9. september
Frank Kane, dómari, verður með fyrirlestur um byggingu og hreyfingu hunda, Conformation and movement, mánudaginn 9. sept kl. 14:30- ca.17:00. í húsakynnum Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Fyrirlesturinn fékk frábært lof þeirra félagsmanna sem komust á hann síðast.
Allir þátttakendur fá afhent viðurkenningarskjal frá breska hundaræktarfélaginu, The Kennel Club.
Þátttökugjald er kr. 1500. Takmarkaður fjöldi þáttakanda.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið hrfi@hrfi.is.
Þátttökugjald verður að greiðast við skráningu annars er skráning ekki staðfest.