Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13.
Gangan mun svo enda í Hljómskálagarðinum.
Laugardaginn 5. október mun Hundaræktarfélag Íslands standa fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn í Reykjavík.
Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13. Gangan mun svo enda í Hljómskálagarðinum. Sýningastjórn birtir hér dómaraáætlun fyrir alþjóðlega sýningu HRFI 16.-17. nóvember nk. Birt með fyrirvara um villur. Við ýtrekum að allir aðrir dómarar sýningar sem hafa réttindi á viðkomandi tegund, eru jafnframt varadómarar fyrir hana og það má alltaf reikna með einhverjum smávægilegum breytingum.
Bendum jafnframt á kynningu á dómurunum má nálgast hér (á ensku). Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 16. - 17. nóvember 2013.
Skráningafresti lýkur föstudaginn 18. okt 2013. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Dómarar að þessu sinni eru: Paula Heikkinen-Lehkonen (Finnland), Harri Lehkonen (Finnland), Seamus Otes (Írland), Gerard Jipping (Holland), Tatjana Urek (Slóvenía) og Ásta María Guðbergsdóttir (Ísland). Hérna má lesa kynningu á dómurum (á ensku). Hægt er að skrá á sýninguna í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Álag mun geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni síðustu daga skráningar og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. fyrir 4. október 2013. Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Meðfylgjandi er kynning á meistaraverkefni sem Arngerður Jónsdóttir vinnur að þessa stundina en hún leggur stund á meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Sem hluta af námi sínu er hún að vinna rannsókn tengda samskiptum barna og hunda sem gæludýra. Endilega kynnið ykkur verkefnið nánar í meðfylgjandi skjali. ![]()
Frá Papillon-og Phalénedeild:
Framlenging á skráningarfresti. DeildarsýningPapillon- og Phalénedeildar verður haldin laugardaginn 19. október kl. 13 í Gæludýr.is á Korputorgi. Dómari verður Ásta María Guðbergsdóttir sem útskrifaðist í vor úr dómaranámi frá HRFÍ. Þetta er meistarastigssýning. Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 27. september og er tekið við skráningum á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15, eða í síma 588 5255. Frábært tækifæri til að sýna undir okkar eigin íslenska dómara og við hvetjum ykkur eindregið til að skrá sem fyrst. Stjórnin. Nú hefur verið tekin í gagnið ný heimasíða fyrir HRFÍ.
Nýja síðan gerir allar uppfærslur mun auðveldari ásamt því að bjóða upp á mun meiri möguleika, hægt verður að setja inn video, einnig verður hægt að tengja fleiri tegundir skjala við síðuna, fréttaveitan er svo tengd við Facebooksíðu félagsins. Settar hafa verið fáeinar nýjar undirsíður svo sem um námskeið sem félagið býður upp á, verðskráin hefur verið uppfærð (skýringar settar inn og einnig ný verð fyrir aflestur mjaðmamynda) og sett hefur verið inn undirsíða sem heldur utan um þær vörur sem eru til sölu hjá HRFÍ. Við höfum einnig tekið í gagnið nýtt póstlistakerfi en allir sem voru skráðir á gamla listann hafa verið fluttir yfir á nýja listann en gætu þurft að vista sendanda til þess að forðast ruslpóstsíur. Dýralæknirinn Finn Boserup frá Danmörku mun augnskoða hunda í tengslum við sýningu félagsins 15. - 17. nóvember nk. Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.
Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 1. Nóvember. Augnskoðun hunda kostar 5.720 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 11.440. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ •Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). •Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). •Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. •Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt Á fjölmennum félagsfundi í Gerðubergi 11.sept 2013 var meðal annars tekið fyrir og samþykkt að fundurinn veitti stjórn HRFÍ umboð til að ganga til samninga við Íslandsbanka um skuldauppgjör á skuld sem hvílir á 2. veðrétti fasteignarinnar Síðumúla 15.
