
Í skýrslunni vitnar Willeberg til nýlegra reglna í Nýja Sjálandi og Ástralíu sem dæmi um einangruð lönd sem eru með strangar reglur um innflutning hunda. Telur hann eðlilegt að íslensk stjórnvöld líti til þessara landa við endurskoðun reglna hér á landi.
Willeberg bendir m.a. á, að áhættan er mismunandi eftir innflutningslöndum og kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé til að mynda mjög lítil ef hundur kemur frá Norður Evrópu eða Bretlandi. Þá bendir hann á að íslensk stjórnvöld geti gripið til mismunandi úrræða m.a. eftir því hvaðan hundur er að koma til landsins.
HRFÍ hvetur íslensk stjórnvöld að endurskoða regluverkið og hafa að leiðarljósi vísindaleg rök. Með því væri tryggt að málefnaleg sjónarmið væru lögð til grundvallar íþyngjandi ákvörðunum og að ekki yrði gengið lengra en nauðsyn krefur.
Hér má finna skýrslu dr. Willeberg