Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Umsagnir, niðurstöður og sýningaskrá fyrir Norðurljósasýninguna 29. febrúar - 1. mars 2020

25/2/2020

 
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/200261/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261/storering

Dagskrá og PM sýningar

Norðurljósasýning 29. febrúar - 1. mars - Stærsta sýning frá upphafi!

25/2/2020

 
Picture
Þá er komið að fyrstu sýningu ársins og stærstu sýningu frá upphafi! Norðurljósasýningin fer fram um helgina, 29. febrúar – 1. mars, í reiðhöll Fáks í Víðidal. Sýningin er alþjóðlegsýning. Fjöldi sölu- og kynningabása verða á svæðinu!
Þetta er stærsta sýning frá stofnun félagsins en alls eru 889 hundar skráðir sem keppa yfir helgina auk 29 ungmenna sem keppa í keppni ungra sýnenda á laugardeginum í hring 6. Dómar hefjast kl. 9:00 í dómhringjum og er áætlað að úrslit hefjist kl. 14:30 á laugardag og kl. 15:00 á sunnudag. 
Dómarar helgarinnar verða: Bo Skalin (Svíþjóð), Harry Tast (Finnland), Levente Miklós (Ungverjaland), Ligita Zake (Lettland), Marie Callert (Svíþjóð), Tatjana Urek (Slóvenía) og Tracey Douglas (Írland). Theodóra Róbertsdóttir dæmir keppni ungra sýnenda.
Myllumerki (e. hashtag (#)) helgarinnar er #nordurljosasyning2020.
​
Dagskrá og PM má finna hér

Umsagnir, sýningaskrá og úrslit má nálgast hér:
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/200261/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261/storering
Umsagnir og úrslit birtast samstundis en ath. að sýningaskrá opnast ekki fyrr en klukkustund áður en sýningin hefst.

Minnum félagsmenn og gesti á að passa umgengnina yfir helgina og biðjum við ykkur að hafa eftirfarandi í huga:
  1. Hundar eru EKKI leyfðir í áhorfendastúku eða anddyri Reiðhallarinnar.
  2. Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
  3. Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
  4. Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
  5. Gúmmíkústar verða staðsettir við hringina, þeir eru tilvaldir til þess að sópa hár af teppum. Hikið ekki við að grípa í kúst og haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.
  6. Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.
Við óskum öllum góðs gengis og skemmtunar! Hlökkum til að byrja sýningarárið með félagsmönnum!

Lokun skrifstofu

25/2/2020

 
Lokað er á skrifstofu föstudaginn 28.02.2020 vegna sýningar félagsins en einnig verður skrifstofan lokuð mánudaginn 02.03.2020. 
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15.
Gotskráningar teljast mótteknar þann dag sem gögn og greiðsla berast. Hægt er að leggja inn á reikning félagsins en r
eikningsnúmerið er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249 gjaldskrá má sjá hér: Gjaldskrá    

​Einangrun hunda stytt úr fjórum vikum í tvær vikur.

24/2/2020

 
Picture
Stjórn félagsins sendi eins og þekkt er umsögn til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um drög að reglugerð um innflutning hunda og katta.  Umsögnin er liður í áralangri baráttu félagsins fyrir endurskoðun á reglum um einangrun hunda.  Í framhaldi umsagnarinnar var félaginu boðið að koma til fundar í ráðuneytinu.  Herdís Hallmarsdóttir, formaður og Guðbjörg Guðmundsdóttir, varamaður í stjórn fóru á fund í ráðuneytinu fimmtudaginn síðastliðinn og funduðu með Lindu Fanney Valgeirsdóttur lögfræðingi og Kjartani Hreinssyni dýralækni.  Í framhaldi fundarins fengu fulltrúar félagsins send ný drög að reglugerð um innflutning hunda og katta og eins um einangrunarstöðvar. Í beinu framhaldi sendi stjórn nýja umsögn til ráðuneytisins sem er að finna hér að neðan.  Að einhverju leyti var tekið tillit til athugasemda félagsins en öðru ekki að svo stöddu.
 
