
Dagskrá laugardags |
Ný dagskrá fyrir laugardag, rauður litur þýðir að annaðhvort tími eða hringur hefur breyst. Vinsamlega kynnið ykkur vel hvar ykkar tegund er. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum. ![]()
Vinsamleg ábending til þeirra sem hafa hugsað sér að vera með sýningarþjálfun á Fákssævðinu.
Ekki er heimilt að nota þetta svæði að vild - þetta sé æfingasvæði Fáks og að það hafi borið á því undanfarið að aðilar séu með sýningaþjálfanir þarna í óleyfi svo hefur fólk lagt bílunum á reiðstígana en ekki á bílastæðin Hestamönnum til mikillar óánægju. Ef áhugi er að halda sýningarþjálfanir á svæðinu þarf að fá leyfi frá Framkvæmdarstjóra Fáks hér Hvolpasýning
Hvolpasýning HRFI verður að þessu sinni haldin á föstudagskvöldinu 24.júlí á túninu við reiðhöllina í Víðidal. keppt verður í tveimur sýningahringjum og hefjast dómar kl.18.00. 64 hvolpar af 22 tegundum eru skráðir til keppni. Dómarar eru Lilja Dóra Halldórsdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir og Jan Törnblom. Endaleg úrslit verða svo í tengslum við úrslit á Reykjavík Winner sýningu félagsins daginn eftir. Dagskrá sýningar. Keppni ungra sýnenda Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 18 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstudagskvöldið 24. júlí kl.18:00 í Víðidalnum. Dómari í þeirri keppni er Denis Sabolic frá Króatíu.
Meðfylgjandi er dagskrá tvöfaldrar útisýningar í Víðidalnum 25-26 júlí nk. Dagskráin er birt með fyrirvara um villur
|
|