Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Upplýsingar fyrir þá sem eru að koma í augnskoðun

24/5/2019

 
Augnskoðun fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15, 108 Reykjavík. 24-25 maí. 
Jens Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið.

Við viljum minna félagsmenn sem eru að koma með hundana sína í augnskoðun að ganga vel um skrifstofu félagsins og húseignina í Síðumúla 15 og alls ekki leyfa hundum að merkja innandyra né við inngang. Hægt er að koma með rakkabindi fyrir þá hunda sem eru gjarnir á að merkja inni.
Einnig viljum við minna á að passa bil milli hunda meðan þeir bíða eftir sínum tíma. 
Eftir augnskoðunina eru augu hundsins viðkvæm fyrir birtu svo ekki er ráðlagt að þeir séu í mikilli sól eða birtu, best er að geyma lengri göngutúra eftir augnskoðunina þangað til daginn eftir.

Við biðjum þá sem eru að mæta með hundana sína í skoðun að mæta um 10-15 mínútum fyrir tímann sinn svo hægt sé að setja augndropa í hundana fyrr til þess að allt gangi sem best og við náum að halda áætlun. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða senda póst á hrfi@hrfi.is ef einhverjar aðrar spurningar vakna föstudaginn 24.maí.

Dagskrá tvöföldu útisýningarinnar 8.-9. júní 2019

23/5/2019

 
​Þá líður að fyrri tvöföldu útisýning ársins sem verður haldin helgina 8.-9. júní nk. á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk mjög vel og en skráðir voru tæplega 1.400 hundar á tvær sýningar. Á laugardeginum verður Reykjavík Winner og NKU sýningin og á sunnudeginum verður alþjóðlega sýningin. Dómar hefjast í öllum hringjum kl. 9.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni – ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.
Reykjavík Winner og NKU - laugardaginn 8. júní
File Size: 183 kb
File Type: pdf
Download File

Alþjóðleg sýning - sunnudaginn 9. júní
File Size: 180 kb
File Type: pdf
Download File

Áætlað er að úrslit hefjist kl. 14:00 báða daga. Forval verður í ákveðnum atriðum og fer fram u.þ.b. 15 mínútum áður en atriðið fer inn í úrslitahring. Kallað verður upp í forval á svæðinu áður en það hefst. Sjá nánar í dagskrá úrslita hér að neðan
Dagskrá úrslita
File Size: 114 kb
File Type: pdf
Download File

Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunum 8.-9. júní og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýninganefnd birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.

Skammstafanir í PM: 

BAK - Hvolpar 4-6 mánaða
HVK - Hvolpar 6-9 mánaða
JK - Ungliðaflokkur
MK - Unghundaflokkur
AK - Opinn flokkur
BK - Vinnuhundaflokkur
CHK - Meistaraflokkur
​VK - Öldungaflokkur
PM - Reykjavík Winner og NKU sýning - laugardaginn 8. júní
File Size: 69 kb
File Type: pdf
Download File

PM - Alþjóðleg sýning - sunnudaginn 9. júní
File Size: 69 kb
File Type: pdf
Download File

Ný stjórn félagsins og Kristín Sveinbjarnardóttir heiðursfélagi

16/5/2019

 
Picture
Aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi, miðvikudaginn 15. maí í hátíðarsal Verslunarskóla Íslands.   Úr stjórn félagsins gengu Daníel Örn Hinriksson, Pétur Alan Guðmundsson og Viktoría Jensdóttir. Í þeirra stað voru kosin í aðalstjórn þau Heiðar Sveinsson og Svava Björk Ásgeirsdóttir, Guðni B. Guðnason var kjörinn varamaður þeirra. Herdís Hallmarsdóttir var sjálfkjörin formaður.


Picture
​Kristín Erla Sveinbjarnardóttir var sæmd gullmerki félagsins vegna ómetanlegs framlags hennar í þágu félagsins og málefna þess í hátt í fjóra áratugi.  Óhætt er að segja að Kristín sé vel að heiðrinum komin.  
​
​Fundagerð fundarins verður birt á vefnum von bráðar.