Stjórn félagsins fagnar þeim áfangasigri að einangrun færist niður í 14 sólarhringa úr fjórum vikum og tekur það gildi frá og með 1. mars n.k. Er það stórt framfaraskref við innflutning og er að sama skapi lyftistöng fyrir hundarækt hér á landi. Síðast en ekki síst er það mun minna álag á dýr að sæta tveggja vikna einangrun en fjögurra vikna.
 
En betur má ef duga skal!  Enn eru atriði sem stjórn telur að skoða þurfi betur. Útfrá áhættumatinu fæst ekki betur séð en að gæludýravegabréf ætti að nægja sem sóttvörn, sér í lagi vegna flutnings hunda frá Norður Evrópu. Og meðan stjórnvöld telja einangrun að einhverju leyti nauðsynlega ættu tíu dagar að duga eins og þekkist í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Að sama skapi er óskiljanlegt hvers vegna eigendur mega ekki heimsækja dýrin sín meðan á einangrun stendur.  Því er verk eftir óunnið í einangrunarmálum og mun félagið halda áfram að vinna þeim málum brautargengi.  

Umsögn (2) HRFÍ einangrun gæludýra.pdf
File Size: 152 kb
File Type: pdf
Download File

Umsögn HRFÍ Einangrunarstöðvar
File Size: 197 kb
File Type: pdf
Download File

NÁMSKEIÐ FYRIR RÆKTENDUR OG AÐRA ÁHUGASAMA UM RÆKTUN - FRESTAÐ

19/2/2020

 
Hundaræktarfélag Íslands mun standa fyrir námskeiði fyrir ræktendur og aðra áhugasama um ræktun með Anne-Chaterine Ancan Edoff frá Svíþjóð helgina 14. og 15. mars nk. kl. 9.30-16.00. Athugið að námskeiðið fer fram á ensku.
Verð er 15.000 kr. fyrir félagsmenn en 30.000 kr. fyrir aðra. Innifalið í verði er hádegisverður og snarl. Námskeiðið fer fram í Krikaskóla, Mosfellsbæ.
Skráning fer fram í síma 588-5255 eða á skrifstofu HRFÍ og þarf að greiða námskeiðsgjaldið til að tryggja pláss. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 11. mars.
Á námskeiðinu mun Anne fara í gegnum ýmsa þætti er við koma ræktun hunda.
Þessir þættir eru meðal annars:
- Uppruni hundsins
- Ræktunarmarkmið og erfðir
- Lykilatriði hins fullkomna hunds
- Erfðagallar og kröfur um heilbrigðisathuganir
- Lykilatriði í fækkun vandamála tengdum erfðum
- Skyldleikaræktun
- Vinsælir undaneldisrakkar
- Fjölskyldutengsl
​
Við vonumst til að sem flestir nýti sér þetta frábæra tækifæri!

Hér er stutt kynning á Anne:
Anne kynntist hundaheiminum fyrst árið 1967 þegar hún eignaðist Schäfer. Hún byrjaði að rækta tegundina ásamt eiginmanni sínum árið 1976 og stóðu hundarnir sig vel, bæði á sýningum og í vinnu. Aðrar tegundir sem þau hafa átt, ræktað og unnið með eru Amerískur cocker spaniel, Pointer og Norfolk terrier.
Hún hefur dæmt á sýningum um allan heim en árið 1989 fékk hún dómararéttindi á Schäfer. Í dag dæmir hún allar tegundir í tegundahópum 1 og 5 ásamt fjölmörgum tegundum í tegundahópum 2, 7 og 8.
Anne er matsmaður í skapgerðarmati hjá sænska hundaræktarfélaginu (SKK). Einnig hefur hún starfað sem hundaþjálfari og séð um menntun hundaþjálfara fyrir SKK. Hún hefur verið með fjölmörg námskeið fyrir SKK, bæði fyrir ræktendur og hinn almenna félagsmann.

