Ferill augnskoðunar
Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrunum fyrir pörun.
Vinsamlegast kynnið ykkur reglugerð um skráningu í ættbók (Sjá reglugerð um skráningu í ættbók) fyrir viðkomandi hundategund.
Brjóti ræktandi gegn þessum ákvæðum verður mál hans sent til Siðanefndar.
Þrisvar sinnum á ári kemur hingað til lands dýralæknar með sérmenntun í augnsjúkdómum hunda. Reikna má með augnskoðun í febrúar eða mars ár hvert ótengt sýningum og svo á júní- og nóvembersýningum HRFÍ.
Dýralæknarnir augnskoða hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.
Dagsetning augnskoðunar er m.a. auglýst í Sámi, á heimsíðu HRFÍ og í sýningarskrám.
Tímapantanir fara fram á skrifstofu. Ganga skal frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun er aðeins í boði fyrir hunda með ættbók hjá HRFÍ.
Takmarkað pláss er í hverja augnskoðun og rennur skráning út 10 dögum fyrir auglýsta skoðun.
Úr lögum HRFÍ
Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.
Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt hefur hundur ekki rétt til þátttöku.
(Gildir frá 1. janúar 2004)
Svona fer augnskoðun hunda fram...
Þegar mætt er með hund í augnskoðun þarf að skanna örmerki og setja í hann dropa sem víkka út augasteinana. Droparnir þurfa að bíða í augunum í amk 15 mínútur. Augun eru skoðuð í myrkvuðu herbergi þar sem hundurinn stendur upp á borði. Niðurstaða fæst strax og komi upp athugasemdir útskýrir augnlæknirinn þær á ensku (getur einnig útskýrt á dönsku). Útskýringar má einnig fá hjá starfsfólki í augnskoðun eða starfsfólki skrifstofu félagsins.
Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrunum fyrir pörun.
Vinsamlegast kynnið ykkur reglugerð um skráningu í ættbók (Sjá reglugerð um skráningu í ættbók) fyrir viðkomandi hundategund.
Brjóti ræktandi gegn þessum ákvæðum verður mál hans sent til Siðanefndar.
Þrisvar sinnum á ári kemur hingað til lands dýralæknar með sérmenntun í augnsjúkdómum hunda. Reikna má með augnskoðun í febrúar eða mars ár hvert ótengt sýningum og svo á júní- og nóvembersýningum HRFÍ.
Dýralæknarnir augnskoða hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.
Dagsetning augnskoðunar er m.a. auglýst í Sámi, á heimsíðu HRFÍ og í sýningarskrám.
Tímapantanir fara fram á skrifstofu. Ganga skal frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun er aðeins í boði fyrir hunda með ættbók hjá HRFÍ.
Takmarkað pláss er í hverja augnskoðun og rennur skráning út 10 dögum fyrir auglýsta skoðun.
Úr lögum HRFÍ
Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.
Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt hefur hundur ekki rétt til þátttöku.
(Gildir frá 1. janúar 2004)
Svona fer augnskoðun hunda fram...
Þegar mætt er með hund í augnskoðun þarf að skanna örmerki og setja í hann dropa sem víkka út augasteinana. Droparnir þurfa að bíða í augunum í amk 15 mínútur. Augun eru skoðuð í myrkvuðu herbergi þar sem hundurinn stendur upp á borði. Niðurstaða fæst strax og komi upp athugasemdir útskýrir augnlæknirinn þær á ensku (getur einnig útskýrt á dönsku). Útskýringar má einnig fá hjá starfsfólki í augnskoðun eða starfsfólki skrifstofu félagsins.