Boðið verður uppá glæsilegt steikarhlaðborð ásamt meðlæti!
Dagskrá kvöldsins verður glæsileg að vanda en stigahæstu ræktendur ársins verða heiðraðir að venju og okkar risastóra happdrætti verður á sínum stað.
Vinsamlega athugið að hámarksfjöldi sem kemst inní húsið er 160 manns og síðast komust færri að en vildu.
Miðaverð er 4.000 kr. - fyrir félagsmenn – 5.500 kr. fyrir aðra.
Á hverjum miða er happdrættisnúmer en hægt er að kaupa auka happdrættis miða - 1 miði á 500 kr. - 3 miðar á 1.000 kr.
Miðasala fer fram á skrifstofu. Hægt er að hringja inn og greiða fyrir sína miða og fá þá afhenta á staðnum, en ekki verða teknir frá miðar.
Miðasölu lýkur fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15:00!
Nánari upplýsingar verða á Facebook viðburðnum sem sjá má hér.