Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Miðasala á uppskeruhátíð HRFÍ 13. janúar

7/12/2023

 
Picture
Þá er miðasalan hafin á uppskeruhátíð HRFÍ sem verður haldin þann 13. janúar næst komandi í veislusalnum Arnarfelli, Kópavogi!

Þemað er gull og silfur!

Miðaverð er eftirfarandi:
8.900 kr. fyrir félagsmenn
10.900 kr. fyrir utanfélagsmenn

Hverjum miða fylgir einn happadrættismiði en að venju verður að sjálfsögðu hægt að kaupa fleiri happadrættismiða, 1 miða á 500 kr. eða happadrættistilboðið: 3 miðar á 1.000 kr.!

Barinn verður opinn með ýmsum gerðum drykkjarfanga, en innifalið í miðaverði er matur og fordrykkur! Síðan mætir leynigestur á svæðið!

​Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:30.

Miðasala fer fram á skrifstofu HRFÍ, í síma 588-5255 eða á netfangið hrfi@hrfi.is - hægt er að kaupa happadrættismiða á sama tíma og aðgangsmiða en þeir verða einnig til sölu á hátíðinni sjálfri.

Ekki láta þessa skemmtun fram hjá þér fara, eigum skemmtilegt kvöld saman, fögnum árangri fyrra árs og skálum fyrir því nýja!

Afgreiðslan á Melabraut lokuð 6. desember vegna framkvæmda

5/12/2023

 
Vegna framkvæmda á gólfinu í húsnæði félagsins að Melabraut 17, verður afgreiðslan þar lokuð á morgun, miðvikudaginn 6. desember. Enn verður hægt að fá þjónustu í síma og tölvupósti á hefðbundnum opnunartíma þrátt fyrir lokun. Opnað verður aftur á Melabrautinni fimmtudaginn 7. desember kl. 10. 

Nýr framkvæmdastjóri HRFÍ

29/11/2023

 
Picture
Ágústa Pétursdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands og mun hefja störf í byrjun næsta árs. Ágústa hefur verið virk í störfum félagsins síðastliðin ár og býr yfir víðtækri þekkingu á félaginu og starfsemi þess. Ágústa hefur starfað síðustu ár við skrifstofustörf ásamt því að sinna viðburðarhaldi. Hagvangur aðstoðaði við ráðningarferlið.
​
​Stjórn HRFÍ býður Ágústu velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins á nýju ári.

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning um helgina!

20/11/2023

 
Picture
Þá er komið að síðustu sýningu ársins - Winter Wonderland & Ísland Winner sýningunni! Sýningin verður haldin í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Skráning á sýninguna er með besta móti en rúmlega 900 hundar eru skráðir (án hvolpa) auk 38 ungra sýnenda.
Það styttist heldur betur í jólahátíðina og verður að sjálfsögðu aftur jólapeysu þema á sýningunni, líkt og í fyrra, hvetjum alla til að mæta í jólalegum klæðnaði og skapa skemmtilega stemmingu.
Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15:00. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 16:30 laugardag en u.þ.b. kl. 17:30 sunnudag. Í lok dags á sunnudaginn verður athöfn þar sem heiðraðir verða stigahæstu fjórir hundar, öldungar, ræktendur og ungir sýnendur ársins. Við hvetjum félagsmenn að staldra við eftir að úrslitum er lokið og taka þátt í að skála og fagna árangri ársins.
 
Á laugardag heldur HRFÍ í fyrsta sinn Norðurlandamót ungra sýnenda. Sú keppni hefst kl. 9:30 í hring 1. Þar keppa landslið allra norðurlandanna um besta sýnandann og besta liðið. Dómari verður Valerie Nunes Atkinsson frá Bandaríkjunum.

Dómarar helgarinnar verða: Ann Ingram (Írland), Arne Foss (Noregur), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), David Connolly (Írland), Lilja Dóra Halldórsdóttir (Ísland), Marianne Holmli (Noregur) og Morag Connolly (Írland).
Dómari keppni ungra sýnenda verður Ásta María Guðbergsdóttir en keppnin fer fram á sunnudag og eru 38 ungmenni skráð til keppni. Áætlað er að keppnin hefjist um kl. 12:45, eða þegar dómum er lokið í hring 3.

Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Úrslit, umsagnir og sýningaskrá má finna á hundavefur.is


Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. 
​Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
  • Vinsamlegast keyrum hægt í hesthúsahverfinu - mikið var um of hraðan akstur á svæðinu á öðrum sýningum félagsins
  • STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, þetta á einnig við um reiðstíginn sem liggur með fram langhlið hallarinnar að norðan verðu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við inngang.
  • Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku eða í veislusal þar sem veitingasala er.
  • Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi (eins og t.d. flexi taumi).
  • Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
  • Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
  • Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.​ Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á haust og vetrarsýningu.
  • Veitingasala verður á staðnum í veislusalnum frá kl. 9-16 ásamt því að miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr. 
  • Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
 
Sýningastjórar eru Ágústa Pétursdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Silja Ösp Jóhannsdóttir.

Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa síðustu sýningu ársins hátíðlega

Sjá má hringja uppsetningu laugardags og sunnudags hér að neðan, ekki verður uppsetningin eins laugardag og sunnudag.


Picture
LAUGARDAGUR
Picture
SUNNUDAGUR

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning - dagskrá

8/11/2023

 
Þá styttist hratt í síðustu sýningu ársins, Winter Wonderland og Ísland Winner sýninguna en hún verður haldin helgina 25.-26. nóvember í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
Á sýninguna eru skráðir rúmlega 900 hundar frá 9 mánaða aldri, auk 38 ungra sýnenda. Dæmt verður í sex hringjum á laugardag og sjö á sunnudag, dómar hefjast að venju kl. 9.
Á laugardag verður haldið Norðurlandamót ungra sýnenda og hefst sú keppni kl. 9:30. En þar keppa landslið allra norðurlandanna um besta sýnandann og besta liðið. Keppni ungra sýnanda fer svo fram á sunnudag, áætlað er að sú keppni hefjist kl 12:45.