Efni til afgreiðslu á aðalfundi HRFÍ 15. maí, 2019

10/5/2019

 
Tillögur um lagabreytingar
Á næsta aðalfundi félagsins kemur til umfjöllunar ein tillaga um lagabreytingu frá Stjórn HRFÍ að beiðni Ungmennadeildar HRFÍ.
Tillagan verður borin upp á næsta aðalfundi en samkvæmt 29. gr. laga félagsins verða þær að lögum hljóti þær a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. 

Hér að neðan má kynna sér tillöguna.
​

Ársreikningar og erindi undir liðnum önnur mál.
Hér má einnig finna endurskoðaða reikninga félagsins sem nú liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða lagðir fram á aðalfundi félagsins til staðfestingar. Erindi undir liðnum önnur mál verða birt á mánudag. 
lagabreytingatillaga.pdf
File Size: 83 kb
File Type: pdf
Download File

Ársreikningur HRFÍ 2018
File Size: 2302 kb
File Type: pdf
Download File

Ársreikningur Ra ehf. 2018
File Size: 1354 kb
File Type: pdf
Download File

Samstæðureikningur 2018
File Size: 70 kb
File Type: pdf
Download File

Önnur mál
File Size: 85 kb
File Type: pdf
Download File

Skýrsla stjórnar 2018
File Size: 489 kb
File Type: pdf
Download File

AUGLÝSING UM UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU FYRIR AÐALFUND HRFÍ 15. MAÍ 2019

3/5/2019

 
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands fer fram þann 15. maí 2019, kl. 20:00, í hátíðarsal Verslunarskóla Íslands, bláa sal. 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir aðalfund fer fram á skrifstofu Hrfí, Síðumúla 15, 108 Reykjavík, dagana 9. og 10. maí og 13.-15. maí 2019, kl. 10-12 og 13-15, alla dagana.

Kosningarétt á aðalfundi og við utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2019 í síðasta lagi þann 8. maí 2019. Kjörskrá við utankjörfundaratkvæðagreiðslu og kosningu á aðalfundi verður lögð fram miðað við lok dags 8. maí 2019.

Í framboði í stjórnarkjöri eru:
Formaður: Herdís Hallmarsdóttir
Aðalstjórn: Guðrún Helga Harðardóttir, Heiðar Sveinsson, Mekkín Gísladóttir og Svava Björk Ásgeirsdóttir
Varastjórn: Damian Krawzcuk, Guðni B. Guðnason, Guðrún Helga Harðardóttir, Mekkín Gísladóttir og Svava Björk Ásgeirsdóttir.


Um kosninguna fer að öðru leyti samkvæmt lögum félagsins og reglum um kjörgengi, -gögn og fyrirkomulag kosninga stjórnarmanna á aðalfundi Hrfí.

Reykjavík 2. maí 2019
Kjörstjórn á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands 2019

​Ari Karlsson
Jónas Friðrik Jónsson
Erna Sigríður Ómarsdóttir

​Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands miðvikudaginn 15. maí 2019

3/5/2019

 
​Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2019 í hátíðarsal Verslunarskóla Íslands, bláa sal og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:
1.   Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2.   Skýrsla stjórnar HRFÍ
3.  Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir             síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4.   Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5.   Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6.   Lagabreytingar
7.   Kosning formanns og stjórnarmanna skv. 10.gr laga félagsins.
8.   Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara 
9.   Kosning siðanefndar 
10. Önnur mál

Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2019, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn.  Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2019 voru sendir til félagsmanna í lok árs 2018. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.

Í framboði í stjórnarkjöri eru:
Formaður: Herdís Hallmarsdóttir
Aðalstjórn: Guðrún Helga Harðardóttir, Heiðar Sveinsson, Mekkín Gísladóttir og Svava Björk Ásgeirsdóttir
Varastjórn:  Damian Krawzcuk, Guðni B. Guðnason, Guðrún Helga Harðardóttir, Mekkín Gísladóttir og Svava Björk Ásgeirsdóttir.

Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.

Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund.  Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast. 

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands

    Eldri fréttir
    ​

    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole