VINSAMLEGA ATHUGIÐ - vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að fresta kynningunni í óákveðin tíma.
Miðvikudagskvöldið 5.febrúar mun Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir gæludýra og dýravelferðar frá Matvælastofnum vera með kynningu fyrir okkar félagsmenn á nýju Dýravelferðarlögunum sem tóku gildi um áramót. Kynningin verður haldin í A-sal Gerðubergi og hefst kl.20.00. Hvetjum alla til að mæta, bæði ræktendur sem og hinn almenna hundaeiganda. Laugardaginn 25.janúar mæta 120 hreinræktaðir hvolpar af 31 hundategundum í dóm á vetrarhvolpasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin í Gæludýr.is, Korputorgi og hefjast dómar kl. 9:00 og standa fram eftir degi. Áætlað er að úrslit hefjast um kl. 14:30 og þá kemur í ljós hvaða hvolpar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.
Fjórir íslenskir dómaranemar dæma í tveimur sýningarhringjum samtímis. Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og sitja við sýningahringi. Sýninganúmer verða afhent á staðnum. Keppt er um BIS-Baby og BIS-Puppy. Hérna má sjá dagskrá sýningarinnar sem er í boði Dýrheima, umboðsaðila Royal Canin á Íslandi. Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir allar tegundir á komandi febrúar sýningu. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að finna nýjan dómara til vara og/eða gera breytingar á áætlun ef fjöldi skráðra hunda í hverri tegund gerir það nauðsynlegt. ![]()
Búið er að setja inn kynningu á þeim dómurum sem koma til með að dæma á næstu alþjóðlegu sýningu félagsins 22. og 23.febrúar næstkomandi. Dómarakynninguna má finna hér.
Dýralæknirinn Finn Boserup frá Danmörku mun augnskoða hunda í tengslum við sýningu félagsins 21. - 23. febrúar nk. Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.
Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 7. febrúar. Augnskoðun hunda kostar 5.720 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 11.440. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ •Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). •Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). •Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 22. - 23. febrúar 2014.
Skráningafresti lýkur föstudaginn 24. janúar 2014. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Dómarar að þessu sinni eru: Arne Foss (Noregur), Francesco Cochetti (Ítalía), Kurt Nilsson (Svíþjóð), Benny Blid (Svíþjóð), Kenneth Edh (Svíþjóð) og Branislav Rajić (Slóveníu) Hægt er að skrá á sýninguna í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Álag mun geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni síðustu daga skráningar og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. fyrir 10. janúar 2013. Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Uppskeruhátíð HRFÍ verður haldið laugardaginn 25. janúar í félagsheimili Fáks í Reykjavík. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Boðið verður uppá dásamlegan kjúklingarétt og girnilegt kjúklingalasagna ásamt meðlæti ala Jóna og Sigrún. Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara en gos er þeim velkomið að koma sjálfir með eigin drykkjarföng. Stigahæstu ræktendur ársins verða heiðraðir ásamt því að veglegt happadrætti verður. Veislustjórar verða Daniel Örn Hinriksson og Sóley Halla Möller. Vinsamlega athugið að hámarksfjöldi er 180 manns. Miðasala fer fram á skrifstofu HRFÍ og lýkur 20. janúar. Verð á mann er kr. 2000. Einn happadrættismiði fæst fyrir framvísun aðgöngumiða en einnig verður hægt að kaupa stakan miða á 500kr eða búnt með 5 miðum á 1500kr. Hvolpasýning HRFI verður haldin í Gæludýr.is Korputorgi laugardaginn 25.janúar nk.
Hvolpasýning er opin öllum HRFI ættbókafærðum hvolpum á aldrinum 4-9.mánaða og skiptist sýningin að þessu sinni í Besta ungviði sýningar (4-6.mánaða) og Besta hvolp sýningar (6-9.mánaða). Hvolpasýning er góður vettvangur til að umhverfis og sýningaþjálfa hvolpa í talsvert rólegra umhverfi en stóru sýningar félagsins eru. Dómarar verða þeir dómaranemar sem lengst eru komnir í náminu, nánar auglýst síðar. Skráningafrestur er til og með 10.janúar, vinsamlega athugið að allar breytingar s.s eigandaskipti, ættbókaskráning eða umskráning, þurfa að hafa borist fyrir 3.janúar til að tryggja að hvolpur komist á sýninguna. Hægt er að skrá á sýninguna í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Skráningagjald á sýninguna er 1950 kr. á hvolp. |
|