Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ í gegnum netfang hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.
Ógreiddir tímar detta sjálfkrafa út sé ekki greitt fyrir tímann samdægurs.
Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 4. febrúar eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss.
Síðasti dagur til að gera breytingar á skráningu er einnig 4 . febrúar.
Augnskoðun hunda kostar 8.500 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 20.500 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.
Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.
Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.
Úr lögum HRFÍ
- Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
- Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
- Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.