Júnísýningar félagsins voru skipulagðar miðað við hámark 1000 skráningar pr. sýningu, enda töldum við ólíklegt að skráningar færu yfir það á þessum tíma árs. Því marki var hins vegar náð um kl. 13 í dag og lokaðist skráning þá sjálfkrafa í kerfi, eins og hún átti að gera.
Möguleiki gafst á að bæta íslenskum dómara við með engum fyrirvara og erum við þakklátar Sóleyju Höllu Möller fyrir að samþykkja að bætast í dómarahópinn. Við höfum því aukið svigrúm upp á um 80 hunda hvorn dag og af því tilefni hefur sýningastjórn ákveðið að opna skráningu aftur og framlengja skráningafrest til kl. 15 á morgun, mánudaginn 15. maí.
Það þýðir einnig að dómaraáætlun breytist eitthvað og hefur uppfærð áætlun verið birt hér.
Með von um góðar undirtektir,
Sýningastjórn