Föstudaginn 23. nóvember verður hvolpasýning Royal Canin og keppni ungra sýnenda haldin.
Laugardaginn 24. nóvember og sunnnudaginn 25. nóvember verður NKU Norðurlandasýning og Crufts Qualification sýning.
Dómarar helgarinnar verða: Elina Haapaniemi (Finnland), Eva Nielsen (Svíþjóð), Kari Granaas Hansen (Noregi), Leif Herman Wilberg (Noregi) og Juha Kares (Finnland).
Dómari í keppni ungra sýnenda verður Louise Dufwa frá Svíþjóð.
Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 12. október
Gjaldskrá 2: 26. október
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í SÍÐASTA LAGI 12. OKÓTBER til þess að tryggja að skráning náist.
Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15. Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.
Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt nýlegum debetkortum. Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.
Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.
Augnskoðun verður haldin í tengslum við sýninguna, sjá nánar hér.
Dómaraáætlun
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt
Laugardagur 24. nóvember: Tegundahópar 1, 3, 7, 8 og 10
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Elina Haapaniemi
Bearded collie: Elina Haapaniemi
Border collie: Elina Haapaniemi
Briard: Elina Haapaniemi
German shepherd dog, báðar felgerðir: Leif Herman Wilberg
Shetland sheepdog: Leif Herman Wilberg
Welsh corgi Pembroke: Leif Herman Wilberg
Tegundahópur 3:
Australian silky terrier: Juha Kares
Bedlington terrier: Juha Kares
Irish soft coated wheaten terrier: Juha Kares
West highland white terrier: Juha Kares
Yorkshire terrier: Juha Kares
Tegundahópur 7:
Allar tegundir: Juha Kares
Tegundahópur 8:
American cocker spaniel: Kari Granaas Hansen
English cocker spaniel: Kari Granaas Hansen
English springer spaniel: Kari Granaas Hansen
Golden retriever: Eva Nielsen
Labador retriever: Eva Nielsen
Tegundahópur 10:
Allar tegundir: Kari Granaas Hansen
Sunnudagur 25. nóvember: Tegundahópar 2, 4/6, 5 og 9
Tegundahópur 2:
Giant schnauzer, black: Elina Haapaniemi
Miniature schnauzer, allir litir: Elina Haapaniemi
Rottweiler: Elina Haapaniemi
Schnauzer, báðir litir: Elina Haapaniemi
Tegundahópur 4/6:
Allar tegundir: Eva Nielsen
Tegundahópur 5:
Finnish lapphund: Leif Herman Wilberg
Íslenskur fjárhundur: Leif Herman Wilberg
Pomeranian: Kari Granaas Hansen
Siberian husky: Kari Granaas Hansen
Tegundahópur 9:
Bichon frise: Kari Granaas Hansen
Cavalier king Charles spaniel: Eva Nielsen
Chihuahua, báðar feldgerðir: Kari Granaas Hansen
Lhasa apso: Juha Kares
Little lion dog: Juha Kares
Papillon: Juha Kares
Phaléne: Juha Kares
Poodle, allar stærðir: Juha Kares
Pug: Kari Granaas Hansen
Russian toy, báðar feldgerðir: Kari Granaas Hansen
Shih tzu: Juha Kares
Tibetan spaniel: Eva Nielsen
Tibetan terrier: Eva Nielsen