Þórdís hefur réttindi til að dæma Bichon Frise, Cavalier King Charles Spaniel, Poodle Toy, Poodle Miniature, Poodle Medium, Poodle Standard, Shih Tzu og Tibetan Spaniel.
Hundaræktarfélagið óskar þessum glæsilega fulltrúa okkar innilega til hamingju.
Stjórn HRFÍ hefur staðfest umsögn sýningadómaranefndar DKK og HRFÍ um sýningadómararéttindi Þórdísar Bjargar Björgvinsdóttir. Þórdís hefur réttindi til að dæma Bichon Frise, Cavalier King Charles Spaniel, Poodle Toy, Poodle Miniature, Poodle Medium, Poodle Standard, Shih Tzu og Tibetan Spaniel. Hundaræktarfélagið óskar þessum glæsilega fulltrúa okkar innilega til hamingju. Á myndinni eru Herdís Hallmarsdóttir formaður ásamt Þórdísi.
Jens Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið helgina 19. - 20. september nk í tengslum við hundasýningu félagsins í Víðidal.
Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Síðasti skráningardagur í augnskoðun er miðvikudagurinn 09. september. Augnskoðun hunda kostar 5.720 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 11.440. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ •Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). •Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). •Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. Stjórn HRFÍ hefur staðfest umsögn sýningadómaranefndar DKK og HRFÍ um sýningadómararéttindi Daniels Hinrikssonar. Daniel Örn hefur réttindi til að dæma Bichon Havanais, Cavalier King Charles Spaniel, Coton De Tulear, Tibetansk Spaniel og Chihuahua (báðar feldgerðir). Hundaræktarfélagið óskar þessum glæsilega fulltrúa okkar innilega til hamingju. Á myndinni eru Herdís Hallmarsdóttir formaður ásamt Daniel.
|
|