa ekki að hafa fyrir því. Þessi stúlka er ein af þeim.
2.sæti (pug): Gott samband við hund, snögg að vinna í uppstillingu og fylgdist vel með umhverfinu. Bauð af sér góðan þokka inn í hring og naut þess greinilega að vinna með hundana. Fumlaust í allri vinnu með hunda, jákvæð og hafði mjög góða nærveru inn í hring.
3.sæti (whippet): Róleg og yfirveguð með gott samband við hundinn var samt snögg í allri vinnu. Greinilega meðvituð um umhverfið og fylgist vel með því sem var að gerast í kringum hana.
4.sæti (aussie): Gott samband við hundinn, fylgist vel með umhverfinu. Yfirveguð en mjög jákvæð, engin óþarfa inngrip í uppstillingu og vissi vel hvað þyrfti að passa. Jákvæð, kurteis og hafði mjög góða nærveru inn í hring.
Hefurðu einhver ráð til sýnendanna í eldri flokki?
Halda áfram að æfa sig en muna að þetta á að vera gaman bæði fyrir ykkur og hundana og það á að sjást eða finnast að þið og hundurinn njótið ykkar. Munið að vera vel meðvituð um umhverfið þegar þið eruð inn í hring, það er hlaupaleiðir, staðsetningu annarra sýnenda og hunda og svo framvegis.
Aðrar athugasemdir fyrir báða flokka:
Það voru nokkrir þættir sem ég horfði sérstaklega eftir við dóm í báðum flokkum. Þetta voru samband sýnanda og hunds, gleði sýnanda og hunds í hringum og að þau ættu góðan tíma saman inn í hring. Að öll vinna gerðist í rólegheitum en að sýnandi væri snöggur og hefði þekkingu á því sem þyrfti/ætti að draga fram eða reyna að gera minna úr. Það er mjög mikilvægt að sýnandi sé meðvitaður um umhverfið, hlaupaleiðir og hvar aðrir hundar/sýnendur séu staðsettir.
Hefurðu einhver ráð til þjálfaranna?
Allir sýnendur voru mjög kurteisir og höfðu góða þekkingu á sínum hundum. Krakkarnir svo snyrtileg í klæðnaði og virtust hafa mætt undirbúin.
Það sem mætti bæta væri einna helst að minna krakkana á að þetta á að vera gaman, þau eiga að njóta tímans í hringnum. Snögg en róleg vinna með hundinn er mikilvæg, hafa góða þekkingu á hundinum og vita hvernig er best að setja hann niður eða stoppa hann svo það þurfi sem minnst að laga eða grípa inn í t.d. við uppstillingu hvort sem það er á borði eða á gólfi.