Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Framboð til stjórnar HRFÍ

31/3/2017

 
Á næsta aðalfundi félagsins verður kosið um formann félagsins, tvo meðstjórnendur sem og varamann þeirra. Í gær rann út framboðsfrestur og eftirfarandi félagsmenn gefa kost á sér.


Herdís Hallmarsdóttir gefur áfram kost á sér til formanns.
Daníel Örn Hinriksson og Pétur Alan Guðmundsson gefa kost á sér áfram í aðalstjórn félagsins.
Eftirfarandi gefa einnig kost á sér í aðalstjórn en til vara í stöðu varamanns:
Damian Krawczuk, Kjartan Antonson, Rúna Helgadóttir Borgfjörð, Viktoría Jensdóttir og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.  

Kynning á frambjóðendum verður kynnt nánar síðar sem og nánari kynning á fyrirkomulagi kosninga utan kjörfundar. 

Þakkir

30/3/2017

 
Í dag fimmtudaginn 30. mars er síðasti starfsdagur Klöru Símonardóttur hér á skrifstofu HRFÍ en hún heldur nú á vit nýrra ævintýra eftir 7 ára farsælan feril hjá félaginu. Við á skrifstofunni og stjórn HRFÍ þökkum Klöru kærlega fyrir samstarfið, frábærlega unnin störf og óskum við henni velfarnaðar á nýjum vettvangi en vonumst jafnframt til að njóta krafta hennar áfram innan félagsins.
Picture

Veiði- og vinnunámskeið á vegum Retrieverdeildar

21/3/2017

 
Helgina 30. júní til 2. júlí stendur stjórn Retrieverdeildar fyrir veiði og vinnu námskeiði. Kennari verður Trond Gjotterud frá Noregi. Honum til aðstoðar verður Aase Ramsrud.

Sjá nánar hér: http://www.retriever.is/v.asp?page=44&Article_ID=365

Sérsýning Chihuahua- og Mjóhundadeildar

21/3/2017

 
Picture

Framboðsfrestur til stjórnar HRFÍ

15/3/2017

 
Á næsta aðalfundi félagsins verður kosið um formann félagsins og tvo meðstjórnendur og varamann þeirra. Til samræmis við 10. gr. laga HRFÍ rennur framboðsfrestur út 30. mars nk. en nöfn frambjóðenda verða tilkynnt á heimasíðu félagsins í beinu framhaldi.

Framboð skal sent stjórn eða skrifstofu félagsins með sannanlegum hætti. Hægt er að senda tölvupóst á netfang stjórnar, stjorn@hrfi.is, eða verkefnastjóra, gudny@hrfi.is.

Sýningarskrá hvolpasýningar

3/3/2017

 
sýningaskrá_með_númerum_hvolpar.pdf
File Size: 143 kb
File Type: pdf
Download File

Litli Sámur - mars

3/3/2017

 
Litli Sámur - mars - PDF gæði
File Size: 514 kb
File Type: pdf
Download File

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Tillögur um lagabreytingar á aðalfundi 2017

1/3/2017

 
Á næsta aðalfundi félagsins koma til umfjöllunar fimm tillögur um lagabreytingar en frestur til að skila slíkum tillögum til stjórnar rann út í gærkvöldi á miðnætti . Stjórn leggur til fjórar tillögur en ein kemur frá stjórn Vorstehdeildar.
Stjórn Vorstehdeildar leggur til bann við því að aðili sitji samtímis í stjórn Hrfí og stjórn deilda.
Stjórn leggur í fyrsta lagi til breytingu á fresti til skila á ársreikningum félagsins til endurskoðenda. Þá leggur stjórn til breytingar á VII. kafla laganna sem fjallar um ræktunardeildir félagsins. Vinna við endurskoðun kaflans sem og reglna um stofnun og starfsemi ræktunardeilda hefur staðið yfir í um tvö ár með aðkomu fjölda félagsmanna. Þá ráðfærði stjórn sig við laganefnd félagsins og byggir tillagan að verulegu leyti á tillögum laganefndar. Í þriðja lagi leggur stjórn til stofnun úrskurðarnefndar hjá félaginu vegna viðskipta með hunda sem hafa verið ættbókarfærðir hjá félaginu. Er þetta nýmæli en byggir á danskri fyrirmynd. Innan félagsins hefur ekki verið vettvangur fyrir að greiða úr ágreiningi sem rís vegna viðskipta með hunda en að sama skapi skiptir verulegu máli fyrir orðspor félagsins að viðskipti ræktenda séu til samræmis við góða og eðlilega viðskiptahætti sem og grundvallargildi HRFÍ. Í fjórða lagi er lagt til að skipaður verði umboðsmaður félagsmanna sem hefur það hlutverk að gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna samkvæmt lögum og grundvallarreglum félagsmanna. Stjórn naut aðstoðar og leiðsagnar laganefndar við samningu tillagna þessara.

Tillögurnar sem bornar verða upp á næsta aðalfundi en samkvæmt 29. gr. laga félagsins verða þær að lögum hljóti þær a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. Hér má finna tillögurnar til nánari skoðunar. 

Aðgengi sýnenda og áhorfenda á Norðurljósasýningu

1/3/2017

 
Okkur langaði að vekja athygli á því að aðgengi áhorfenda verður örlítið breytt frá fyrri sýningum. Vegna stækkunar hringja, fjölda skráninga og tilraunar við að senda sýninguna beint út á netinu munum við takmarka aðgengi áhorfenda að sýningarhringjunum. Að þessu sinni geta einungis sýnendur hunda, umráðamaður hunds og hundur farið inn á sýningargólfið með sýningarnúmeri sem sýnt er við innganginn bakatil en lokað verður á milli "gólfs" og stúku. Þess má geta að hringir verða færðir nær stúkunni og verður allt áhorfendavænna. Í anddyri hallarinnar eru kynningarbásar frá styrktaraðilum okkar og fleirum en við hvetjum ykkur til að heimsækja þá, nýta ykkur tilboð og fá jafnvel að prófa eitthvað nýtt. Ungmennadeildin verður með veitingasölu að venju en þar má finna gómsætar veitingar fyrir mannfólk og að sjálfsögðu lifur fyrir sýningarhundana. Augnskoðun fer einnig fram í anddyri sýningar og því verður margt um manninn. 
Hér getið þið rifjað upp stemmninguna á Winter Wonderland sýningunni. Sjáumst!
Picture

    Eldri fréttir
    ​

    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole