Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Hefurðu tíma og áhuga? 

31/5/2016

 
Fyrsta verk nýrrar stjórnar HRFÍ er að skipa í fastanefndir félagsins en þær eru:

​Skólanefnd, ritnefnd Sáms, sýningastjórn, framkvæmdanefnd sýninga, vísindanefnd og laganefnd.

Allir félagsmenn geta boðið sig fram til starfa í nefndunum og eru áhugasamir hvattir til þess að senda tölvupóst til stjórnar á netfangið stjorn@hrfi.is fyrir fimmtudaginn 2.júní næstkomandi.


​

Opið hús 2. júní

27/5/2016

 
Ákveðið hefur verið að hafa opið hús hjá Hundaræktarfélaginu fyrsta eða annað fimmtudagskvöld í hverjum mánuði. Þar gefst félagsmönnum kostur á að hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Á síðasta opna fundi var fín mæting, fjölbreyttur og góður hópur mætti og ræddi saman hin ýmsu málefni.
Næsta opna hús verður fimmtudaginn 2. júní frá kl. 17.00-19.00


​Formaður og framkvæmdastjóri verða á staðnum en formleg dagskrá verður í lágmarki.

Aðalfundur félagsins

27/5/2016

 
Aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi í veislusal reiðhallar Spretts í Kópavogi.   Úr stjórn félagsins gengu Sóley Halla Möller, Guðmundur A. Guðmundsson og Ragnhildur Gísladóttir, í þeirra stað voru kosin í aðalstjórn Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Þorsteinn Thorsteinsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir í varastjórn.  
Fundagerð fundarins verður birt á vefnum von bráðar, en skýrslu stjórnar er hægt að lesa í heild sinni hér.
Picture
Ný stjórn HRFÍ 2016-2017, talið frá vinstri Þorsteinn Thorsteinson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Pétur Alan Guðmundsson, Brynja Tomer, Herdís Hallmarsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Daníel Örn Hinriksson. 

Gæludýr í strætó

27/5/2016

 
Strætó bs.setti sig í samband við félagið og gaf því kost á að tilnefna fulltrúa í vinnuhóp til að meta möguleikann á því hvort leyfa eigi gæludýr í strætó. Stofnaður var vinnuhópur þar sem kallaðir voru til fulltrúar allra helstu hagsmunaaðila málsins til að reyna eftir fremsta megni að fá faglega umfjöllum um málefnið.  Hundaræktafélagið fagnar að hafa fengið tækifæri á að eiga málsvara hundaeiganda í þessum hópi. Formaður félagsins Herdís Hallmarsdóttir tryggði að okkar rödd fengi áheyrn, en hefur hún setið vikulega fundi vegna verkefnisins.

Vinnu hópsins er nú lokið og er það von félagsins að ákvörðun stjórnar Strætó bs. verði jákvæð í framhaldinu.
Picture
Á myndinni er hópurinn ásamt fulltrúum allra helstu hagsmunaaðila.

Tillögur til afgreiðslu á Aðalfundi félagsins

20/5/2016

 
Erindi til afgreiðslu á Aðalfundi HRFÍ 26.maí 2016.

Sameining deilda
Stjórnir Spanieldeildar, Ensk Cockerdeildar og Amerísk cocker spaniel deildar sendu stjórn tillögu að sameiningu deildanna þriggja á þann veg að tegundirnar yrðu allar saman í hópdeild; Spanieldeild. 

Erindið sem kemur til afgreiðslu er eftirfarandi:
Lagt er til að Ensk Cocker spaniel deild, Amerísk cocker spaniel deild og Spanieldeild sameinist í eina deild;  Spanieldeild.  Í þeim tilgangi og að framkominni skriflegri beiðni viðkomandi ræktunardeilda verða samhliða lagðar niður Ensk cocker spaniel deild og Amerísk cocker spaniel deild.  

 
Stofnun deildar
1. maí s.l. barst stjórn HRFÍ beiðni frá Einari Guðnasyni, Ólafi Ragnarssyni, Þórgunni P. Eyfjörð,  Oddi Örvari Magnússyni og Kristni Þór Einarssyni um endurvakningu á DESÍ Deild Ensk Setters (sjá beiðni). 

