Þar sem almenn ánægja var með renninginn sem var útbúinn fyrir 45 ára afmælissýninguna á síðasta ári, hefur verið ákveðið að útbúa annan renning. Eins og á fyrri renningnum eiga að vera myndir af hundum ræktuðum á Íslandi, sem hlotið hafa titla í ættbók eða orðið BIS1 erlendis.
Ekki er ætlunin að hafa hunda á nýja renningnum sem voru á hinum fyrri.
Vinsamlegast sendið mynd af hundinum og skammstöfun yfir þá titla sem hundurinn hefur hlotið fyrir 18. febrúar á netfangið merkisteins@internet.is.