![]()
| ![]()
|
Hér er hægt að sjá dagskrá sýningana 13.-15.nóvember nk. Þær eru birtar með fyrirvara um villur.
Sýningastjórn þykir miður að tilkynna að vegna veikinda hefur Hans Lehtinen afboðað komu sína á alþjóðlegu sýninguna helgina 14.-15.nóvember. Í hans stað kemur Leni Finne frá Finnlandi.
Ert þú góður penni og hefur áhuga á að skrifa fjölbreyttar greinar um hunda? HRFI leitar að góðum penna til að taka að sér ritnefnd blaðsins sem er tilbúin að skrifa áhugaverðar greinar varðandi allt sem viðkemur hundum ásamt því að ritstýra blaðinu
Ritstjóri skal hafa yfirumsjón með útgáfu Sáms sem gefin er út tvisvar sinnum ári, um mitt ár og í lok árs. Ritstjóri aðstoðar við auglýsingasöfnun en framkvæmdastjóri HRFI hefur yfirumsjón yfir henni sem og rekstri blaðsins. Þá skipar ritstjóri í ritstjórn og stýrir störfum hennar. Verkefni ritstjóra eru ma.: Ritstjórn blaðsins Efnisöflun og skrif Samskipti við hönnuði, ljósmyndara og prentsmiðju Markaðs- og kynningarmál Æskilegt er að ritstjóri uppfylli eftirfarandi hæfnisskilyrði:
Áhugasamir eru hvattir til að senda sækja um, allari nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HRFI á netfanginu fridur@hrfi.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á fridur@hrfi.is eða hrfi@hrfi.is Umsóknarfrestur er til og með 1. des 2015. |
|