Breytingarnar eru gerðar til þess að koma ræktunar- og afkvæmahópunum inn í rafræna sýningakerfið og munu umsagnir og niðurstöður birtast á netinu líkt og fyrir þá hunda sem eru sýndir. Breytingarnar miða að því að hóparnir samanstandi af 3-4 hundum/afkvæmum í stað 3-5 áður, og að ræktandi/eigandi undaneldishunds skrái hóp til keppni í gegnum skráningakerfi félagsins eða hjá félaginu áður en skráningafrestur rennur út. Þá verða einkunnir ekki lengur gefnar við dóma á hópum.
Ekki þarf að skrá ákveðin ræktunardýr/afkvæmi í hópinn fyrirfram, en það er gert á staðnum og skal láta hringstjóra/ritara vita hvaða hundar mæta í hópinn tímanlega.
Sem fyrr er gjaldfrjálst að skrá í ræktunar- og afkvæmahópa.
Hér má sjá leiðbeiningar sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar verið er að skrá hópana ef fólk lendir í vandræðum.

Sýningareglur HRFÍ |