Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Kynningafundur í kvöld á netinu.

27/4/2016

 
Við minnum á kynningafund um tillögur starfshóps um störf ræktunardeilda í kvöld kl.18.00 á skrifstofu HRFI Síðumúla 15, en hægt verður að fylgjast með fundinum á Skype for business hér: Tengjast netfundi 

Hægt er að tengjast í gegnum tölvu eða snjallsíma, en nauðsynlegt er að ná í forritið og setja það upp. Forritið er frítt (bæði í tölvu og síma) og nokkuð einfalt í uppsetningu og mun þetta verða það forrit sem verður notað framvegis hjá félaginu fyrir samskonar fundi.  Fundurinn hefst kl.18.00 en við mælum með að fólk sem ekki þekkir Skype business tengist inn fyrr til að allt sé örugglega farið að virka þegar fundurinn hefst.  Nauðsynlegt er að vera með hljóðkort og opið fyrir hljóðið til tölvunni til að geta hlustað á fundinn, en þeir sem ekki eru með hljóð geta alltaf fylgst með glærunum. 

Hugmyndin er að netfundargestir geti tjáð sig og tekið þátt í umræðum, en til þess að það sé möguleiki er nauðsynlegt að allir netfundagestir séu á kyrrlátum stað svo umhverfishljóð trufli ekki fundinn. Fundastjóri áskilur sér rétt á að loka fyrir að einstaka eða allir fundagestir geti tjáð sig ef mikil truflun verður á fundinum vegna þessa. 

Nýr starfsmaður á skrifstofu

26/4/2016

 
Picture

Nýr starfsmaður Stefanía H. Sigurðardóttir mun hefja störf á skrifstofu 1.maí nk. og ganga í störf Klöru Símonardóttir sem mun fljótlega fara í tíu mánaða leyfi frá störfum.   Við bjóðum Stefaníu velkomna til starfa.  

​Netfangið hennar verður stefania@hrfi.is 

Kynningafundur 27.apríl 

19/4/2016

 
Starfshópur um starf ræktunardeildar hefur skilað inn tillögum um breytingar á starfsreglum ræktunardeilda og  í kjölfarið sameiningu nokkurra deilda.  Stjórn HRFÍ hefur fjallað um tillögurnar og kynnt þær fyrir þeim deildum sem koma við sögu í fyrsta áfanga breytinganna og að auki fyrir fulltrúaráði félagsins. 
Stjórn félagsins boðar til almenns félagsfundar 27. apríl kl. 18:00 á skrifstofu félagsins Síðumúla 15 þar sem þessar tillögur verða kynntar og ræddar.
Ákvörðun um að leggja niður deildir eða stofna nýjar verða lögum samkvæmt aðeins teknar á aðalfundi félagsins og þurfa slíkar breytingar aukinn meirihluta atkvæða fundarmanna (tvo þriðju atkvæða). 

Augnskoðun í Reykjavík og Akureyri í maí

15/4/2016

 
Susanne Mølgaard Kaarsholm frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið dagana 19.-21.maí nk.  Susanne mun augnskoða á Akureyri á fimmtudeginum 19.maí og á skrifstofu HRFI Síðumúla 15, 108 Reykjavík 20.-21.maí.  

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er miðvikudagurinn 4. maí.

Augnskoðun hunda kostar 6100 fyrir virka félagsmenn.  Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 12.200. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
•Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
•Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). 
•Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. 

Starf á skrifstofu HRFÍ

8/4/2016

 
Í Hundaræktarfélagi Íslands er laust til umsóknar tímabundið 80% starf á skrifstofu, með möguleika á framtíðarstarfi.  
Helstu verkefni:
Starfsmaðurinn mun sjá um almenn skrifstofustörf, umskráningu á erlendum ættbókum, útgáfu ættbóka, halda utan um heilsufarsupplýsingar og sinna ýmsum minni verkefnum sem upp koma í daglegum rekstri.

​Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking á félaginu er nauðsynleg og þekking á ræktun er plús
  • Góð kunnátta í töflureikni og færni í helstu notendaforritum.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 
Um 80% starf er að ræða í 10.mánuði frá og með byrjun maí. Nánari upplýsingar veitir Fríður Esther Pétursdóttir framkvæmdastjóri, fridur@hrfi.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2016 og skal umsóknum skilað á netfang framkvæmdastjóra, fridur@hrfi.is  merkt „Skrifstofa HRFI“ Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.

Hlutastarf á skrifstofu HRFI

8/4/2016

 
Í Hundaræktarfélagi Íslands er laust til umsóknar 15-20% tímabundið starf á skrifstofu með möguleika á framlenginu.  Starfið lýtur að færslu bókhalds og getur hentar sem aukavinna þar sem viðvera starfsmanns getur verið samkomulagsatriði.

Helstu verkefni:
Starfsmaður hefur umsjón með bókhaldi félagins, en félagið notar viðskiptahugbúnaðinn Reglu.
Helstu verkefni eru merking og skráning reikninga sem og uppgjör og afstemmingar ýmis konar tengd bókhaldi og önnur tilfallandi störf á skrifstofu.

Um tímabundið hlutastarf í 10.mánuði er að ræða frá og með byrjun maí. Nánari upplýsingar veitir Fríður Esther Pétursdóttir framkvæmdastjóri, fridur@hrfi.is
​

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2016 og skal umsóknum skilað á netfang framkvæmdastjóra, fridur@hrfi.is merkt "Bókhald HRFI" umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf.

Fréttabréf félagsins í apríl

1/4/2016

 
Picture
Picture
Picture
Litli Sámur í betri gæðum (PDF)
File Size: 549 kb
File Type: pdf
Download File

Ritara og hringstjóranámskeið

1/4/2016

 
Ritara- og hringstjóranámskeið verður haldið laugardaginn 23.apríl kl. 10-17 ef næg þáttaka fæst. Skráning hjá skrifstofu félagsins í síma 588 5255 eða á hrfi@hrfi.is Hádegismatur verður í boði.

Frábært tækifæri til að læra meira á sýningakerfið okkar og geta lagt sitt að mörkum til að hægt sé að halda úti reglulegum sýningum, en allar sýningar eins og annað starf innan félagsins velta á framlagi félagsmanna. 

Leiðbeinendur verða Þorsteinn Thorsteinson og Lilja Dóra Halldórsdóttir. 

    Eldri fréttir
    ​

    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole