Sýningin að þessu sinni er alþjóðleg og norðurljósasýning og eru því veitt CACIB og NLM stig ásamt íslenskum meistarastigum. Eins og komið hefur fram er ekki sérstök hvolpasýning á föstudagskvöldið heldur eru hvolpar sýndir í hvolpaflokki í dóm með sinni tegund.
Sýningin hefst báða daga kl. 9:30 og standa dómar á tegundum til um það bil 13:30. Áætlað er að úrslit hefjist báða daga kl. 14. Dómarar sýningar eru Anna Brankovic (Serbía), Daníel Örn Hinriksson (Ísland), Harto Stockmari (Finnland), Luis Pinto Teixeira (Portúgal), Moa Persson (Svíþjóð) og Zoran Brankovic (Serbía). Keppni ungra sýnenda fer fram á sunnudeginum og hefst kl. 12. Dómari verður Anne Gil frá Noregi en 24 ungmenni eru skráð til keppni.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.

Dagskrá sýningar, 23.-24. febrúar |

Dagskrá úrslita, 23.-24. febrúar |