Nokkur atriði ber að hafa í huga nú um helgina – við erum auðvitað á nýju svæði sem við skulum ganga vel um og vera hundaeigendum til fyrirmyndar, en einnig erum við að kljást við samkomutakmarkanir, enn aftur, sem gera kröfu um neikvæða niðurstöðu úr PCR prófi eða hraðprófi (á við um alla sem ætla að koma inn á sýningasvæðið um helgina). Einnig er grímuskylda inn í höllinni, innan sem utan hrings.
Dómar hefjast kl. 9 og úrslit áætluð kl. 15:30 báða dagana – Dagskrá, PM og dagskrá úrslita má finna hér. Úrslitum verður streymt á Youtube:
Laugardagur: https://youtu.be/AzJlzdnxcLs
Sunnudagur: https://youtu.be/ju9u4Qz7LMo
Hlekki fyrir sýningaskrá, umsagnir og úrslit má finna hér.
Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
- Allir þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi eða hraðprófi (rapid test) sem er innan við 48 klst. gamalt við mætingu á sýninguna. Undanskildir þessari kröfu eru þeir sem fæddir eru 2016 eða síðar.
- Grímuskylda er á svæðinu allan tímann, innan sem utan hrings. Þetta á við alla að undanskildum þeim sem fæddir eru 2006 eða síðar, hvetjum þó til grímunotkunar innan þess hóps.
- Það er krafist þess einnig að haldin sé skrá yfir gesti sýningar en hægt er að forskrá sig HÉR, sem mun flýta töluvert fyrir innritun á sýningasvæðið svo endilega skráið ykkur fyrirfram.
- STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við ingang.
- Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku.
- Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
- Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
- Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
- Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu. Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.
- Dæmt verður í 7 hringjum báða daga og hefjast dómar kl. 9. Verður hvorum degi skipt upp í tvö holl, fyrir og eftir hádegi, þar sem síðara holl hefst kl. 13:00.
- Við biðjum fólk eftir fremsta megni að miða við að einn fylgi hverjum hundi inn á svæðið og mælst er til þess að sýningasvæði sé yfirgefið er hundur hefur lokið dómi, til að takamarka mikinn fjölda fólks á svæðinu.
- Engin veitingasala verður á staðnum en miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr.
- Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
- Upplýsingar um hraðpróf má finna meðal annars hér: hradprof.covid.is | Forsíða, COVIDTEST.is og COVID-19 Skyndipróf
Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa loka sýningu ársins með trompi á nýjum stað! Gangi ykkur vel og munum persónulegar sóttvarnir.