
Á fundinum voru einnig ræddar tillögur starfshóps um breytingar á skiptingu Evrópuhluta samtakana en ekki náðist sátt um þær. Fyrirhugaðar eru nokkuð viðamiklar breytingar á lögum FCI en tillögur þess efnis voru ræddar á fundinum. Tillögurnar fela í sér margvíslegar endurbætur á núverandi regluverki samtakanna. Það er uppfært og nútímavætt og aðlagað að starfseminni eins og hún er í dag. Markmið samtakanna er skýrt í tillögunum og kveðið á um skyldu félaganna að stuðla að og tryggja fimm grundvallarréttindi hundsins:
- Rétt á vernd gegn hungri, þorsta og vannæringu
- Rétt á skjóli frá hita og kulda
- Rétt á vernd gegn hræðslu
- Rétt á skjóli frá meiðslum og veikindum
- Rétt á hreyfingu í viðeigandi aðstæðum.
Þá eru gerðar tillögur að lágmarksskilyrðum sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að gerast aðilar, kveðið á um rétt aðildarfélaga og skyldur. Eins er sett á laggirnar sérstök gerðardóms og aganefnd og kveðið á um viðurlög sem hún getur beitt aðildarlönd sem gerast brotleg við reglur samtakanna. Kosið verður um þessar tillögur á aðalfundi samtakanna í Leipzig í nóvember n.k.