Dómarar að þessu sinni verða Ann Ingram (Írland), Arne Foss (Noregur), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), David Connolly (Írland), Lilja Dóra Halldórsdóttir (Ísland), Marianne Holmli (Noregur) og Morag Connolly (Írland).
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar. 
Dagskrá - Laugardagur 25. nóvember
File Size: 559 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá - Sunnudagur 26. nóvember
File Size: 563 kb
File Type: pdf
Download File

PM 25.-26. nóvember
File Size: 87 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita
File Size: 102 kb
File Type: pdf
Download File

Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa

1/11/2023

 
Framkvæmdastjóri HRFÍ

Leitað er að kraftmiklum og drífandi aðila í starf framkvæmdarstjóra. Í boði er tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í lifandi og skemmtilegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur á skrifstofu félagsins, utanumhald um fjármál þess og mannaforráð
  • Samskipti við erlenda og innlenda samstarfsaðila
  • Yfirumsjón með framkvæmd viðburða, s.s. hundasýningar, námskeið, fyrirlestrar o.fl.
  • Að auki sinnir framkvæmdarstjóri öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við stjórn félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Góð samskiptahæfni
  • Reynsla af stjórnun viðburða er kostur
  • Rekstrar og/eða stjórnunarreynsla er kostur
  • Víðtæk og góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Einlægur áhugi og reynsla af hundum og félagsstarfi er mikill kostur
  • Geta unnið sveigjanlegan vinnutíma

Hundaræktarfélag Íslands er félag allra hundaeiganda á Íslandi. Félagið er aðili að alþjóðasambandi hundaræktarfélaga (f.Fédération Cynologieque Internationale - FCI) og Norrænum samtökum hundaræktarfélaga (NKU). HRFÍ rekur skrifstofu sem er opin alla virka daga en skrifstofan er þjónustuaðili fyrir félagsmenn og hundaeigendur á Íslandi.
Frekari upplýsingar veitir Erna Sigríður Ómarsdóttir, formaður HRFÍ, á netfangið erna@hrfi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2023 og skulu umóknir berast í gegnum umsóknarvefinn Alfreð

Hvolpasýning 4. nóvember - dagskrá og upplýsingar

30/10/2023

 
Frábær skráning er á hvolpasýninguna um helgina en skráðir eru 229 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða. Dagskrá hefst kl. 10 í reiðhöll Fáks í Víðidal og opnar húsið kl. 9:30. Gert er ráð fyrir að úrslit hefjist kl. 14. 
Númerin ættu að vera að detta inn á netföng þátttakenda.
Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn!
Dagskrá - Hvolpasýning
File Size: 559 kb
File Type: pdf
Download File

PM hvolpasýning
File Size: 47 kb
File Type: pdf
Download File

Breyting á skrifstofu

25/10/2023

 
Hansína Guðmundsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins. Eru henni þökkuð störf í þágu félagsins. Þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn er fólki bent á að hafa samband beint við skrifstofu á hrfi@hrfi.is.

​Við leitum að samstarfsaðila!

13/10/2023

 
Stærstu viðburðir félagsins eru FCI og NKU sýningarnar okkar. Nú leitum við að samstarfsaðila sem er tilbúinn að vinna að því með okkur að gera sýningarnar sem glæsilegastar.
 
Í dag eru stóru sýningarnar sex talsins en sýningahelgarnar eru fimm, þar sem þrjár eru innanhúss og tvær úti við (ein útisýning er tvöföld). Að auki heldur félagið reglulega sýningar fyrir hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða.
 
Félagsmenn eru ríflega 5000 talsins og á hverri sýningu eru að jafnaði um 1000-1200 hundar skráðir af hinum ýmsu hundakynjum. Þeim fylgir fjöldinn allur af gestum sem koma á sýningarsvæðið. Sýningarnar eru því frammúrskarandi tækifæri til að nálgast hundafólk sem markhóp og styrkja gott vörumerki.
 
Hafir þú áhuga á að skoða samstarf, endilega hafðu samband við Ernu Ómarsdóttur, formann, erna@hrfi.is, eða Hansínu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra, hansina@hrfi.is, eigi síðar en 10. nóvember næst komandi.
Picture

Augnskoðun - Staðsetning og tímar

10/10/2023

 
Picture
Næstkomandi fimmtudag hefst augnskoðun á vegum HRFÍ  - Tímar. 

Staðsetning: Melabraut 17, 220 Hafnarfirði - inngangur er frá Suðurbraut.  

Vinsamlegast ekki leggja í bílastæði annarra fyrirtækja!!

Hér er listi yfir skráða hunda.  Allir hundar eru skráðir eftir ættbókarnafni - einföld leið til að leita í skjali er að ýta á *ctrl* og *f* samtímis til að fá upp glugga sem hægt er að skrifa í hverju er leitað að. ​ 
Fimmtudagur 12. okt.
File Size: 221 kb
File Type: pdf
Download File

Föstudagur 13. okt
File Size: 277 kb
File Type: pdf
Download File

Laugardagur 14. okt
File Size: 266 kb
File Type: pdf
Download File

<<Previous

    Eldri fréttir
    ​

    December 2023
    November 2023
    October 2023
    September 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo from jinkemoole