Stjórn HRFÍ hefur staðfest umsögn sýningadómaranefndar DKK og HRFÍ um sýningadómararéttindi Auðar Sifjar Sigurgeirsdóttur. Auður Sif hefur réttindi til að dæma Australian Shepherd, German Shepherd báðar feldgerðir, American Cocker Spaniel, Golden Retriever og Labrador Retriever. Hundaræktarfélagið óskar þessum glæsilega fulltrúa okkar innilega til hamingju. |
Félagsmenn athugið að lokað verður á skrifstofunni föstudaginn 23. desember og mánudaginn 26. desember.
Stjórn, starfsfólk skrifstofu og deildir Hundaræktarfélagsins óska félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi á ári. Við viljum þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem starfað hafa í þágu félagsins á árinu og gert viðburði og fjölbreytta starfsemi Hundaræktarfélagsins að veruleika. Án ykkar framlags væri þetta ekki mögulegt. Við hlökkum til frekara samstarfs og samveru með mönnum og hundum á komandi ári. Tekin var ákvörðun um breytta gjaldskrá á stjórnarfundi þann 01.12.2016, hér má nálgast fundargerðina. Eftirfarandi gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2017.
![]() Hringstjóra- og ritaranámskeið verður haldið í janúar 2017 fáist næg þátttaka. Áætlað er að námskeiðið verði haldið annað hvort 28. janúar eða 29. janúar. Á námskeiðinu er farið bæði í skriflegar æfingar sem og verklegan hluta Námskeiðið er aðeins ætlað fyrir þá sem hafa hug á að vinna á næstu sýningum HRFÍ. Ekki er tekið þátttökugjald á námskeiðin en vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á póstfangið hrfi@hrfi.is |
|