Samkomulag er um að HRFÍ greiði 2,5 milljón kr. til Íslandsbanka og að þeirri fjárhæð verði varið til að greiða inn á skuldina gegn því að Íslandsbanki felli niður það sem eftir stendur, eða í dag um 8,2 milljón kr. Fundurinn samþykkir jafnframt að allir félagsmenn greiði HRFÍ 1.700 kr. þannig að með samstilltu átaki safni félagsmenn þessum 2,5 milljón kr. sem nýttar verða til uppgjörs við Íslandsbanka. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka félagsmanna, en verða ekki sendir út á pappír. Gjalddagi verður 10. október 2013, eftir þann tíma verður ekki hægt að nýta sér þjónustu félagsins án þess að hafa greitt gjaldið. 1.700 kr. gjald verður því lagt á árgjald 2014 hjá þeim félagsmönnum sem ekki greiða gjaldið á árinu 2013. Á fundinum kom jafnframt fram að einhverjir félagsmenn vilja greiða hærri upphæð en styrkurinn hljóðar uppá og er það að sjálfsögðu vel þegið, reiknisnúmer söfnunarinnar er 515-26-700230. Kt: 680481-0249, vinsamlega merkið greiðsluna “styrkur”. Hér má nálgast glærur af fundinum sem sýna stöðuna. ![]() Alls voru skráðir til þátttöku 720 hundar af 86 hundategundum. Dómarar að þessu sinni voru: Hans Van den Berg (Holland), Agnes Ganami (Ísrael), Eeva Rautala (Finnland), Laurent Pichard (Sviss), Frank Kane (Bretland) og Svein Helgesen (Noregur). Alls tóku 22 ungir sýnendur á aldrinum 10-12 og 13-17 ára þátt og kepptu um titilinn besti ungi sýnandinn. Dómari að þessu sinni var Frank Kane (Bretland). Besti hundur sýningar 1. sæti RW-13 Sankti-Ice How Much Wood Would a Woodchuck Chuck IS16910/12 St. Bernharðshundur síðh. Eigandi: Guðný Vala Tryggvadóttir Ræktandi: Guðný Vala Tryggvadóttir Úrslit sýningarinnar og fyrri sýninga má sjá hér Minni kostnaður og hraðari úrlestur
Í lok ágúst hóf HRFÍ samstarf við sænska hundaræktarfélagið um aflestur mjaðma- (HD) og olnbogamynda (ED). Áfram verður hægt að senda til Bandaríkjanna og eins verður áfram hægt að senda myndir sem berast á filmu til Noregs (ekki á CD) ásamt Spondylosis myndum. Myndirnar eru sendar rafrænt frá dýralækninum sem myndar hundinn til SKK. Aflesturinn tekur ca 1-2 vikur með þessari leið. Þegar SKK hefur lesið úr myndunum er niðurstaðan ásamt reikningi fyrir aflesturinn send HRFÍ. HRFÍ gefur þá út reikning fyrir aflestri myndanna og þegar hann hefur verið greiddur fæst niðurstaðan. Aflestur HD mynda til SKK (nýja leiðin) 6.500 kr. Aflestur HD og ED mynda til SKK (nýja leiðin) 10.500 kr. Aflestur HD mynda til NKK (gamla leiðin) 8.500 kr. Aflestur HD og ED mynda til NKK(gamla leiðin) 13.500 kr. Aflestur HD mynda til Bandaríkjanna (OFFA) ca. 4.300 kr. (fer eftir gengi). Aflestur HD og ED mynda til Bandaríkjanna (OFFA) ca. 4.900 kr. (fer eftir gengi). ATH - hundurinn þarf að hafa náð 2 ára aldri við myndun til þess að myndirnar séu teknar til greina hjá OFFA í Bandaríkjunum. HRFÍ hefur enga aðkomu að aflestri mynda í Bandaríkjunum og því þurfa eigendur að koma afriti af niðurstöðu hundsins til skrifstofu HRFÍ. |
|