Okkur þykir því leitt að þurfa að tilkynna að sýningar félagsins sem halda átti þann 22. og 23. ágúst nk. þarf að fella niður af óviðráðanlegum orsökum.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að endurgreiða sýningagjöld að fullu, að frádregnum kostnaði vegna skráningar, eins fljótt og hægt er og nú kemur sýningakerfi DKK vonandi að góðum notum þar sem endurgreiðsla vegna heillar sýningar er byggð inn í kerfið. Við vonumst því til að greiðslur berist hratt og örugglega inn á þau kort sem notuð voru til að skrá.
Á þessar tvær sýningar voru skráðir annars vegar 829 hundar og hins vegar 827, auk keppni ungra sýnenda báða daga. Væntingar allra stóðu til þess að hægt væri að aðlaga sýningaformið að gildandi sóttvarnarreglum eins og systurfélög okkar t.d. í Noregi og Danmörku hafa gert. Samráð var haft við Almannavarnir, aðgerðarsvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að rætt var við MAST og töldum við okkur hafa fundið leiðina með þeim breytingum á sýningaforminu sem áður voru kynntar. Það er því ljóst að þetta er mikið högg fyrir starfsemi félagsins og óvíst er um framhaldið, en þrjár stórar sýningar hafa þá verið felldar niður það sem af er árinu. Næsta stóra sýning er Winter Wonderland sýningin þann 28.-29. nóvember. Það er innisýning sem vinnur ekki endilega með okkur. Við tökum stöðuna vegna hennar síðar á árinu en vonum það besta.
Stjórn vill jafnframt þakka sýningarstjórn og starfsfólki skrifstofu fyrir lausnamiðaða og góða vinnu í þessu sambandi.