
Lagabreytingatillögur fyrir aðalfund 2022 |

Ársreikningur 2021_HRFÍ |

Ra ehf. ársreikningur 2021 |

Önnur mál |
![]()
![]()
![]()
![]()
Af óviðráðanlegum orsökum þarf að færa augnskoðun sem átti að vera nú í júní fram í ágúst. Nýjar dagsetningar eru 11.-13.ágúst og verður skoðað í Reykjavík og á Akureyri þann 11.8.2022.
Haft var samband við þá sem áttu tíma í júní og þeim gefnir nýjir tímar. Hafir þú ekki fengið nýjan tíma getur þú haft samband við skrifstofu og við finnum út úr því. Við á skrifstofu þökkum sýndan skilning. AÐALFUNDUR HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS VERÐUR HALDINN MIÐVIKUDAGINN 25. MAÍ 2022 Í VERSLUNARSKÓLA ÍSLANDS, RAUÐA SAL OG HEFST KL. 20:00.
Dagskrá: 1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað 2. Skýrsla stjórnar HRFÍ 3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar 4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar 5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil 6. Lagabreytingar 7. Formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður rafrænna kosninga til stjórnarmanna kosnum skv. 10.gr. 8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara 9. Kosning siðanefndar 10. Önnur mál Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir 2022, í síðasta lagi þ. 11.5.2022. Hægt er að greiða félagsgjald á www.hundavefur.is eða hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu. Í framboði eru: Aðalstjórn: Anna Guðjónsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Sigrún Valdimarsdóttir. Varastjórn: Anna Guðjónsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Sigrún Valdimarsdóttir. Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund. Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast. Kosningar 2. stjórnarmanna og 1. varamanns fara fram með rafrænum hætti og standa frá kl. 18:00 miðvikudaginn 18. maí 2022 til kl. 18:00 miðvikudaginn 25. maí 2022, sbr. 10. gr. laga HRFÍ. Til að greiða atkvæði skal farið inn á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is) og finna þar tengill fyrir kosningar 2022. Kosningin fer fram í gegnum Valmund, kosningakerfi Advania hf. Til þess að kjósa með rafrænum hætti þarf félagsmaður að hafa nettengdan snjallsíma eða tölvu og rafræn skilríki eða íslykil. Jafnframt þarf félagsmaður að vera á kjörskrá, sbr. 5. gr. laga HRFÍ. Til að kjósa fer félagsmaður inn á heimasíðu HRFÍ og smellir þar á tengil fyrir kosningar þar sem hann auðkennir sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir auðkenningu birtast kjörseðlar. Við atkvæðagreiðslu til stjórnar skal kjósa að hámarki tvo einstaklinga, en mögulegt er að kjósa einn einstakling eða taka ekki afstöðu. Við atkvæðagreiðslu varamanns skal kjósa einn einstakling, en mögulegt er að taka ekki afstöðu. Mögulegt er að endurtaka atkvæðagreiðslu en ný atkvæðagreiðsla ógildir þá fyrri þannig að einungis síðast framkvæmda atkvæðagreiðsla gildir. Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna og reglur sem um þær gilda eru á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is). Stjórn Hundaræktarfélags Íslands Uppfærsla 19. maí: Þar sem skráning á sýninguna fór fram úr björtustu vonum og voru komnar 1150 skráningar fyrir lok skráningar þann 15. maí, var ákveðið að bæta við áttunda dómaranum og hækka skráningar hámark í 1300 skráningar! Áttundi dómarinn er Marie Petersen frá Danmörku. Skráning opnar í dag, 19. maí kl. 14:00 og lokar á morgun, 20. maí kl. 23:59 (eða fyrr ef skráningar fara í 1300).
