Skrifstofa í samvinnu við DIF (Deild Íslenska fjárhundsins) hefur skipulagt fyrirlestur um helstu augnsjúkdóma í hundum, hjá Susanne Mølgaard Kaarsholm dýralækni föstudagskvöldið 20.maí kl.20.00 á skrifstofu HRFI. Fyrirlesturinn er opin öllum félagsmönnum HRFI.
Ákveðið hefur verið að hafa opið hús hjá Hundaræktarfélaginu annað fimmtudagskvöld í hverjum mánuði. Þar gefst félagsmönnum kostur á að hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Fyrsta opna húsið verður fimmtudaginn 12. maí kl. 17-19.
Formaður og framkvæmdastjóri verða á staðnum en formleg dagskrá verður í lágmarki. Stjórn HRFÍ hélt opin kynningarfund á skrifstofu félagsins um tillögur starfshóps um störf ræktunardeilda í síðustu viku, fundurinn var mjög vel sóttur en uþb. 70.manns sóttu fundinn og var þröngt setið í Síðumúlanum. Fundinum var jafnframt varpað á netið og gekk sú tilraun mjög vel. Þeir fundagestir sem ekki sáu sér fært að mæta gátu hlustað á fundinn og komið með fyrirspurnir í gegnum Skype Buisness og alls voru sjö aðilar sem nýttu sér tæknina á þann máta.
Glærurnar sem Herdís Hallmarsdóttir formaður notaði á fundinum er hægt að kynna sér hér |
|