Skrifstofa Hundaræktarfélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegrar hátíðar. Skrifstofan verður lokuð yfir páskahátíðina, opnum aftur þriðjudaginn 22.apríl kl.10.00
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út 30. mars sl.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Í ár skal kjósa sameiginlega tvo meðstjórnendur til tveggja ára og einn varamann til tveggja ára Neðangreindir félagsmenn skiluðu inn framboði fyrir tilskilinn framboðsfrest, meðfylgjandi er kynningar á frambjóðendum: (Klikkið á myndina til þess að skoða) Núna býður Hundaræktafélagið félagsmönnum með kredikort uppá staðgreiðslulán fyrir upphæðir hærri en 20.000.- Hægt er að dreifa greiðslum á allt að þrjá mánuði. Lánið ber 3, 5% lántökugjald + almenna vexti (skv. gjaldskrá borgunar) og vinnslugjald kr. 198.- pr lán. Er þetta liður í því að koma á móts við félagsmenn í stærri útgjöldum, svo sem skráningu gota, skráningagjöldum á sýningar, augnskoðanir og fleira.
Staðgreiðslulán er aðeins hægt að fá gegn undirskrift og eru þau því aðeins afgreidd á skrifstofu. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að setja staðgreiðslulán á Amexkort, veltukort eða fyrirtækjakort. Lorna Newman BVM&S Cert V Ophthal MRCVS frá Bretlandi mun koma og augnskoða fyrir félagið helgina 6-8 júní nk. Lorna mun augnskoða á Akureyri á föstudeginum 6.júní og í Reykjavík 7-8.júní.
Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Síðasti skráningardagur í augnskoðun er þriðjudagurinn 20. maí. Augnskoðun hunda kostar 5.720 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 11.440. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ •Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). •Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). •Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. Hundaræktarfélagið hefur eignast nýjan sýningadómara, en sýningadómaranefnd hefur útskrifað með hjálp Danska Kennelklúbbsins Herdísi Hallmarsdóttir.
Herdís er með réttindi á eftirtaldar tegundir: Australian Shepherd, English Cocker Spaniel, Golden Retriever, Icelandic Sheepdog og Labrador Retriever. Hundaræktarfélagið óskar þessum glæsilega fulltrúa okkar innilega til hamingju. |
|