Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190347/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347/storering
Dagskrá sýningar
Umsagnir, niðurstöður og sýningaskrá fyrir Winter Wonderland sýninguna 23.-24. nóvember 201918/11/2019
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190347/?session_locale=en_GB Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347/storering Dagskrá sýningar ![]() Þá er komið að síðustu sýningu ársins. Winter Wonderland sýningin fer fram um helgina, 23.-24. nóvember, í reiðhöll Fáks í Víðidal. Sýningin er NKU og Crufts qualification sýning, hægt verður að kaupa Crufts Qualification 2020 rósettur í miðasölunni. Fjöldi sölu- og kynningabása verða á svæðinu! Þetta er stærsta sýning ársins en alls eru 842 hundar skráðir sem keppa yfir helgina auk 26 ungmenna sem keppa í keppni ungra sýnenda á laugardeginum kl. 12:00 í hring 2. Dómar hefjast kl. 9:00 í dómhringjum og er áætlað að úrslit hefjist kl. 14:30. Dómarar helgarinnar verða: Antonio Di Lorenzo (Noregur), Ásta María Guðbergsdóttir (Ísland), Hans Van den Berg (Holland), Karen Gilliland (Írland), Kurt Nilsson (Svíþjóð) og Saija Juutilainen (Finnland). Anna Guðjónsdóttir dæmir keppni ungra sýnenda. Dagskrá og PM má finna hér Umsagnir, sýningaskrá og úrslit má nálgast hér: Umsagnir:https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347?session_locale=en_GB Sýningaskrá:https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190347/?session_locale=en_GB Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347/storering Umsagnir og úrslit birtast samstundis en ath. að sýningaskrá opnast ekki fyrr en klukkustund áður en sýningin hefst. Minnum félagsmenn og gesti á að passa umgengnina yfir helgina og biðjum við ykkur að hafa eftirfarandi í huga:
Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 22.11.2019 en skrifstofan verður að sjálfsögðu opin fyrir þá sem eru að koma í augnskoðun. Einnig verður lokað mánudaginn 24.11.2019.
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er einnig hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15. Augnskoðun fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15, 108 Reykjavík. 21-22 nóvember.
Susanne Mølgaard Kaarsholm frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið. Við viljum minna félagsmenn sem eru að koma með hundana sína í augnskoðun að ganga vel um skrifstofu félagsins og húseignina í Síðumúla 15 og alls ekki leyfa hundum að merkja innandyra né við inngang. Hægt er að koma með rakkabindi fyrir þá hunda sem eru gjarnir á að merkja inni. Einnig viljum við minna á að passa bil milli hunda meðan þeir bíða eftir sínum tíma. Eftir augnskoðunina eru augu hundsins viðkvæm fyrir birtu svo ekki er ráðlagt að þeir séu í mikilli sól eða birtu, best er að geyma lengri göngutúra eftir augnskoðunina þangað til daginn eftir. Við minnum á að ekki er hægt að skipta um hunda í augnskoðuninni eftir þriðjudaginn 19 nóv. Einnig biðjum við um að ekki sé komið með aðra hunda en þá sem eiga pantað í augnskoðunina. Við biðjum þá sem eru að mæta með hundana sína í skoðun að mæta um 10-15 mínútum fyrir tímann sinn svo hægt sé að setja augndropa í hundana fyrr til þess að allt gangi sem best og við náum að halda áætlun. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða senda póst á hrfi@hrfi.is ef einhverjar aðrar spurningar vakna. |
|