Norðurljósasýning HRFÍ 29. febrúar - 1. mars - Stærsta sýning frá upphafi!

10/2/2020

 
Stærsta sýning frá upphafi! Nú er að koma að fyrstu sýningu ársins og byrjar sýningaárið með trompi - Alþjóðleg Norðurljósasýning HRFÍ fer fram helgina 29. febrúar - 1. mars í reiðhöll Fáks í Víðidal. Skráningin á sýninguna er glæsileg en 889 hundar eru skráðir sem gerir sýninguna þá stærstu frá upphafi!
Dómar hefjast í öllum hringjum kl. 9. Hádegishlé verður gert á dómum eins og sést í dagskrá. Keppni ungra sýnenda hefst eftir dóma á eldri flokki í hring 6.
Vegna frábærrar skráningar þurftum við að bæta við dómara, en Marie Callert frá Svíþjóð mun dæma á laugardeginum.
​Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni, í dagskrá kemur fram fjöldi skráðra hunda, ræktunar- og afkvæmahópa á eftirfarandi hátt: Tegundarheiti (fjöldi skráðra hunda – fjöldi skráðra ræktunarhópa – fjöldi skráðra afkvæmahópa). ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring. Vekjum athygli á að einhverjar breytingar hafa orðið á útgefinni dómaraáætlun vegna skráningar á sýninguna.
Dagskrá Norðurljósasýningar - 29. febrúar - 1. mars
File Size: 186 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita
File Size: 10 kb
File Type: pdf
Download File

Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunni 29. febrúar og 1. mars (29. febrúar er merktur sem dagur 1 og 1. mars sem dagur 2) og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýningastjórn birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.

Skammstafanir í PM: 

BAK - Hvolpar 4-6 mánaða
HVK - Hvolpar 6-9 mánaða
JK - Ungliðaflokkur
MK - Unghundaflokkur
AK - Opinn flokkur
BK - Vinnuhundaflokkur
CHK - Meistaraflokkur
​VK - Öldungaflokkur
OPP - ræktunarhópar
AVL - afkvæmahópar
PM - 29. febrúar - 1. mars
File Size: 75 kb
File Type: pdf
Download File

Upplýsingar fyrir þá sem eru að koma í augnskoðun

5/2/2020

 
Augnskoðun fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15, 108 Reykjavík. 6.-7. febrúar. 
Jens Kai Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið.

Við viljum minna félagsmenn sem eru að koma með hundana sína í augnskoðun að ganga vel um skrifstofu félagsins og húseignina í Síðumúla 15 og alls ekki leyfa hundum að merkja innandyra né við inngang.
Geri hundur þarfir sínar innandyra ber eiganda/ umsjónarmanni að þrífa upp eftir hann.
Hægt er að koma með rakkabindi fyrir þá hunda sem eru gjarnir á að merkja inni.

Einnig viljum við minna á að passa bil milli hunda meðan þeir bíða eftir sínum tíma. 
Eftir augnskoðunina eru augu hundsins viðkvæm fyrir birtu svo ekki er ráðlagt að þeir séu í mikilli sól eða birtu, best er að geyma lengri göngutúra eftir augnskoðunina þangað til daginn eftir.
Við minnum á að ekki er hægt að skipta um hunda í augnskoðuninni eftir miðvikudaginn 5 febrúar.
Einnig
 biðjum við um að ekki sé komið með aðra hunda en þá sem eiga pantað í augnskoðunina.

Við biðjum þá sem eru að mæta með hundana sína í skoðun að mæta um 10-15 mínútum fyrir tímann sinn svo hægt sé að setja augndropa í hundana fyrr til þess að allt gangi sem best og við náum að halda áætlun. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða senda póst á hrfi@hrfi.is ef einhverjar aðrar spurningar vakna.

    Eldri fréttir
    ​

    December 2023
    November 2023
    October 2023
    September 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo from jinkemoole