Nú styttist í fyrstu útisýninguna á þessu ári. Undanfarin ár hefur þetta verið tvöföld sýning, en verður einföld að þessu sinni. Hún fer fram 11.-12. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Athugið að skráning fer fram í gegnum Hundavef og þurfa félagsmenn að stofna aðgang samkvæmt leiðbeiningum hér. Sýningin er alþjóðleg en einnig verður keppt um Reykjavík Winner titillinn. Áætlað er að laugardaginn 11. júní munu hundar úr tegundahópum 3, 4, 5, 6, 7 og 9 verða sýndir, einnig verður keppni ungra sýnenda á laugardeginum. Sunnudaginn 12. júní munu hundar úr tegundahópum 1, 2, 8 og 10 verða sýndir. Ekki verður boðið uppá afkvæmahópa á sýningunni. Dómarar helgarinnar verða: Adam Ostrowski (Pólland), Astrid Lundava (Eistland), Bertil Lundgren (Svíþjóð), Hedi Kumm (Eistland), Leif Herman Wilberg (Noregur), Michael Leonard (Írland) og Mikael Nilsson (Svíþjóð). Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi: Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 1. maí, kl. 23:59 Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 15. maí, kl. 23:59 Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur. Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI MIÐVIKUDAGINN 4. maí til þess að tryggja að skráning náist. Hámarksfjöldi skráninga á sýninguna er 1150 skráningar og mun skráningakerfi loka sjálfkrafa þegar, og ef hámark næst. Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum vefsíðuna Hundavefur en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 1.maí. Skrifstofa HRFÍ er opin þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag. Leiðbeiningar um skráningu má sjá hér. Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald getur viðkomandi greitt það inná Hundavefur.is eða haft samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur. Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki. Dómaraáætlun Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt. Laugardagur 11. júní: Tegundahópar 3, 4, 5, 6, 7 og 9 Tegundahópur 3: Australian silky terrier: Adam Ostrowski (PL) Bedlington terrier: Mikael Nilsson (SE) Border terrier: Mikael Nilsson (SE) Bull terrier: Mikael Nilsson (SE) Dandie dinmont terrier: Mikael Nilsson (SE) German hunting terrier: Adam Ostrowski (PL) Irish soft coated wheaten terrier: Mikael Nilsson (SE) Jack russel terrier: Adam Ostrowski (PL) Skye terrier: Mikael Nilsson (SE) West highland white terrier: Mikael Nilsson (SE) Yorkshire terrier: Mikael Nilsson (SE) Tegundahópur 4: Dachshund: Bertil Lundgren (SE) Tegundahópur 5: Chow chow: Leif Herman Wilberg (NO) Finnish lapphund: Leif Herman Wilberg (NO) German spitz, miniature: Astrid Lundava (EIS) Íslenskur fjárhundur: Leif Herman Wilberg (NO) Japanese spitz: Leif Herman Wilberg (NO) Pomeranian: Astrid Lundava (EIS) Samoyed: Astrid Lundava (EIS) Siberian husky: Hedi Kumm (EIS) Tegundahópur 6: Basset hound: Bertil Lundgren (SE) Beagle: Bertil Lundgren (SE) Dalmatian: Astrid Lundava (EIS) Petit basset griffon vendeen: Bertil Lundgren (SE) Rhodesian ridgeback: Bertil Lundgren (SE) Tegundahópur 7: Allar tegundir: Bertil Lundgren (SE) Tegundahópur 9: Bichon frise: Adam Ostrowski (PL) Boston terrier: Michael Leonard (IR) Cavalier king charles spaniel: Michael Leonard (IR) Chihuahua: Adam Ostrowski (PL) Chinese crested: Adam Ostrowski (PL) Coton de tuléar: Leif Herman Wilberg (NO) French bulldog: Hedi Kumm (EIS) Griffon bruxellois: Michael Leonard (IR) Havanese: Michael Leonard (IR) Lhasa apso: Hedi Kumm (EIS) Maltese: Leif Herman Wilberg (NO) Papillon: Adam Ostrowski (PL) Pekingese: Leif Herman Wilberg (NO) Poodle: Mikael Nilsson (SE) Pug: Astrid Lundava (EIS) Russian toy: Astrid Lundava (EIS) Shih tzu: Bertil Lundgren (SE) Tibetan spaniel: Hedi Kumm (EIS) Tibetan terrier: Michael Leonard (IR) Sunnudagur 12. júní: Tegundahópar 1, 2, 8 og 10 Tegundahópur 1: Australian cattle dog: Leif Herman Wilberg (NO) Australian shepherd: Leif Herman Wilberg (NO) Bearded collie: Leif Herman Wilberg (NO) Beauceron: Leif Herman Wilberg (NO) Border collie: Leif Herman Wilberg (NO) Briard: Astrid Lundava (EIS) Collie, rough: Leif Herman Wilberg (NO) Collie, smooth: Leif Herman Wilberg (NO) German shepherd dog: Astrid Lundava (EIS) Shetland sheepdog: Mikael Nilsson (SE) Welsh corgi pembroke: Leif Herman Wilberg (NO) White swiss shepherd dog: Leif Herman Wilberg (NO) Tegundahópur 2: Bernese mountain dog: Michael Leonard (IR) Boxer: Hedi Kumm (EIS) Bulldog: Michael Leonard (IR) Bullmastiff: Michael Leonard (IR) German pinscher: Adam Ostrowski (PL) Giant schnauzer, black: Adam Ostrowski (PL) Great dane: Hedi Kumm (EIS) Miniature pinscher: Hedi Kumm (EIS) Miniature schnauzer, black&silver: Adam Ostrowski (PL) Miniature schnauzer, black: Hedi Kumm (EIS) Miniature schnauzer, pepper&salt: Mikael Nilsson (SE) Miniature schnauzer, white: Adam Ostrowski (PL) Rottweiler: Hedi Kumm (EIS) Schnauzer, black: Adam Ostrowski (PL) Schnauzer, pepper&salt: Adam Ostrowski (PL) St. Bernhards: Michael Leonard (IR) Tegundahópur 8: American cocker spaniel: Mikael Nilsson (SE) English cocker spaniel: Michael Leonard (IR) English springer spaniel: Bertil Lundgren (SE) Flat-coated retriever: Bertil Lundgren (SE) Golden retriever: Michael Leonard (IR) Labrador retriever: Bertil Lundgren (SE) Nova scotia duck tolling retriever: Bertil Lundgren (SE) Tegundahópur 10: Allar tegundir: Mikael Nilsson (SE) Á næsta aðalfundi félagsins verður kosið um tvo meðstjórnendur og varamann þeirra. Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 30. mars og eftirfarandi félagsmenn gefa kost á sér. Með því að smella á virku tenglana við nafn hvers frambjóðanda má nálgast kynningu á þeim.
Í aðalstjórn: Guðbjörg Guðmundsdóttir Í aðalstjórn og til vara í varastjórn: Anna Guðjónsdóttir Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir Sigrún Valdimarsdóttir Upplýsingar um fyrirkomulag kosninga verða kynntar samhliða auglýsingu um aðalfund. ![]() Við kynnum með ánægju nýjan ritstjóra Sáms félagsblaðsins okkar en Linda Björk Jónsdóttir tekur við af Svövu Björk Ásgeirsdóttur sem hefur sinnt starfinu undanfarin ár með ágætum. Við bjóðum Lindu velkomna til starfa og þökkum Svövu jafnframt kærlega vel unnin störf í þágu félagsins og Sáms á síðustu árum. Netfang ritstjóra blaðsins er samur@hrfi.is Hér eru nokkur orð frá nýjum ritstjóra Sáms um fyrri störf og framtíðarsýn. Ég heiti Linda Björk Jónsdóttir og hef tekið við því verkefni að vera ritstjóri Sáms, tímariti Hundaræktarfélagi Íslands. Ég er búin að eiga íslenska fjárhunda í um 23 ár og hefur hundalífið verið ansi stór partur af tilverunni alveg síðan ég var barn í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég hef setið í stjórn Deildar Íslenska fjárhundsins (DÍF og verið virkur þáttakandi í starfi félgasins og á sýningum sem hringstjóri, ritari og svo auðvitað sýnandi. Bjó um tíma í Danmörku þar sem ég lærði “multimedia design and communication”. Hundarnir mínir tveir á þeim tíma, feðgarnir Orri og Hökki komu að sjálfsögðu með svo ég fékk að kynnast hundaheiminum í Skandinavíu líka þar sem ég nýtti tækifærið og ferðaðist með hundana á hundasýndasýningar. Í dag búa með okkur feðgarnir Ch. Kersins Hökki og Ch. Sunnusteins Einir, en Eini hefur gengið mjög vel á hundasýningum í gegnum tíðina. Síðan árið 2013 hefur umbrotið á tímaritinu verið í mínum höndum og mér hefur fundist mjög gaman að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem Sámur er. Núna er komið að tímamótum í lífi Sáms, því núna stígur Sámurinn skref inn í nútímann og fer á netið í vefsíðuformi. Stefnan er að halda úti lifandi vefsíðu allt árið. Það eru því spennandi tímar framundan. Þá fer árið að byrja með glæsibrag! Norðurljósasýningin okkar fer fram nú um helgina í reiðhöll Spretts í Kópavogi (Samskipahöllin).
Við skulum ganga vel um flotta sýningarsvæðið og vera hundaeigendum til fyrirmyndar. Nú hefur samkomutakmörkunum verið aflétt en minnum sýningargesti að gæta að sjálfsögðu að persónulegum sóttvörnum sem fyrr. Dómar hefjast kl. 9 (nema einn hringur á sunnudag) og úrslit áætluð kl. 15:30 báða dagana – Dagskrá, PM og dagskrá úrslita má finna hér. Veitingasala verður í veislusal hallarinnar. Aðgangur á sýninguna kostar 1.000 kr. Hlekki fyrir sýningaskrá, umsagnir og úrslit má finna inn á Hundavefur.is, undir sýningar og þar er hægt að velja um úrslit, sýningaskrá eða úrslit í úrslitahring, og velja árið 2022 þar undir. Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa fyrstu sýningu ársins! Gangi ykkur vel og munum persónulegar sóttvarnir. PMF deild HRFÍ hefur ekki verið virk um þó nokkurt skeið, en áhugasamir eigendur hunda sem tilheyra deildinni höfðu samband við stjórn HRFÍ og lýstu yfir áhuga fyrir því að endurvekja deildina. Stjórn HRFÍ tók þeirri beiðni fagnandi, enda skiptir miklu máli fyrir félagið að til séu virkar deildir innan raða þess til að sjá um málefni þeirra hundategunda sem þeim tilheyra.
