Miðvikudaginn 31. maí 2017 kl. 20:00 Hótel Cabin 7. hæð, Borgartúni 32, 105 Reykjavík
Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu þann 31. maí n.k. sem haldinn verður á Hótel Cabin 7. hæð, Borgartúni 32, 105 Reykjavík og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning formanns HRFÍ og annarra stjórnarmanna skv. 10.gr
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál
Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2017, fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2017 voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
Herdís Hallmarsdóttir gefur áfram kost á sér til formanns.
Í framboði í stjórnarkjöri eru Daníel Örn Hinriksson og Pétur Alan Guðmundsson sem gefa kost á sér áfram í aðalstjórn félagsins.
Eftirfarandi gefa einnig kost á sér í aðalstjórn en til vara í stöðu varamanns: Damian Krawczuk, Kjartan Antonsson og Viktoría Jensdóttir.
Eftirfarandi gefur kost á sér í stöðu varamanns: Þórdís Björg Björgvinsdóttir
Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins fimm dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista. Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.
Aðalfundur sem boðað var til 17. maí 2017 er afboðaður.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands
AUGLÝSING UM UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU FYRIR AÐALFUND HRFÍ 31. MAÍ 2017
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands fer fram þann 31. maí 2017, kl. 20:00, að Hótel Cabin, Borgartúni 32, 105 Reykjavík.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir aðalfund fer fram á skrifstofu Hrfí, Síðumúla 15, 108 Reykjavík, dagana 24. og 26. maí og 29.-31. maí 2017, kl. 10-12 og 13-15, alla dagana.
Kosningarétt á aðalfundi og við utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2017 í síðasta lagi þann 23. maí 2017.
Kjörskrá við utankjörfundaratkvæðagreiðslu og kosningu á aðalfundi verður lögð fram miðað við lok dags 23. maí 2017.
Í framboði til formanns félagsins til tveggja ára er Herdís Hallmarsdóttir sem telst sjálfkjörin í embætti formanns
Í framboði til embættis tveggja meðstjórnanda til tveggja ára eru:
Damian Krawczuk
Daníel Örn Hinriksson
Kjartan Antonsson
Pétur Alan Guðmundsson
Viktoría Jensdóttir
Í framboði til embættis eins varamanns til tveggja ára eru:
Damian Krawczuk
Kjartan Antonsson
Viktoría Jensdóttir
Þórdís Björg Björgvinsdóttir
(Þórdís Björg Björgvinsdóttir býður sig eingöngu fram í embætti varamanns. Aðrir frambjóðendur í sæti varamanns bjóða sig fram aðallega til embættis meðstjórnenda, en til vara í embætti varamanns).
Um kosninguna fer að öðru leyti samkvæmt lögum félagsins og reglum um kjörgengi, -gögn og fyrirkomulag kosninga stjórnarmanna á aðalfundi Hrfí.
Reykjavík 18. maí 2017
Kjörstjórn á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands 2017
Ari Karlsson
Jónas Friðrik Jónsson
Guðný Rut Ísaksen