Stjórn HRFÍ samþykkti á fundi sínum 19. maí 2016 að leggja fyrir aðalfund HRFÍ tillögu um stofnun deildar Enska Settersins með fyrirvara um að Vísindanefnd væri því samþykk.(sjá greinagerð stjórnar)  Vísindanefnd skilaði greinagerð 20. maí 2016 þar sem hún taldi eðlilegast að ákvörðun um það hvort ræktunarstarfið yrði áfram undir merkjum hópdeildar eða hvort deild Enska seta yrði endurvakin sem ræktunardeild, verði í höndum stjórnar HRFI. (sjá greinagerð)

Tillaga lögð fyrir félagsfund til samþykktar: 
Meirihluti stjórnar HRFÍ gerir það að tillögu sinni að stofnuð verði ræktunardeild, sérdeild um hundakynið Enskan setter.  Skal verksvið deildar Ensk setter vera eftirfarandi: 
1. Að standa vörð um að ræktun viðkomandi hundakynja stefni að því ræktunarmarkmiði sem viðurkennt er af FCI.
2. Að vera ráðgefandi og búa yfir haldgóðri þekkingu um hvað eina er varðar ræktun og undaneldi sem og þekkingu á meðfæddum og/eða arfgengum sjúkdómum hjá viðkomandi hundakynjum. Ræktunarstjórnir skulu halda nákvæma skrá yfir allt það sem að gagni má koma við ræktun.
3. Að miðla fræðslu um viðkomandi hundakyn og stöðu ræktunarmála hverju sinni.
Gögn ræktunardeilda eru eign HRFÍ.


Breyting á reglugerð um stofnun ræktunardeilda
Frá Einari Guðnasyni (sjá erindi) 
Var:
1. Við stofnun deildar þarf að hafa 12 „óskyld“ ræktunarhæf og sýnda hunda til að byggja stofninn á. Tiltaka skal hvaða 12 hundar eru taldir uppfylla þessi skilyrði um hæf ræktunardýr og hvaða dóma hundarnir hafa fengið

Verður:
1. Við stofnun deildar þarf að hafa 12 ræktunarhæfa og sýnda hunda til að byggja stofninn á. Tiltaka skal hvaða 12 hundar eru taldir uppfylla þessi skilyrði um hæf ræktunardýr og hvaða dóma hundarnir hafa fengið

Þ.e að tekið verði út orðið "óskyld" sem er í gæsalöppum. Að öðruleiti standi liður.1 óbreyttur.

Ársreikningar
Hjálagt má finna endurskoðaða reikninga félagsins, sem nú liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða lagðir fram á aðalfundi félagsins til staðfestingar, 
HRFÍ 2016
File Size: 395 kb
File Type: pdf
Download File

RA ehf
File Size: 123 kb
File Type: pdf
Download File

Samtölureikningur
File Size: 22 kb
File Type: pdf
Download File

Sámur 1. tbl 2016 (aukablað)

15/5/2016

 
1. tbl Sáms 2016 hefur verið gefið út á netinu til að uppfylla skilyrði aðalfundar.   Vinsamlega klikkið á myndina til að skoða blaðið í Joomag eða veljið PDF neðst á síðunni. 
​
Picture
Skoða blaðíð sem PDF.
File Size: 11717 kb
File Type: pdf
Download File

FCI logó til að mótmæla Yulin hátíð í Kína. 

13/5/2016

 
FCI hefur látið útbúa logó til að mótmæla hátíð um hundaát sem fram fer í Yulin í Kína. Hundakjöts-hátíðin í Yulin í Kína fer fram 22. júní ár hvert. Þar kemur fólk saman og borðar hundakjöt til að fagna sumarsólstöðum, en árið 2014 voru um 10 þúsund hundar drepnir á hátíðinni í Yulin til að metta hátíðargesti.  Hundaræktarfélag Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við hátíðina í fyrra og sendi meðal annars kínverskum yfirvöldum harðort bréf þar sem hátíðinni var mótmælt.

