Ritstjóri skal hafa yfirumsjón með útgáfu Sáms sem gefin er út tvisvar sinnum ári, um mitt ár og í lok árs. Ritstjóri aðstoðar við auglýsingasöfnun en framkvæmdastjóri HRFI hefur yfirumsjón yfir henni sem og rekstri blaðsins.
Þá skipar ritstjóri í ritstjórn og stýrir störfum hennar.
Verkefni ritstjóra eru ma.:
Ritstjórn blaðsins
Efnisöflun og skrif
Samskipti við hönnuði, ljósmyndara og prentsmiðju
Markaðs- og kynningarmál
Æskilegt er að ritstjóri uppfylli eftirfarandi hæfnisskilyrði:
- Þekkingu og áhugi á málefnum félagsins
- Reynsla af fjölmiðla- og útgáfustörfum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslenskri tungu
- Kunnátta í að minnsta kosti einu norðurlandamáli er kostur
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Hæfileiki til að vinna með starfsmönnum skrifstofu HRFI og öðrum hagsmunaaðilum.
Áhugasamir eru hvattir til að senda sækja um, allari nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HRFI á netfanginu fridur@hrfi.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á fridur@hrfi.is eða hrfi@hrfi.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. des 2015.