HRFÍ tilnefnir einn fulltrúa í keppnina í Króatíu og óskum við því eftir tilnefningum frá félagsmönnum.
Hundurinn þarf að vera skráður á sýningunni í Króatíu og teljast þar til Íslands (vera á íslensku ættbókarnúmeri og með íslenskan eiganda). Tilnefningar verða að berast fyrir 25. júní nk. og velur sýningarstjórn svo fulltrúa Íslands í keppninni.
Ath! HRFÍ greiðir engan kostnað tengdan þátttökunni eða sýningagjöld. Tilnefningar skal senda á fridur@hrfi.is