Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Sýningadómaranám

6/7/2022

 
Frá og með haustinu 2022 mun sýningadómaranefnd Hrfí standa fyrir námi fyrir nýja nema sem hafa brennandi áhuga á að verða sýningadómarar hjá félaginu. Að þessu sinni verða teknir inn að hámarki fimm nemar sem verða valdir úr umsóknum.
Gerð er krafa um að uppfyllt séu eftirfarandi lágmarksskilyrði:
  1. Að umsækjandi sé félagsmaður, sé lögráða og með lögheimili á Íslandi.
  2. Að umsækjandi sé ræktandi með skráð ræktunarnafn og eigi eða hafi átt hunda skráða í ættbók Hrfí, eða hann hafi náð góðum árangri sem sýnandi hunda í a.m.k. 5 ár, eða að hann hafi, á virkan og ábyrgan hátt, unnið með hundum í a.m.k. 5 ár.
  3. Að umsækjandi hafi starfað á hundasýningum HRFÍ sem ritari eða hringstjóri, að lágmarki tíu sýningum, þar af a.m.k. fjórum sinnum á alþjóðlegri sýningu.

Umsækjandi er metinn af sýningadómaranefnd sem kallar umsækjanda fyrir og spyr m.a. út í reynslu, þekkingu , getu til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku og aðstæður og vilja til að takast á hendur dómaranám.
Ath. að dómaranemar bera almennt kostnað af dómaranámi sjálfir, þar með talið af námskeiðum, dómaranema- og dómaraefnisstörfum, ferðum og uppihaldi.
Umsækjendur sem standast allar ofangreindar kröfur þurfa að auki að standast skriflegt inntökupróf þar sem prófuð er þekking á byggingu, formgerð og hreyfingu hunda, erfðafræði, heilsu og eðli hunda, ræktunarmarkmiðum, framkomu dómara, meginreglum og tækni við dóm, sýningareglum HRFÍ, reglum FCI fyrir sýningadómara og öðrum viðeigandi reglum.
Á síðari stigum mun DKK aðstoða nefndina við mat á áframhaldandi námi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem fram kemur nafn, heimilisfang, aldur, menntun, tungumálakunnátta, reynsla af hundahaldi, ræktun, þátttöku og störfum á hundasýningum, svo og öðru starfi innan Hrfí. Þá skal gerð grein fyrir því af hverju viðkomandi vill verða sýningadómari og hvað hann telur sig hafa fram að færa sem slíkur.
​
Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí n.k. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið syningadomaranefnd@hrfi.is

Sýningadómaranefnd.

Augnskoðun 11. - 13. ágúst

5/7/2022

 
5Nú styttist í augnskoðun sem fer fram 11.-13. ágúst næstkomandi.
Fyllist hún hægt og rólega. Hér er listi af lausum tímum.
 
REYKJAVÍK:
Fimmtudagurinn 11. ágúst kl:
9:30 – 2 pláss
10:00 – 2
10:30 – 1
11:00 – 5
12:30 – 3
13:00 – 3
13:30 – 6
14:00 – 3
15:00 – 5
 
Laugardagurinn 13. ágúst kl:
8:30 – 4
9:00 – 2
 
AKUREYRI:
Fimmtudagurinn 11. ágúst kl:
9:00 – 1 pláss
14:00 – 1
15:00 – 2

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ í gegnum netfang hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.
Ógreiddir tímar detta sjálfkrafa út ef greiðsla hefur ekki borist fyrir 30. Júlí.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er þriðjudaginn 2. ágúst eða fyrr ef allir tímar klárast.
Síðasti dagur til að gera breytingar á skráningu er einnig 2 . ágúst.


Augnskoðun hunda kostar 8.500 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 20.500 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
  • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
  • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). 
  • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.

NKU Norðurlandasýning 20. - 21. ágúst

5/7/2022

 
Picture
Nú fer heldur að styttast í seinni útsýningu ársins sem er
NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin í hjarta Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni.
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.

Dómarar helgarinnar verða: Annette Bystrup (Danmörk), Arvid Göransson (Svíþjóð), Henric Fryckstrand (Svíþjóð), Jussi Liimatainen (Finnland), Laurent Heinesche (Lúxemborg), Massimo Inzoli (Ítalía), Sjoerd Jobse (Svíþjóð), Tiina Taulos (Finnland) og Viktoría Jensdóttir (Ísland).

Skráning gengur mjög vel og minnum á að fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59  og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59
ATH: Afgreiðsla verður lokuð frá 18. júlí – 2. ágúst. Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, og munum við reyna að aðstoða í gegnum email í sumarlokun.
Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur. Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1250 hundar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar og ef þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningafrests.
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI FÖSTUDAGINN 8. JÚLÍ til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 10. júlí. Skrifstofa HRFÍ er opin þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.

Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur. ATH við skráningu í keppni ungra sýnenda er skráð í þann flokk sem kerfið býður upp á og keppendum er síðan raðað í rétta flokka eftir skráningu, flokkarnir eru 10-12 ára og 13-17 ára.

Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.
Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR

HVOLPASÝNING á Víðistaðatúni - 21.júlí

4/7/2022

 
Picture
Hundaræktarfélagið, í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin, heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir, fimmtudaginn 21. júlí nk. á Víðistaðartúni í Hafnarfirði.  Sýningin hefst kl. 18 og gert er ráð fyrir að henni ljúki um kl. 21. Keppt verður í tveimur flokkum: 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Sýningin er skemmtileg æfing fyrir hvolpa, sýnendur og dómara, en athygli er vakin á því að dómarar þurfa ekki réttindi á þær tegundir sem þeir dæma, enda um "unofficial" sýningu að ræða. Skráningu á www.hundavefur.is lýkur á miðnætti sunnudaginn 17. júlí n.k. Skráning kostar kr. 3000 kr.

Sumarlokun afgreiðslu

30/6/2022

 
Vinsamlega athugið að skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 18. júlí en opnar aftur þann 2. ágúst.  Deildir sem eru með viðburði á þessum tíma eru beðnar um að undibúa í tíma fyrir lokun.  
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla.    

Upplýsingar um alþjóðlegu og Reykjavík winner sýninguna 11.-12.júní

7/6/2022

 
Næstu helgi, 11. - 12. júní, verður fyrsta útisýning sumarsins haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk frábærlega en skráðir eru 1.230 hundar sem munu etja kappi á þessari Reykjavík Winner og alþjóðlegu sýningu.
Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15 á laugardag en kl. 15:30 á sunnudag. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17:30/18.

Dómarar helgarinnar verða: Adam Ostrowski (Pólland), Astrid Lundava (Eistland), Bertil Lundgren (Svíþjóð), Hedi Kumm (Eistland), Leif Herman Wilberg (Noregur), Marie Petersen (Danmörk), Michael Leonard (Írland) og Mikael Nilsson (Svíþjóð).
​
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Mikael Nilsson. Að þessu sinni eru 27 ungmenni skráð. Keppni hefst eftir að tegundadóma í hring 4, um 13:15, og hefst á eldri flokki.

Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Úrslit, umsanig og sýningaskrá má finna á hundavefur.is


Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 10. júní. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 18 en gæti orðið seinna. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 2 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum.

Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. 

Vinsamlega athugið að ​lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.

Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því sem áður var.
Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan.
Picture
Nóg er af bílastæðum og eru þau sem næst eru merkt inn á myndina hér að neðan en þau dreifast á nokkur svæði í kringum túnið. Bannað verður að leggja fyrir framan Víðistaðakirkju, svæði C. Við biðjum félagsmenn að gæta að því að leggja ekki í íbúastæði eða ólöglega. Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Picture
Picture
Picture
Salerni er á svæðinu, nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið.  Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir. 

Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.

​Hlökkum til að sjá ykkur!

Fréttir af aðalfundi

30/5/2022

 
Picture
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands var haldinn þann 25.maí síðastliðinn í Verzlunarskóla Íslands. Formaður setti fundinn venju samkvæmt.
Ársskýrsla stjórnar og ársreikningar voru kynnt og samþykkt án athugasemda. Skýrsla um starfsemi siðanefndar var lesin upp og þá var starfs-og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfsár. Þá voru samþykktar lagabreytingatillögur stjórnar um rafrænar kosningar til formanns og stjórnar og lagabreytingatillaga félagsmanns um aðild og kjörgengi félagsmanna í ræktunardeildum. Aðrar lagabreytingatillögur voru felldar.
Fundarstjóri kynnti niðurstöður rafrænna kosninga til stjórnarkjörs. 233 greiddu atkvæði. Guðbjörg Guðmundsdóttir og Anna Guðjónsdóttir fengu kosningu í aðalstjórn félagsins en atkvæði voru jöfn milli Ingibjargar Salóme Sigurðardóttur og Sigrúnar Valdimarsdóttur í varastjórn, en samkvæmt lögum félagsins skal varpa hlutkesti þannig að úrslit fáist. Fundarstjóri kastið krónupening og féll það Ingibjörgu Salóme í vil og tekur hún sæti í varastjórn HRFÍ.  Hér má sjá nýkjörna stjórn en nýr varamaður Ingibjörg Salóme var fjarverandi.
​Kosning til tveggja félagskjörinna skoðunarmanna, Guðmundur A. Guðmundsson og Þorsteinn Þorbergsson, og tveggja til vara, Pétur Alan Guðmundsson og Kristín Sveinbjörnsdóttir.
Kosning siðanefndar, Arnheiður Runólfsdóttir, Brynja Kristín Magnúsdóttir og Selma Olsen í sæti aðalmanna og til varamanna þær Sunna Birna Helgadóttir og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir.
Undir liðnum önnur mál voru tvö erindi tekin fyrir, annars vegar kynning á þarfagreiningu húsnæðisnefndar stjórnar en haldinn var fulltrúaráðsfundur um málið þann 15.mars síðastliðinn. Þá fékk stjórn HRFÍ til úrfærslu tillögu félagsmanna að uppfærslu á reglum um skráningu í ættbók á þann veg að ættbókarskráningu skuli fylgja staðfesting á erfðaefni, DNA, beggja foreldra. Telja félagsmenn að með þessu móti fáist smám saman gagnagrunnur yfir öll ræktunardýr innan HRFÍ sem verður hægt að nýta ef staðfesta þarf ætterni afkvæma.
Fundi slitið.

Lagabreytingatillaga stjórnar;

III. Félagsfundir
7. Félagsfundir HRFÍ hafa æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í apríl eða maí ár hvert. Til aðalfundar skal boða með auglýsingu í a.m.k. einu dagblaði og á heimasíðu félagsins með a.m.k. 30 daga fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins.
Félagsfundi skal halda:
1. a) Ef endurskoðendur kjörnir á aðalfundi fara fram á það.
2. b) Ef meira en 1/10 hluti félagsmanna óska þess.
3. c) Ef stjórn HRFÍ telur sérstaka ástæðu til þess.
Krafa um félagsfund skal vera skrifleg, stíluð á stjórn HRFÍ og í henni skal greina frá hvaða mál fundurinn á að fjalla um. Félagsfund skal halda innan 15 daga frá því að krafa berst stjórn HRFÍ. Stjórn HRFÍ ákveður fundartíma og fundarstað. Félagsfund skal boða með a.m.k. einnar viku fyrirvara á sama hátt og aðalfund. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins og tilefni.
Félagsstjórn er heimilt að ákveða að aðalfundur eða félagsfundur verði haldinn rafrænt, hvort heldur eingöngu rafrænt eða rafrænt samhliða hefðbundnum fundi, enda sé tækni sú sem nýtt er til fundarins talin fullnægjandi fyrir framkvæmd slíkra funda.
Ákvörðun um að aðalfund eða félagsfund skuli halda rafrænt, sbr. 4. mgr., skal getið í fundarboði. Þar skulu einnig koma fram upplýsingar um nauðsynlegan tækjabúnað sem félagsmenn þurfa ti þess að geta tekið þátt í fundinum, upplýsingar um hvort og þá hvernig tilkynna þurfi þátttöku á fundinum, upplýsingar um hvernig félagsmenn mæta ti fundar (s.s. aðgangsorð eða rafræn skilríki), upplýsingar um hvernig félagsmenn geta tekið þátt í fundarstörfum (s.s. tekið til máls), upplýsingar um það hvernig atkvæðagreiðsla fer fram og hvar felagsmenn geta nálgast leiðbeiningar um framangreint og frekari atriði sem snúa að framkvæmd og þátttöku rafræns fundar.
8. Formaður HRFÍ setur aðalfund.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning formanns og annarra stjórnarmanna skv.10.gr eða formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður rafrænna kosninga til formanns og annarra stjórnarmanna kosnum skv. 10. gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál.
Erindi um þess háttar mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund og skulu tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast. Ef tillaga er lögð fram á aðalfundi um mál sem ekki er að finna undir önnur mál skv. þessum tölulið, getur fundurinn ákveðið að taka hana til umfjöllunar, en ekki til ákvörðunar.
9. Félagsfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Ekki má greiða atkvæði samkvæmt umboði. Atkvæðagreiðsla fer fram með handauppréttingu. Við kosningar á milli manna skal atkvæðagreiðsla vera skrifleg, fari einhver fundarmanna fram á það, sbr. þó sérstakar reglur um rafrænt stjórnarkjör skv. 10. gr. laga þessara. Atkvæðagreiðsla um önnur mál getur verið skrifleg, fari einhver fundarmanna fram á það og fundarstjóri samþykkir.
Sé aðalfundur eða félagsfundur haldinn rafrænt skulu atkvæði greidd rafrænt með þeim hætti sem upplýst verður um í fundarboði, sbr. 5. mgr. 7. gr. Atkvæðagreiðsla vegna kosninga til formanns, meðstjórnenda og varamanns í stjórn skulu þó fara fram í samræmi við 10. gr. laga þessara.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Ef atkvæði eru jöfn í kosningum á milli manna, skal varpa hlutkesti þannig að úrslit fáist.
IV. Stjórn félagsins
10. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Árlega skal kjósa sameiginlega tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Árlega skal kjósa einn varamann til tveggja ára fyrir þá stjórnarmenn sem kjörnir eru á sama tíma. Endurkjör er leyfilegt. Sá sem fer með framkvæmdastjórn HRFÍ hefur ekki kjörgengi til stjórnar. Formaður og/eða stjórnarmenn HRFÍ skulu ekki vera á launaskrá hjá félaginu.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út 30. mars ár hvert og nöfn frambjóðenda skulu tilkynnt á heimasíðu félagsins 31. mars eða fyrsta virka dag eftir það. Kynning frambjóðenda skal liggja frammi á skrifstofu og heimasíðu félagsins eigi síðar en 10. apríl.
Aðalfundur er kjörfundur stjórnarkjörs en kosning utan kjörfundar skal fara fram á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund í amk fjórar klukkustundir á hverjum degi. Kosningar til formanns, meðstjórnenda og varamanns í stjórn (skulu eingöngu) mega fara fram með rafrænum hætti og þá skal kjörfundur standa i eina viku fyrir aðalfund, (þó) þannig að kosningu ljúki tveimur klukkustundum áður en boðaður aðalfundur hefst. Í Ef ákveðið verður að kosningar skuli framkvæma með rafrænum hætti skal í fundarboði aðalfundar skal upplýst um framkvæmd rafrænna kosninga og reglur sem um þær gilda.
Stjórn félagsins skal eigi síðar en 31. janúar ár hvert skipa þriggja manna kjörstjórn til að annast framkvæmd stjórnarkjörs fyrir komandi starfsár og úrskurða um vafaatriði. Þá skal stjórn innan sama frests setja reglur um störf kjörstjórnar og framkvæmd kosninganna. Reglur þessar og skipan kjörstjórnar skal birta á vefsíðu félagsins eigi síðar en 1. febrúar. Framkvæmdastjóri félagsins skal vera starfsmaður kjörstjórnar.
11. Stjórn HRFÍ fer með málefni félagsins milli félagsfunda.
Stjórn skal auk þess sem kveðið er á um í lögum þessum:
1. a) Undirbúa mál sem félagsfundur fjallar um.
2. b) Taka til meðferðar ályktanir félagsfunda.
3. c) Bera ábyrgð á fjárreiðum og öðrum eigum HRFÍ.
4. d) Skila ársreikningum HRFÍ til endurskoðenda fyrir lok mars ár hvert.
5. e) Sjá um ráðningar og uppsagnir starfsfólks, ákveða laun og önnur kjör, taka saman
starfslýsingar og leiðbeiningar fyrir starfsfólk og hafa tilsjón með starfi þess.
6. f) Setja reglugerðir um starfsemi félagins.
7. g) Skipa í fastanefndir á fyrsta fundi eftir aðalfund og setja þeim starfsreglur.
8. h) Skipa kjörstjórn og setja reglur um störf kjörstjórnar og framkvæmd kosninga, sbr.
10. gr. laga þessara.
Stjórn HRFÍ getur skipað nefndir og vinnuhópa, bæði úr eigin hópi og utan, til þess að sjá um ákveðin mál stjórnar. Fastanefndir félagsins eru: Ritnefnd, sýningarstjórn, vísindnefnd, skólanefnd, ættbókarnefnd og laganefnd. Fastanefndir skulu gefa stjórn félagsins skýrslu um starfsemi sína fyrir lok mars ár hvert.
12. Formaður boðar til stjórnarfunda, en í forföllum hans varaformaður. Fundirnir skulu boðaðir með tryggilegum hætti og með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Stjórn HRFÍ skal koma saman a.m.k. einu sinni í mánuði.
Stjórnarfundir eru ályktunarbærir þegar þrír stjórnarmenn eru mættir til fundar. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum. Verði atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum. Gerðir stjórnar skulu bókfærðar.


Lagabreytingatillaga félagsmanns;
VII. Ræktunardeildir

20. Meðlimir ræktunardeilda geta þeir einir orðið sem eru fullgildir félagsmenn í HRFÍ. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

20. grein verði svo:
20. Meðlimir ræktunardeilda geta þeir einir orðið sem eru fullgildir félagsmenn í HRFÍ. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deildundanfarin tvö ár á undan og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn.
Færist hundur í nýja deild við stofnun deildar eða sé deild lögð niður fylgir kjörgengi og atkvæðaréttur hundinum í nýja deild og missir eigandi/eigendur þá kjörgengi og atkvæðarétt í fyrri deild.
Hverjum hundi geta ekki fylgt fleiri en tvö atkvæði og séu fleiri en tveir eigendur hunds skráðir eigendur þarf að tilgreina hvaða tveir eigendur eigi kjörgengi og kosningarétt.
Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

Reykjavík Winner sýning 11.-12. júní - Dagskrá

27/5/2022

 
Reykjavík Winner sýningin fer fram 11.-12. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin er einnig alþjóðleg sýning. 
Dæmt verður í 8 hringjum báða daga sem hefjast kl. 9.
Samtals eru skráðir 1230 hundur á sýninguna og dómarar verða Adam Ostrowski (Pólland), Astrid Lundava (Eistland), Bertil Lundgren (Svíþjóð), Hedi Kumm (Eistland), Leif Herman Wilberg (Noregur), Marie Petersen (Danmörk), Michael Leonard (Írland) og Mikael Nilsson (Svíþjóð).
Keppni ungra sýnenda verður á laugardag, en Mikael Nilsson dæmir keppna og eru 27 ungmenni skráð.

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar, PM og drög að dagskrá úrslita. Birt með fyrirvara um villur og breytingar.
Dagskrá 11.-12. júní
File Size: 571 kb
File Type: pdf
Download File

PM sýningar
File Size: 93 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita
File Size: 16 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá laugardag 11. júní
File Size: 563 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá sunnudag 12. júní
File Size: 563 kb
File Type: pdf
Download File

Vilt þú hafa áhrif á starf Hundaræktarfélagsins?

27/5/2022

 
Picture
Þá ættir þú að bjóða þig fram til nefndarstarfa! 

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar er að skipa í fastanefndir félagsins auk annarra nefnda. Allir félagsmenn geta boðið sig fram til starfa og eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér þar sem þeir vilja hafa áhrif og vinna að framgangi mála í starfi félagsins. Hér er að sjá yfirlit yfir nefndir félagsins.  
​​
​​Áhugsamir eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið stjorn@hrfi.is fyrir miðvikudaginn 8. júní nk.

Efni til afgreiðslu á aðalfundi 2022

18/5/2022

 
Lagabreytingatillögur fyrir aðalfund 2022
File Size: 258 kb
File Type: pdf
Download File

Ársreikningur 2021_HRFÍ
File Size: 485 kb
File Type: pdf
Download File

Ra ehf. ársreikningur 2021
File Size: 362 kb
File Type: pdf
Download File

Önnur mál
File Size: 29 kb
File Type: pdf
Download File

Skýrsla stjórnar HRFÍ 21-22
File Size: 330 kb
File Type: pdf
Download File

<<Previous

    Eldri fréttir
    ​

    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole