Dómarar að þessu sinni eru: Dusan Paunovic (Serbíu), Leif Ragnar Hjort (Noregi), Þórdís Björg Björgvinsdóttir (Íslandi), Jean-Jacques Dupas (Frakkland) og Tino Pehar (Króatíu)
Áætlað er að vera með tegundahópar 1, 4/6, 7, 9 og 10 á laugardegi og 2, 3, 5 og 8 á sunnudegi.
Hægt er að skrá á sýningarnar í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga.
Síðasti skráningadagur er 15. janúar á fyrsta skráningafresti (Gjaldskrá 1)
Síðasti skráningardagur er 29. janúar á seinni skráningafresti (Gjaldskrá 2. skráningadagur)
Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst.
Álag mun geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni síðustu daga skráningar og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir.
Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. fyrir 15. janúar 2016.
Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
- Á þessari sýningu geta hundar hlotið Íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
- Skráning í afkvæma- og ræktunarhópa fer fram á sýningunni sjálfri. Þátttaka skal tilkynnt til viðkomandi hringstjóra. Athugið að umsögn um ræktunarhópa verður að vera undirrituð af ræktanda svo hún telji til stiga.
- Upplýsingar um hvaða gögn þarf til að skrá hunda í ættbók má nálgast hér.
- Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í sýningaskrá geta nálgast upplýsingar hér.
- Þeir sem vilja vera með sölu- og eða kynningarbás á sýningunni sjá hér.