Ritstjóri stýrir öflugri ritnefnd sem vinnur að útgáfu blaðsins en hún er ein af fastanefndum félagsins. Verkefni ritstjóra eru til dæmis; ritstjórn, efnisöflun og skrif í samvinnu við ritnefnd, samskipti við hönnuði, ljósmyndara og aðra sem kunna að koma að efni Sáms en einnig hefur ritstjóri sinnt markaðs- og kynningarmálum.
Æskilegt er að ritstjóri búi yfir:
- Þekkingu og áhuga á rafrænni miðlun
- Þekkingu og áhuga á málefnum Hundaræktarfélagsins
- Reynslu af fjölmiðla- og útgáfustörfum
- Gott vald á íslenskri tungu
- Frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt sem og með öðrum
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Allar nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HRFÍ á netfanginu gudny@hrfi.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á stjorn@hrfi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2022