Félagsmenn eru beðnir um að standa saman um að deila logóinum á sem flestum samfélagsmiðlum.
Picture
Picture
fci-log-yul.jpg
File Size: 327 kb
File Type: jpg
Download File

fci-ban-yul.jpg
File Size: 41 kb
File Type: jpg
Download File

Breytingar á sýningareglum m.a. nýir titlar

13/5/2016

 
Á stjórnarfundi 12.maí 2016 samþykkti stjórn félagsins breytingar á sýningareglum félagsins sem sýningastjórn hefur unnið að.  Hægt er að kynna sér endurbættar sýningareglur hér, en helstu breytingar eru eftirfarandi:

•        Teknar eru út gamlar tilvísanir í gildistökur eða framkvæmd sem gera má ráð fyrir að hafi ekki þýðingu í dag og fyllt inn í núgildandi reglur miðað við framkvæmd í dag, ss. varðandi auglýsingar við dómhringi, snyrtingu hunda á sýningarsvæði, staðsetningu sýningarnúmers á sýnanda, dagskrá sýningar, staðfestingu FCI á alþjóðlegu stigi og að verðlaunaborða skuli nota á sýningum.
•        Bætt er inn heimild til að áminna sýnanda fyrir brot á reglum. Einungis voru fyrir heimildir til harðari refsinga.
•        Skýrt að hringstjóranemi telst starfsmaður í dómhring - hæfisreglur eiga því líka við um hann.
•        Skýringar á einkunnum endurskoðaðar, sbr. orðalag í FCI reglum.
•        Skýring á meistaraefni endurskoðuð sbr. orðalag hjá öðrum Norðurlandafélögum
•        Bætt er inn heimild til að veita tvo nýja íslenska titila, öldungameistaratitil og ungliðameistaratitil (stig gefin í samsvarandi flokkum, án áhrifa á önnur meistarastig). Sýningastjórn telur þetta góða leið til að hvetja eigendur eldri og yngri hunda, þar sem hundur hefur ýmist hafa "lokið" sínum sýningaferli eða er svo ungur að hann á erfitt uppdráttar í keppni við eldri og þroskaðri hunda, til að mæta með hunda sína á sýningar.
•        Skýringar á afkvæma- og ræktunarhópum eru einfaldaðar og áréttaðar, sú breyting gerð á afkvæmahópum að ræktunardýr þarf ekki að sýna í öðrum keppnisflokki sýningar, en skal hafa hlotið a.m.k. "Good" einkunn á fyrri sýningu.
•        Hundar í parakeppni mega ekki hafa hlotið "0" einkunn eða "Ekki hægt að dæma".

Sýningastjórn bendir félagsmönnum að kynna sér vel breyttar sýningareglur, breytingarnar taka gildi 1.júní n.k. ​

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands

12/5/2016

 

​Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 og hefst kl. 20.00.

​Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í veislusal reiðhallar hestamannafélagsins Spretts, Hestheimum 14-16, Kópavogi, fimmtudaginn 26. maí n.k og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:
1.   Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2.   Skýrsla stjórnar HRFÍ
3.   Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4.   Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5.   Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6.   Lagabreytingar
7.   Kosning stjórnarmanna 
8.   Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara 
9.   Kosning siðanefndar 
10. Önnur mál - Tillögur til afgreiðslu 

Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2016, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn.  Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2016 voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.

Á fundinum ganga úr stjórn Sóley Halla Möller, Guðmundur A. Guðmundsson  meðstjórnendur og Ragnhildur Gísladóttir, varamaður.  Í framboði í stjórnarkjöri eru Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Thorsteinsson.  Þau bjóða sig fram aðallega í aðalstjórn en til vara í varastjórn. 

Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.

​Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund.  Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast. 

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands

Fréttablað HRFÍ í maí

6/5/2016

 
Picture
Picture
Picture
Litli Sámur maí - PDF skjal
File Size: 614 kb
File Type: pdf
Download File

<<Previous

    Eldri fréttir
    ​

    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole