Launa- og neysluvísitala hefur hækkað umtalsvert síðustu tvö árin og þar með allur kostnaður við rekstur félagsins.
Stjórn hefur því ákveðið að hækka félagsgjöldin um 12%, árlegt félagsgjald mun hækka úr 7.500 kr í 8.500 kr og hjónagjald úr 10.600 kr í 12.750 kr. Fullt gjald er fyrir annað hjónanna og hálft gjald fyrir hitt.
Sýningargjöld munu hækka um 7% en þau hafa einnig staðið í stað undanfarin tvö ár. Breytingar hafa einnig verið gerðar á liðum í gjaldskrá vegna sýninga en nú mun öldungur vera á sama gjaldi á öllum sýningum og verður það heldur lægra en almennt gjald, hann mun þó ekki teljast til afsláttar á móti.
Aðrir liðir í gjaldskrá hækka um c.a. 12% til samræmis við verðlagshækkanir. Ný gjaldskrá tekur gildi þann 1. janúar 2020.