Samtals eru rúmlega 1050 hundur skráðir á sýninguna og dómarar verða Christine Rossier (Sviss), Marja Kosonen (Finnland), Markku Kipinä (Finnland), Patric Ragnarson (Svíþjóð), Pirjo Aaltonen (Finnland), Stephanie Walsh (Írland) og Torbjörn Skaar (Svíþjóð). Áður auglýstur dómari Svend Lövenkjær þurfti því miður að afboða sig vegna óviðráðanlegra aðstæðna og stígur Torbjörn Skaar inn í hans stað.
Dómari keppni ungra sýnenda verður Erna Sigríður Ómarsdóttir en keppnin fer fram á laugardag og eru 28 ungmenni skráð til keppni.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar, drög að dagskrá úrslita og PM. Birt með fyrirvara um villur og breytingar.
Breyting á keppni um besta ungliða sýningar
Á næstu sýningu verður breytt fyrirkomulag á keppni um besta ungliða sýningar. Hvorn dag verða haldnar forkeppnir innan hvers tegundahóps, þ.e. að besti ungliði tegundar keppir við aðra ungliða innan síns tegundahóps í forkeppni. Dómari velur einn ungliða úr hverri forkeppni (hverjum tegundahópi) sem kemur í úrslit um besta ungliða sýningar á sunnudeginum, og verður því einn hundur úr hverjum tegundahóp í keppni um besta ungliða sýningar, líkt og í besta hundi sýningar. Forkeppnirnar munu fara fram í þremur hringjum samtímis, hringjum 1, 2 og 3, sjá nánar dagskrá úrslita.

Dagskrá - laugardagur 8. október |

Dagskrá - sunnudagur 9. október |

PM 8.-9. október |

Dagskrá úrslita - drög |