Við viljum jafnframt minna ræktunardeildir félagsins á ákvæði um deildarsýningar í starfsreglum ræktunardeilda, sjá hér að neðan.
V. Deildarsýningar
1. Ræktunardeildum er heimilt að halda deildarsýningar að fengnu leyfi stjórnar HRFÍ að fenginni umsögn sýningarstjórnar HRFÍ. Umsókn þarf að hafa borist stjórn HRFÍ eigi síðar en 6 mánuðum áður en sýning er fyrirhuguð. Stjórn HRFÍ getur heimilað sýningu sem sótt er um með styttri fyrirvara. Leitast skal við að velja dómara sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi tegund (tegundum).