Ef af sýningunum verður, er ljóst að breytingar verða á fyrirhugaðri dómaraáætlun. Michael Leonard og Massimo Inzoli hafa afboðað komu sína og eru auglýstir varadómarar, þau Viktoría Jensdóttir, Sóley Halla Möller og Daníel Örn Hinriksson komin inn í dagskrá, sem verður auglýst fljótlega. Þá má gera ráð fyrir að skipulag sýninga taki mið af sóttvarnarráðstöfunum og BIS-úrslit einfölduð. Félagið fylgist vandlega með stöðunni og endurmetur daglega og verða félagsmenn upplýstir um allar frekari breytingar eins fljótt og hægt er.
Í ljósi nýjustu fregna velta margir fyrir sér hvort hægt verði að halda sýningarnar í ágúst. Gefið hefur verið út að takmarkanir sem kynntar voru í gær, gildi til 13. ágúst. Það er erfitt að sjá fyrir hver þróunin verður, en verði áframhald á ströngum sóttvarnarreglum er sjálfhætt við viðburð eins og fjölmenna hundasýningu. Við viljum gefa því nokkra daga að sjá hvort ástandið breytist til hins betra, en þurfum að vera viðbúin því að aflýsa þurfi sýningunum með skömmum fyrirvara.
Ef af sýningunum verður, er ljóst að breytingar verða á fyrirhugaðri dómaraáætlun. Michael Leonard og Massimo Inzoli hafa afboðað komu sína og eru auglýstir varadómarar, þau Viktoría Jensdóttir, Sóley Halla Möller og Daníel Örn Hinriksson komin inn í dagskrá, sem verður auglýst fljótlega. Þá má gera ráð fyrir að skipulag sýninga taki mið af sóttvarnarráðstöfunum og BIS-úrslit einfölduð. Félagið fylgist vandlega með stöðunni og endurmetur daglega og verða félagsmenn upplýstir um allar frekari breytingar eins fljótt og hægt er. |
|