Því mun þessi ársfundur verða boðaður af stjórn HRFÍ og við hvetjum alla áhugasama eigendur að tegundum deildarinnar að mæta og láta í sér heyra og bjóða fram störf til eflingar deildarinnar. Að loknum fundi mun deildin afhent nýrri stjórn deildarinnar og stjórn HRFÍ hlakkar til að starfa með þeim. Ársfundur PMF deildar HRFI verður því haldinn miðvikudaginn 16. mars næstkomandi í húsnæði HRFÍ að Síðumúla 15, og hefst hann kl 20:00. Auglýsingu er að finna undir flipanum Deildarfréttir. Um ársfundi ræktunardeilda HRFÍ segir : Ræktunardeildir skulu halda ársfund á tímabilinu 1. janúar til 31. mars. Til hans skal boðað með a.m.k. 7 daga fyrirvara á vefsíðu HRFÍ og heimasíðu deildarinnar (Facebook-síðu). Hlutverk ársfundar er að velja ræktunarstjórn og taka ákvarðanir í málum, sem stjórn deildarinnar eða stjórn HRFÍ kýs að bera undir fundinn. Stjórn ræktunardeilda skal skrifa skýrslu um starfsemi deildarinnar ár hvert. Skýrslan skal gefa skýra mynd af ræktunarstarfi og öðrum störfum innan deildarinnar. Þar skal einnig koma fram áætluð starfsemi á nýju starfsári. Ræktunardeildir með eigin fjárhag skulu leggja fram rekstrar- og efnahagsyfirlit og fjárhagsáætlun eftir því sem við á, á ársfundi deildarinnar. Eftir ársfund deildarinnar skal samhljóða skýrslum skilað til stjórnar HRFÍ. Um ræktunardeildirnar sjálfar segir : Ræktunardeildir HRFÍ eru þrenns konar og eru þær skilgreindar á eftirfarandi hátt: a) Ræktunardeild um eitt hundakyn sem kallast sérdeild. Sjá grein 1. b) Ræktunardeild um tvö eða fleiri hundakyn sem tilheyra sama tegundahópi og hafa svipaða meðfædda eiginleika kallast hópdeild. Sjá grein 2. c) Í safndeild eru þau hundakyn sem ekki tilheyra sérdeild eða hópdeild. Sjá grein 3. Stjórn ræktunardeildar
f.h. stjórnar HRFÍ Guðbjörg Guðmundsdóttir Það styttist í að sýningarárið byrjar með glæsibrag! Norðurljósasýningin fer fram 5.-6. mars í reiðhöll Spretts í kópavogi. Sýningin er alþjóðleg sýning. Ekki er komið í ljós hvaða, ef einhverjar, takmarkanir verða í gildi þegar sýningin fer fram svo frekari upplýsingar um framkvæmd verða birtar síðar. Dæmt verður í 7 hringjum báða daga sem hefjast kl. 9, nema einn hringur á sunnudeginum hefst kl. 9:30. Samtals eru skráðir 1101 hundur á sýninguna og dómarar verða A. Rony Doedijns (Holland), Börge Espeland (Noregur), Hassi Assenmacker-Feyel (Þýskaland), Juha Putkonen (Finnland), Karl E. Berge (Noregur), Maritha Östlund-Holmsten (Svíþjóð) og Nina Karlsdotter (Svíþjóð). Vekjum athygli á því að keppni ungra sýnenda hefur verið færð yfir á laugardag, en Stefán Arnarson dæmir keppna og eru 23 ungmenni skráð. Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar og PM. Birt með fyrirvara um villur og leiðréttingar. ![]()
![]()
![]()
Minnum félagsmenn á augnskoðunina sem verður næstu daga. Hundar mæta í skoðun upp í Sólheimakot (sjá leiðarlýsingu hér: http://www.hrfi.is/soacutelheimakot.html). Tíma þíns hunds er að finna á kvittuninni sem send var við greiðslu. Vinsamlega virðið tímasetningar.
Við biðjum fólk um að bera grímur í tengslum við augnskoðun (á við um bið og á meðan skoðun stendur) og gæta að persónulegum sóttvörnum. Augnskoðunin verður rafræn og niðurstöður verður að finna á Hundavef í beinu framhaldi. Sjá leiðbeiningar um skráningu á Hundavef.is hér. Minnum fólk á ganga vel um kotið okkar og svæðið í kring. |
|