HRFÍ óskar Þorsteini innilega til hamingju með þennan stóra áfanga!
Stjórn HRFÍ hefur staðfest sýningadómararéttindi Þorsteins Thorsteinsonar, en Þorsteinn hefur réttindi til að dæma íslenskan fjárhund. Hann er níundi dómarinn sem útskrifast úr dómaranámi sem félagið hefur staðið fyrir undir handleiðslu danska hundaræktarfélagsins, DKK.
HRFÍ óskar Þorsteini innilega til hamingju með þennan stóra áfanga! FCI tilkynnti á dögunum breytingar á standard fyrir Dobermann sem tekur gildi 1.ágúst 2016
Sýningastjórn vill sérstaklega benda á breytingu á skotti og eyrum „TAIL: The tail is left natural and is ideally carried high in a slight curve“ „Ears: The ears, are left natural and of an appropriate size; they are set on either side at the highest point of the skull and are ideally lying close to the cheeks.“ Frá og með 1. ágúst n.k. gerir staðall Dobermann því ráð fyrir að hundurinn sé ekki eyrna- eða skottstífður. ![]() Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan ungmennadeildar félagsins og mun keppni ungra sýnenda verða föstudagskvöldið 26. febrúar í reiðhöllinni í Víðidal og hefst dómur kl.18:00 Dómari í þeirri keppni verður hinn virti atvinnusýnandi Marc Linnér frá Svíþjóð. Á sama stað verður hvolpakeppni HRFI og Royal Canin, en hvolpasýningin er fyrir hvolpa á aldrinum 3.-9.mánaða. Dómar hefjast kl.19.00. Hægt er að skrá á sýningarnar í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Síðasti skráningadagur er 15. janúar á fyrsta skráningafresti (Gjaldskrá 1) Síðasti skráningardagur er 29. janúar á seinni skráningafresti (Gjaldskrá 2. skráningadagur) Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá sem fyrst. Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 27.- 28.febrúar 2016.
Dómarar að þessu sinni eru: Dusan Paunovic (Serbíu), Leif Ragnar Hjort (Noregi), Þórdís Björg Björgvinsdóttir (Íslandi), Jean-Jacques Dupas (Frakkland) og Tino Pehar (Króatíu) Áætlað er að vera með tegundahópar 1, 4/6, 7, 9 og 10 á laugardegi og 2, 3, 5 og 8 á sunnudegi. Hægt er að skrá á sýningarnar í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Síðasti skráningadagur er 15. janúar á fyrsta skráningafresti (Gjaldskrá 1) Síðasti skráningardagur er 29. janúar á seinni skráningafresti (Gjaldskrá 2. skráningadagur) Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Álag mun geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni síðustu daga skráningar og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. fyrir 15. janúar 2016. Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Jens Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið helgina 27.-28.febrúar nk í tengslum við hundasýningu félagsins í Víðidal.
Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Síðasti skráningardagur í augnskoðun er miðvikudagurinn 17.febrúar, eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss. Augnskoðun hunda kostar 6.100 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 12.200. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ •Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). •Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). •Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. Ákveðnar hafa verið fjórar dagsetningar augnskoðana fyrir 2016, skoðað verður fjórum sinnum í Reykjavík þar af tvisvar í tengslum við sýningar félagsins í Víðidalnum og einu sinni á Akureyri.
Reykjavík - Víðidal 27.-28. febrúar 2016 Dýralæknir: Jens Kai Knudsen Reykjavík (Síðumúla 15) og Akureyri 20.-22.maí 2016 Dýralæknir: Susanne Mølgaard Kaarsholm Reykjavík - Víðidal 03.- 04. september 2016 Dýralæknir: Jens Kai Knudsen Reykjavík - Skrifstofu HRFI Síðumúla 25.-26. nóvember 2016 Dýralæknir: Susanne Mølgaard Kaarsholm |
|