Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Sýningadómaranám

6/7/2022

 
Frá og með haustinu 2022 mun sýningadómaranefnd Hrfí standa fyrir námi fyrir nýja nema sem hafa brennandi áhuga á að verða sýningadómarar hjá félaginu. Að þessu sinni verða teknir inn að hámarki fimm nemar sem verða valdir úr umsóknum.
Gerð er krafa um að uppfyllt séu eftirfarandi lágmarksskilyrði:
  1. Að umsækjandi sé félagsmaður, sé lögráða og með lögheimili á Íslandi.
  2. Að umsækjandi sé ræktandi með skráð ræktunarnafn og eigi eða hafi átt hunda skráða í ættbók Hrfí, eða hann hafi náð góðum árangri sem sýnandi hunda í a.m.k. 5 ár, eða að hann hafi, á virkan og ábyrgan hátt, unnið með hundum í a.m.k. 5 ár.
  3. Að umsækjandi hafi starfað á hundasýningum HRFÍ sem ritari eða hringstjóri, að lágmarki tíu sýningum, þar af a.m.k. fjórum sinnum á alþjóðlegri sýningu.

Umsækjandi er metinn af sýningadómaranefnd sem kallar umsækjanda fyrir og spyr m.a. út í reynslu, þekkingu , getu til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku og aðstæður og vilja til að takast á hendur dómaranám.
Ath. að dómaranemar bera almennt kostnað af dómaranámi sjálfir, þar með talið af námskeiðum, dómaranema- og dómaraefnisstörfum, ferðum og uppihaldi.
Umsækjendur sem standast allar ofangreindar kröfur þurfa að auki að standast skriflegt inntökupróf þar sem prófuð er þekking á byggingu, formgerð og hreyfingu hunda, erfðafræði, heilsu og eðli hunda, ræktunarmarkmiðum, framkomu dómara, meginreglum og tækni við dóm, sýningareglum HRFÍ, reglum FCI fyrir sýningadómara og öðrum viðeigandi reglum.
Á síðari stigum mun DKK aðstoða nefndina við mat á áframhaldandi námi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem fram kemur nafn, heimilisfang, aldur, menntun, tungumálakunnátta, reynsla af hundahaldi, ræktun, þátttöku og störfum á hundasýningum, svo og öðru starfi innan Hrfí. Þá skal gerð grein fyrir því af hverju viðkomandi vill verða sýningadómari og hvað hann telur sig hafa fram að færa sem slíkur.
​
Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí n.k. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið syningadomaranefnd@hrfi.is

Sýningadómaranefnd.

Augnskoðun 11. - 13. ágúst

5/7/2022

 
5Nú styttist í augnskoðun sem fer fram 11.-13. ágúst næstkomandi.
Fyllist hún hægt og rólega. Hér er listi af lausum tímum.
 
REYKJAVÍK:
Fimmtudagurinn 11. ágúst kl:
9:30 – 2 pláss
15:30 - 6 pláss
 
Föstudagur 12. ágúst kl:
9:00 – 2

Laugardagur 13. ágúst kl:
8:30 - 4
9:00 - 1
10:30 - 4
11:00 - 2
13:30 - 1

 
AKUREYRI:
Fimmtudagurinn 11. ágúst kl:
FULLT

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ í gegnum netfang hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.
Ógreiddir tímar detta sjálfkrafa út ef greiðsla hefur ekki borist fyrir 30. Júlí.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er þriðjudaginn 2. ágúst eða fyrr ef allir tímar klárast.
Síðasti dagur til að gera breytingar á skráningu er einnig 2 . ágúst.


Augnskoðun hunda kostar 8.500 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 20.500 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
  • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
  • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). 
  • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.

NKU Norðurlandasýning 20. - 21. ágúst

5/7/2022

 
Picture
Nú fer heldur að styttast í seinni útsýningu ársins sem er
NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin í hjarta Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni.
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.

Dómarar helgarinnar verða: Annette Bystrup (Danmörk), Arvid Göransson (Svíþjóð), Henric Fryckstrand (Svíþjóð), Jussi Liimatainen (Finnland), Laurent Heinesche (Lúxemborg), Massimo Inzoli (Ítalía), Sjoerd Jobse (Svíþjóð), Tiina Taulos (Finnland) og Viktoría Jensdóttir (Ísland).

Skráning gengur mjög vel og minnum á að fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59  og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59
ATH: Afgreiðsla verður lokuð frá 18. júlí – 2. ágúst. Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, og munum við reyna að aðstoða í gegnum email í sumarlokun.
Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur. Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1250 hundar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar og ef þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningafrests.
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI FÖSTUDAGINN 8. JÚLÍ til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 10. júlí. Skrifstofa HRFÍ er opin þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.

Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur. ATH við skráningu í keppni ungra sýnenda er skráð í þann flokk sem kerfið býður upp á og keppendum er síðan raðað í rétta flokka eftir skráningu, flokkarnir eru 10-12 ára og 13-17 ára.

Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.
Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR

HVOLPASÝNING á Víðistaðatúni - 21.júlí

4/7/2022

 
Picture
Hundaræktarfélagið, í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin, heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir, fimmtudaginn 21. júlí nk. á Víðistaðartúni í Hafnarfirði.  Sýningin hefst kl. 18 og gert er ráð fyrir að henni ljúki um kl. 21. Keppt verður í tveimur flokkum: 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Sýningin er skemmtileg æfing fyrir hvolpa, sýnendur og dómara, en athygli er vakin á því að dómarar þurfa ekki réttindi á þær tegundir sem þeir dæma, enda um "unofficial" sýningu að ræða. Skráningu á www.hundavefur.is lýkur á miðnætti sunnudaginn 17. júlí n.k. Skráning kostar kr. 3000 kr.

    Eldri fréttir
    ​

    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole